Læknaneminn - 01.12.1962, Síða 36
36
LÆKNANEMINN
Þriðja prófið, sem við gerum,
er fitu absorptionspróf. Þá er
sjúklingnum gefið per os triolein
merkt með I1S1. Síðan er fæces
safnað í a.m.k. 3 daga eða þar til
fæst sýni, sem ekkert geislajoð
er í. Þá er útskilnaðurinn mældur.
Hann er normalt minna en 5%
af gefna skammtinum. Þetta próf
er notað til greiningar á malab-
sorption og pancreatitis chronica.
Loks höfum við nokkrum sinn-
um mælt æviskeið rauðra blóð-
korna (red cells survival), þ. e.
þann tíma, sem það tekur líkam-
ann að brjóta niður helming rauðu
blóðkornanna. Byrjað er á að taka
blóð úr sjúklingnum. Það er in-
cuberað með geislakrómi (Cr’1)
sem binzt í rauðu blóðkornin. Þau
eru síðan skoluð úr fysiologísku
saltvatni og dælt aftur inní blóð-
rás sjúklingsins. Eftir það eru
tekin blóðsýni daglega í 10 daga.
Geislamagnið í þessum prufum
fer stöðugt lækkandi. Þessi lækk-
un stafar af fækkun merktra
rauðra blóðkorna í blóðrásinni.
Því örar, sem þau eru tekin úr um-
ferð og brotin niður því styttri
er helmingunartíminn.
Notið þið isotopa til lækninga?
Já. Við höfum notað geislaphos-
phor (Pu) við meðferð á poly-
cythœmia vera og geislajoð (I'31)
við meðferð á thyreotoxicosis.
Báðar þessar aðferðir höfðu verið
notaðar hér á landi áður en þessi
stofnun tók til starfa.
Við höfum verið fremur íhalds-
samir við notkun geislajoðs við
thyreotoxicosis eins og flestir.
Gefum ekki therapeutiskan
skammt yngra fólki en fertugu og
þá helzt ekki nema eitthvað mæli
gegn operation. Sumir setja ald-
urstakmörkin allt niður í 20 ár.
Menn eru sammála um, að gravi-
ditas sé alger contraindication
gegn geislajoðmeðferð.
Er veruleg geislahœtta við þau
prój, sem þiö gerið?
Utreikningur á geislun þeirri,
sem sjúklingur verður fyrir við
geislaisotopa próf er mjög flók-
inn og erfitt er að bera saman
geislunina frá einu prófi til ann-
ars. Ekki er nóg að bera saman
heildargeislunina, sem stafar frá
isotopunum, sem sjúklingurinn
fær, heldur þarf líka að taka tillit
til hvaða líffæri verða fyrir geisl-
uninni þ.e.a.s. dreyfingu isotops-
ins í líkamanum. Sum líffæri eru
viðkvæmari fyrir geislun en önn-
ur. Tauga-, vöðva- og skjaldkirtil-
vefir þola geislun tiltölulega vel,
en blóðmergurinn og kynkirtlarn-
ir eru viðkvæmustu líffærin.
Einingin, sem notuð er við út-
reikninga á þeirri geislun, sem
vefir verða fyrir, er rad (1 rad
— absorberuð geislaorka, sem
svarar til 100 erg/gram af vef).
Það prófið, sem gefur mesta
geislun er joðpróf á skjaldkirtl-
inum, 28 rads. Schillings próf
gefur 0.4 rads og fituabsorptions-
prófið gefur 0.1 rads. Röntgen-
mynd af lungum gefur 0.6 rads.
á húðina. Af þessu má sjá, að
prófið á skjaldkirtlinum gefur
mesta geislun, en hún fer að lang-
mestu leyti í kirtilvefinn sjálfan,
en hann þolir geislun tiltölulega
vel. Það má heita öruggt, að
við öll venjuleg geislaisotopapróf
sé hættan af geislun hverfandi
lítil.
1 pathologiu.
Hversu stór verða þessi æxli, á stærð
við kríuegg eða kannski hænuegg?
Ætli þau séu ekki á stærð við páska-
egg-