Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 21
LÆKNANBMINN 19 Frá ritstjórn Ný ritstjóm. Enn er ný ritstjórn tekin til starfa. Læknanemar þakka fráfarandi ritstjórn unnin störf, sem hún hefur rækt af samvizkusemi og vand- virkni. Það er von okkar, sem nú tökum við, að við reynumst vaxnir þessu starfi, sem okkur hefur verið falið. Hvert er hlutverk læknanematímarits ? Það er margþætt, en einna hæst liljóta að bera eftirtalin tvö atriði: annars vegar að auka áhuga á kennsluháttum og málefnum deildarinnar, hins vegar að vera æfinga- ritvöllur fyrir læknanema. Einnig hljóta félagsmál læknanema jafnan að vera ofarlega á baugi. Ljóst er, að í heild eru læknanemar ekki í síðri aðstöðu en kenn- arar til að benda á margt, sem betur má fara í kennslumálum. Enn- fremur leikur ekki á tveim tungum, að þessi mál ættu að skipa háan sess í umræðum þeirra, þar sem þau hljóta að vera einn höfuðþátt- urinn í tilvist þeirra. Þegar þetta er haft í huga, ætti það að þykja sjálfsagður hlutur, að læknanemar hefðu sama aðstöðurétt og kenn- arar til að móta kennslumál í deildinni. Reyndin er samt önnur. Hver er þá skýringin? Tveimur atriðum er einkum borið við. Annars vegar, að læknanemar hafi ekki yfir nægjanlegum upplýsingum að ráða, hins vegar, að þeir séu í deildinni miklu mun skemmri tíma en kennarar. Hvorttveggja er borið fram með nokkrum rétti. Hið fyrrnefnda þýðir þó ekki, að kennarar séu nokkru virkari í söfnun og dreifingu upplýs- inga um kennslumál en læknanemar. Þar eru báðir á sama báti. Um hið síðarnefnda varða sjónarmið annars eðlis og er þar m. a. komið að þörfinni fyrir meiri samfellu (continuiteti) í störfum beggja. Nokkuð vantar á, að læknanemar sýni nægilegan áhuga á að skrifa í eigið blað. Samt dylst engum gildi þess fyrir verðandi lækna, að þjálfa sig í skriflegri framsetningu skoðana sinna og þekkingar. Reynd- in hefur því orðið sú, að jafnan hefur verið leitað eftir efni út fyrir raðir læknanema og þá fyrst og fremst til lækna. Þannig hafa fengizt margar fróðlegar greinar, bæði fræðilegar og félagslegar, sem mikill fengur er í. Þ. D. B. Tillögur um verklega kennslu. Lækanemar hafa nýverið lagt fram tillögur um skipulagningu á verklegri kennslu í II. og III. hluta læknisfræði. Tvær nefndir störf- uðu að samningu þeirra í sept. s. 1. Fundur í Félagi læknanema hefur f jallað um tillögurnar, og munu þær nú liggja fyrir læknadeild til sam- þykktar eða synjunar. Meginefni tillagnanna eru kennsluskrár, þar sem gerð er tilraun til að skilgreina hið helzta, sem stúdentar geta lært á hverri deild. Yfirlæknar á viðkomandi deildum hafa verið með í ráðum og gefið ýmis hollráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.