Læknaneminn - 01.12.1962, Síða 31
LÆKNANEMINN
31
yr
'3
ámwa
FUNDIIÍ
Pundur var haldinn i Félagi lækna-
nema 31. okt. 1962.
Formaður setti fundinn og kvað til-
efni hans óvanalegt, þar sem það væri
uppscgn sjúkrahúslækna sem kæmi til
framkvæmda á morgun. Gaf hann síðan
gesti fundarins, Guðmundi Georgssyni
lækni, orðið.
Guðmundur byrjaði á þvi að þakka
Félagi læknanema fyrir að veita lækn-
unum tækifæri til að kynna málstað
þeirra á fundi í félaginu.
Rakti hann síðan margra ára bar-
áttu sjúkrahúslækna fyrir bættum kjör-
um og starfsskilyrðum, og sífellda og
siharðnandi tregðu hins opinbera til að
verða við kröfum þeirra. Endirinn varð
því sá að læknarnir neyddust til að
segja upp. Loks ræddi Guðm. um nú-
verandi kjör sjúkrahúslækna, og hverj-
ar kröfur þeir gerðu til úrbóta, en þær
miðuðust aðeins við að læknarnir fengju
sambærilegar ævitekjur og strætis-
vagnastjórar, miðað við að læknarnir
ynnu aðeins á sjúkrahúsunum.
Næstur talaði Örn Bjarnason og
hvatti hann læknanema til að láta ekki
freistast til að taka ao sér störf á
sjúkrahúsunum á meðan deilan stæði
yfir, þótt há laun væru í boði.
Því næst tók til máls Örn Smári
Arnaldsson og skýrði frá þvi, að aðeins
3 læknanemar væru ráðnir í kúrsusa i
næsta mánuoi á þeim sjúkrahúsum sem
læknar höfðu sagt upp, svo að varla
yrði sjúkrahúsunum ,,bjargað“ með
kúrsus-stúdentum.
Þá tók til máls Gísli Á. Þorsteinsson
og skýrði hann frá niðurstöðum nefndar,
sem kosin var á sl. vori til að rannsaka
atvinnuhorfur kandidata næstu 3—4 ár-
in. Varð niðurstaða nefndarinnar í
grófum dráttum sú, að yrðu kandidatar
að „afplána" sína kandidataskyldu hér
heima, yrði biðin fyrir hvern og einn
nálægt einu ári, frá því kandidat lyki
prófi, þar til hann kæmist í stöðu.
I framhaldi af skýrslu Gísla var sam-
þykkt tillaga, þar sem fundurinn lýsti
yfir ugg vegna ískyggilegs skorts á
námsplássum fyrir kandidata og fól
stjórn félagsins að fá gerða bót á þess-
um málum.
Því næst flutti formaður skýrslu um
sinni fyrri nyt. Dýralæknir nokkur sagði
mér seinna, að þetta væri ekkert eins-
dæmi. Það væri stórfurðulegt, hvað
nautgripir þyldu. Blóð þeirra væri sér-
staklega fibrinogen ríkt, þannig að fljótt
settist að öllum processum, þeir iocali-
seruðust og breiddust ekki út.
Það var enginn dáinn enn, er ég
kvaddi Hafnarhérað, hvað sem síðar
varð. fig vona, að þeim heilsist öllum
vel. Ég vil nota tækifærið til að þakka
Kjartani fyrir allt traustið, sem hann
sýndi mér og þeim hjónunum fyrir
alúðar móttökur og góðan viðgjörning.
Þetta var mér ógleyma.nleg reynsla, og
ég vil eindregið ráða stúdentum til að
vicariera, ef þeir eiga þess kost. Það
er gaman, það er alvara og það er vel
borgað, og hver er ekki blankur, er
mér spurn?