Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 43

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 43
LÆKNANEMINN 39 hefðbundinni fræðslu á Norður- löndum. Hin hraða framþróun í læknis- fræði milli heimsstyrjalda og allt til þessa dags hef ir leitt til æ meiri sérhæfingar innan hennar og sér- greinum hefir fjölgað jafnt og þétt, því að ekki er lengur á færi eins manns að hafa handbæra alla þekkingu í greininni. Því virðast nú lítil takmörk sett, hver f jöldi sér- greina getur orðið. Þessi sérhæf- ing hefir leitt til mjög mikillar tæknilegrar fullkomnunar á viss- um sviðum. Um leið stefndi, að minnsta kosti um tíma, að vaxandi einangrun sérgreina og tilhneig- ingu til þess að skipta sjúklingn- um í sérsvið, án tillits til heildar- innar. Á síðustu árum hefur þessi þróun þó breytzt mikið í þá átt, að sérfræðingar hafa tekið upp hópsamvinnu um lausn á lækn- isfræðilegum ráðgátum. Við sérhæfinguna og stéttarlega upphafningu sérfræðinganna, hef- ir staðall hins almenna læknis lækkað svo mjög, að til auðnar horfir í þeirri stétt. Þessi þróun, sem stefnir í sömu átt. og önnur tækniþróun, leiðir fyrr eða síðar til algjörrar sjálfvirkni, „auto- matizationar“, og þar með er lækn- isfræðin í þeirri mynd, sem hún hefir verið í allt frá dögum Hippo- kratesar, úr sögunni. Á síðari ár- um hafa nokkrir tilburðir verið hafðir í frammi til að snúa þessari þróun við eða tefja fyrir henni, eins og áður er sagt. Tæknilegar framfarir, sem orðið hafa í einni sérgrein, hafa komið annarri til góða, og meginreglur, sem lagðar hafa verið í einni grein, hafa reynzt eiga við í öðrum. Má þar til dæmis nefna vökvameðferð, „atraumat- iska“ meðferð vefja og líffæra- flutninga, svo nokkuð sé nefnt. Nú virðist fremur stefnt í þá átt, að skerða sjálfstæði þröngra sér- greina, og að þær verði sprotar af stærri greinum á hinum stóra meiði læknisfræðinnar. Hvað viðvíkur hinum almenna lækni, þá virðist hann vera hinn rétti tengiliður milh sjúklinga og sérfræðingahópa og getur að minnsta kosti í dag leyst allflest dagleg vandamál sjúklingsins. Eigi hann að valda þessu verkefni svo vel sé, þarf hann einnig á fram- haldsmenntun að halda, en enn eru menn ekki á eitt sáttir hvernig henni sé bezt hagað. Segja má þá, að hinn almenni læknir verði sér- fræðingur í vinnuaðferðinni al- mennar lækningar, og gæti svo far- ið, að fleiri hliðstæðar aðferðasér- greinar ættu eftir að sjá dagsins Ijós, t.d. við samhæfingu tækni og læknisfræði, svo sem læknisfræði- leg vandamál geimferða o.s.frv. Þannig virðast möguleikar á sér- greinavali ótæmandi. Hitt er svo annað mál, hvað þörf er fyrir og hvað raunhæft er í dvergþjóðfélagi eins og hér á Islandi. Samkvæmt síðustu skýrslum frá Landlæknisembættinu, hafa 390 læknar lækningaleyfi á íslandi. Af þeim eru 166 sérfræðingar, flestir í handlækningum eða skildum greinum. Ekki eru til neinar tölur um það, hver fjöldi sérfræðinga þarf að vera í ákveðnum sérgrein- irm, enda hlýtur það að fara eftir þjóðfélagslegum aðstæðum á hverj- um stað. Hitt er svo staðreynd, að um leið og þjónustan er fyrir hendi skapast kröfur og fara yfir- leitt vaxandi með bættri þjónustu. í vissum tilvikum getur þó þörfin minnkað við það, að vanrækt til- felli fá meðferð og önnur koma ekki í staðinn. Má þar nefna sem dæmi handlæknismeðferð á lungna- berklum, sem mikil þörf var á fyr- ir um áratug síðan, en minnkaði

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.