Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 25

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 25
LÆKN ANEMINN 23 JÓN G. STEFÁNSSON, læknir: Notkun geðlyfja í lœknishéraði Á síðustu áratugum hafa verið gerðar víðtækar athuganir á tíðni og útbreiðslu geðsjúkdóma. Tómas Helgason (1964) hefur gert mjög ítarlega slika athugun hér á landi. Niðurstaða hans varð sú, að 9- 10% karla, en 17-19% kvenna, er næðu 61 árs aldri hefði liðið af taugaveiklun (neurosis), en 4,7% karla og 6,9% kvenna af meiri háttar geðveiki (psychosis). Shepherd og félagar (1964) könnuðu hve stór hluti sjúklinga almennra lækna í London væru greindir geðsjúkir á einu ári. Fundu þeir, að um 14% voru haldnir meiri eða minni geðtrufl- un. Flestir, eða um 9%, voru taugaveiklaðir, en aðeins 0,6% haldnir meiri háttar geðveiki. Helgi Þ. Valdimarsson og félag- ar (1969), er athuguðu tíðni sjúk- dóma í læknishéraði, töldu tauga- veiklun lang algengustu orsök læknisleitunar, eða hjá einum af hverjmn tíu sjúklingum. Líklegt er, að meiriháttar geð- sjúkdómar komi vel til skila í skráningu lækna. Einkenni þeirra eru oft áberandi og þeir tiltölulega fátíðir. Öðru máli gegnir um minni háttar geðkvilla. Þeir eru algengir og einkenni þeirra oft samfléttuð einkennum annarra sjúkdóma. I heilbrigðisskýrslum (1965) er gert ljóst, að þær gefi ekki hugmynd um raunverulega tíðni geðsjúk- dóma. Læknar beita oft geðlyfjum, þótt þeir telji ekki um geðsjúk- dóma að ræða. Notkunartíðni þeirra er því mun meiri en tíðni geðsjúkdóma, en engu að síður varpar hún nokkru ljósi á geð- heilsufar. Ég hef athugað notkim geðlyfja í Hvammstangahéraði frá 1. nóv. 1965 til 31. okt. 1967. Á þessu tveggja ára tímabili störfuðu 15 læknanemar og læknakandidat- ar í héraðinu lengri eða skemmri tíma. Er líklegt, að ávísun þeirra á geðlyf gefi allgóða mynd af því, hvemig ungir læknar beita þessum lyfjum í almennu læknisstarfi. Þann 1.12. 1965 voru íbúar hér- aðsins 1643. Er kyn- og aldurs- skipting þeirra sýnd á töflu 1. TAFLA l Aldurs- flokkur Konur Karlar Alls 0- 9 174 198 372 10-19 163 194 357 20-29 89 94 183 30-39 80 80 160 40—49 70 92 162 50-59 50 81 131 60-69 62 81 143 70 ogeldri 70 65 135 Samtals 758 885 1643 Geðlyfjum var skipt í 3 flokka: 1. Psychosedativa minor: róandi lyf án teljandi verkunar á meiriháttar geðveiki, einkum Valium, Librium og meproba- mat. 2. Psychosedativa major: róandi

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.