Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 43
LÆKNANEMINN 39 hefðbundinni fræðslu á Norður- löndum. Hin hraða framþróun í læknis- fræði milli heimsstyrjalda og allt til þessa dags hef ir leitt til æ meiri sérhæfingar innan hennar og sér- greinum hefir fjölgað jafnt og þétt, því að ekki er lengur á færi eins manns að hafa handbæra alla þekkingu í greininni. Því virðast nú lítil takmörk sett, hver f jöldi sér- greina getur orðið. Þessi sérhæf- ing hefir leitt til mjög mikillar tæknilegrar fullkomnunar á viss- um sviðum. Um leið stefndi, að minnsta kosti um tíma, að vaxandi einangrun sérgreina og tilhneig- ingu til þess að skipta sjúklingn- um í sérsvið, án tillits til heildar- innar. Á síðustu árum hefur þessi þróun þó breytzt mikið í þá átt, að sérfræðingar hafa tekið upp hópsamvinnu um lausn á lækn- isfræðilegum ráðgátum. Við sérhæfinguna og stéttarlega upphafningu sérfræðinganna, hef- ir staðall hins almenna læknis lækkað svo mjög, að til auðnar horfir í þeirri stétt. Þessi þróun, sem stefnir í sömu átt. og önnur tækniþróun, leiðir fyrr eða síðar til algjörrar sjálfvirkni, „auto- matizationar“, og þar með er lækn- isfræðin í þeirri mynd, sem hún hefir verið í allt frá dögum Hippo- kratesar, úr sögunni. Á síðari ár- um hafa nokkrir tilburðir verið hafðir í frammi til að snúa þessari þróun við eða tefja fyrir henni, eins og áður er sagt. Tæknilegar framfarir, sem orðið hafa í einni sérgrein, hafa komið annarri til góða, og meginreglur, sem lagðar hafa verið í einni grein, hafa reynzt eiga við í öðrum. Má þar til dæmis nefna vökvameðferð, „atraumat- iska“ meðferð vefja og líffæra- flutninga, svo nokkuð sé nefnt. Nú virðist fremur stefnt í þá átt, að skerða sjálfstæði þröngra sér- greina, og að þær verði sprotar af stærri greinum á hinum stóra meiði læknisfræðinnar. Hvað viðvíkur hinum almenna lækni, þá virðist hann vera hinn rétti tengiliður milh sjúklinga og sérfræðingahópa og getur að minnsta kosti í dag leyst allflest dagleg vandamál sjúklingsins. Eigi hann að valda þessu verkefni svo vel sé, þarf hann einnig á fram- haldsmenntun að halda, en enn eru menn ekki á eitt sáttir hvernig henni sé bezt hagað. Segja má þá, að hinn almenni læknir verði sér- fræðingur í vinnuaðferðinni al- mennar lækningar, og gæti svo far- ið, að fleiri hliðstæðar aðferðasér- greinar ættu eftir að sjá dagsins Ijós, t.d. við samhæfingu tækni og læknisfræði, svo sem læknisfræði- leg vandamál geimferða o.s.frv. Þannig virðast möguleikar á sér- greinavali ótæmandi. Hitt er svo annað mál, hvað þörf er fyrir og hvað raunhæft er í dvergþjóðfélagi eins og hér á Islandi. Samkvæmt síðustu skýrslum frá Landlæknisembættinu, hafa 390 læknar lækningaleyfi á íslandi. Af þeim eru 166 sérfræðingar, flestir í handlækningum eða skildum greinum. Ekki eru til neinar tölur um það, hver fjöldi sérfræðinga þarf að vera í ákveðnum sérgrein- irm, enda hlýtur það að fara eftir þjóðfélagslegum aðstæðum á hverj- um stað. Hitt er svo staðreynd, að um leið og þjónustan er fyrir hendi skapast kröfur og fara yfir- leitt vaxandi með bættri þjónustu. í vissum tilvikum getur þó þörfin minnkað við það, að vanrækt til- felli fá meðferð og önnur koma ekki í staðinn. Má þar nefna sem dæmi handlæknismeðferð á lungna- berklum, sem mikil þörf var á fyr- ir um áratug síðan, en minnkaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.