Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 36
36 LÆKNANEMINN Þriðja prófið, sem við gerum, er fitu absorptionspróf. Þá er sjúklingnum gefið per os triolein merkt með I1S1. Síðan er fæces safnað í a.m.k. 3 daga eða þar til fæst sýni, sem ekkert geislajoð er í. Þá er útskilnaðurinn mældur. Hann er normalt minna en 5% af gefna skammtinum. Þetta próf er notað til greiningar á malab- sorption og pancreatitis chronica. Loks höfum við nokkrum sinn- um mælt æviskeið rauðra blóð- korna (red cells survival), þ. e. þann tíma, sem það tekur líkam- ann að brjóta niður helming rauðu blóðkornanna. Byrjað er á að taka blóð úr sjúklingnum. Það er in- cuberað með geislakrómi (Cr’1) sem binzt í rauðu blóðkornin. Þau eru síðan skoluð úr fysiologísku saltvatni og dælt aftur inní blóð- rás sjúklingsins. Eftir það eru tekin blóðsýni daglega í 10 daga. Geislamagnið í þessum prufum fer stöðugt lækkandi. Þessi lækk- un stafar af fækkun merktra rauðra blóðkorna í blóðrásinni. Því örar, sem þau eru tekin úr um- ferð og brotin niður því styttri er helmingunartíminn. Notið þið isotopa til lækninga? Já. Við höfum notað geislaphos- phor (Pu) við meðferð á poly- cythœmia vera og geislajoð (I'31) við meðferð á thyreotoxicosis. Báðar þessar aðferðir höfðu verið notaðar hér á landi áður en þessi stofnun tók til starfa. Við höfum verið fremur íhalds- samir við notkun geislajoðs við thyreotoxicosis eins og flestir. Gefum ekki therapeutiskan skammt yngra fólki en fertugu og þá helzt ekki nema eitthvað mæli gegn operation. Sumir setja ald- urstakmörkin allt niður í 20 ár. Menn eru sammála um, að gravi- ditas sé alger contraindication gegn geislajoðmeðferð. Er veruleg geislahœtta við þau prój, sem þiö gerið? Utreikningur á geislun þeirri, sem sjúklingur verður fyrir við geislaisotopa próf er mjög flók- inn og erfitt er að bera saman geislunina frá einu prófi til ann- ars. Ekki er nóg að bera saman heildargeislunina, sem stafar frá isotopunum, sem sjúklingurinn fær, heldur þarf líka að taka tillit til hvaða líffæri verða fyrir geisl- uninni þ.e.a.s. dreyfingu isotops- ins í líkamanum. Sum líffæri eru viðkvæmari fyrir geislun en önn- ur. Tauga-, vöðva- og skjaldkirtil- vefir þola geislun tiltölulega vel, en blóðmergurinn og kynkirtlarn- ir eru viðkvæmustu líffærin. Einingin, sem notuð er við út- reikninga á þeirri geislun, sem vefir verða fyrir, er rad (1 rad — absorberuð geislaorka, sem svarar til 100 erg/gram af vef). Það prófið, sem gefur mesta geislun er joðpróf á skjaldkirtl- inum, 28 rads. Schillings próf gefur 0.4 rads og fituabsorptions- prófið gefur 0.1 rads. Röntgen- mynd af lungum gefur 0.6 rads. á húðina. Af þessu má sjá, að prófið á skjaldkirtlinum gefur mesta geislun, en hún fer að lang- mestu leyti í kirtilvefinn sjálfan, en hann þolir geislun tiltölulega vel. Það má heita öruggt, að við öll venjuleg geislaisotopapróf sé hættan af geislun hverfandi lítil. 1 pathologiu. Hversu stór verða þessi æxli, á stærð við kríuegg eða kannski hænuegg? Ætli þau séu ekki á stærð við páska- egg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.