Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 15

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 15
LÆKNANEMINN 15 ið úr dýraríkinu, þ. e. kjöt, fisk- ur, mjólkurafurðir og mjólk. Sög- urnar bera það með sér, að land- nemarnir hafa yfirleitt gert ráð fyrir að stunda hér jöfnum hönd- um akuryrkju og búfjárrækt og af ýmsum fornum heimildum má sjá, að talsverð kornrækt hefur verið hér framan af öldum, en á 14. og 15. öld tekur henni mjög að hraka, því hagkvæmara þótti að kaupa það af Englendinum og Hansakaupmönnum, og selja þeim fisk á móti. Ennfremur mun veðr- áttan þá hafa verið tekin að spill- ast. Mér þykir sennilegt, að á þjóð- veldisöld hafi kornmatarneyzlan verið um 40 kg á mann. Það er því vafalítið, að saman fer hámark tíðni garða og lágmark í neyzlu kornmatar, sem jafngildir há- marki í neyzlu fæðu úr dýrarík- inu. En þó að fæðumagn úr dýra- ríkinu og tíðni garða fylgist að, þá er ekki sagt, að hið aukna tyggingarstarf sé megin ytri or- sökin til garða-myndunar. Við athugun á görðunum hef ég ekki getað sannfærzt um, að lögun og staðsetning þeirra væri ákjósan- leg til að styrkja kjálka eða góm fyrir átaki gegnum tennurnar. Ef miðað er við sama lokunarstig haussauma, er tannslit yfirleitt meira á körlum en konum. Bend- ir það til þess, að karlar vinni meira tyggingarstarf en konur, en tíðni garða er samt minni hjá þeim en konum. Ennfremur hef ég borið saman staðsetningu kjálka- garða og tannslit í sömu kjálkum og er oftast talsvert samræmi þar á milli, en allt of oft kemur þó fyrir áberandi ósamræmi, stór garður undan nær óslitnum tönn- um, en lítill eða enginn undan þeim tönnum, sem mikið eru slitnar. Oft er garður undan tönn, sem ígerð hefur verið kringum.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.