Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.12.1962, Blaðsíða 38
38 LÆKNANEMINN fyrr er getið, segir frá því, að á því herrans ári 1505 hafi The Corporation of Edinburgh Surge- ons & Barbers aðeins fengið frá hinu opinbera líkama eins afbrota- manns (hver hafði auðvitað áður verið sviptur lífi í nafni laga og réttar) pr. ár til líkskurðar. Þetta var auðvitað vísindalega séð alls- endis ófullnægjandi og árið 1752 var reynt að bæta úr þessu á Stóra-Bretlandi með því að skipa svo fyrir, að allir morðingjar skyldu eftir hengingu að lögum teknir í þjónustu vísindanna. En þetta reyndist bara pappírsbót. Ættingjar ógæfumannanna höfðu flesta skrokkana úr hendi vísind- anna með þráa sínum, enda reyndu þeir það, að hengingartæknin var oft æði ófullkomin, afbrotamenn- irnir því stundum með lífsmarki, þegar þeir voru teknir niður og mátti koma þeim fyllilega til lífsins, ef vel var hjúkrað. Sú saga mun komin frá Þýzkalandi, að prófessorar og stúdentar, er sam- an voru komnir í líkskurðarstofu hafandi til vísindaiðkunar ný- hengdan stórglæpamann, uppgötv- uðu, að maðurinn var hreint ekki dauður. Var nú skotið á ráð- stefnu; áttu þeir nú að lífga manninn og láta hann halda áfram glæpamannsferli sínum — eða ekki? Niðurstaðan varð ,,eða ekki“ — og maðurinn þjónaði svo vísindunum sem til hafði verið ætlazt. írskir læknastúdentar á þessum gömlu og góðu dögum reyndu að bæta úr material skortinum með því að fara í kirkjugarðana. Að- ferðir þeirra voru annars mjög fá- fengilegar og með dæmalausum viðvaningsbrag. Þeir læðupokuð- ust um grafreitina, skjálfandi af hræðslu við varðmenn, sem þar kunnu að vera, grófu sig síðan niður að þeim, sem eigi voru löngu komnir undir græna torfu, klæddu síðan hinn látna í borgaraleg föt og gengu svo með hann um götur og stræti sem væru þeir að hjálpa heim einhverjum kollega sínum, er fengið hefði sér fullmikið neð- an í því. Þessi aðferð gafst mjög illa. Varðmennirnir stóðu sína pligt, svo að fyrir hvern einn kropp,sem stúdentarnir náðu,fóru tíu þeirra í steininn, svo vafalaust hefur próblemið um læknaskort- inn verið á næstu grösum þar sem annarsstaðar. Allmiklu meiri intelligéns lýsti sér í þeirri aðferð stúdentanna að fara með eina flösku af viský til hinna hrjáðu varðmanna hinna dauðu. Voru stúdentarnir þá held- ur ekki að gefa viskýið óblandað heldur létu í það opíumlögg, fóru svo sínu fram um öflun materials í þágu vísindanna meðan varð- inennirnir sváfu svefni hins rang- láta væntanlega. Þessa aðferð notuðu írskir stúdentar m.a. árið 1760, er þeir unnu einstakt starf í þágu vísindanna eigandi þó í höggi við skammsýni samtíðar- innar í gervi vopnaðra varð- manna. Þeir björguðu þá írska risanum Cornelius McGraith frá því að glatast undir grænni torfu. Þökk sé þeirra framtakssemi trónar nú beinagrind hans á ana- tómísku safni í Dýflinni. —o— En auðvitað reyndust lækna- stúdentar á Stóra-Bretlandi alls- endis vanmegnugir að sjá læri- feðrum sínum fyrir materiali til líkskurðar, skorti til þess alla hugmyndaauðgi og úrræði sem vænta mátti. Fyrir því reis brátt upp stétt manna, sem Englending- urinn nefnir body-snatchers. Þessi stétt hafði alla aðstöðu til þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.