Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Side 60

Læknaneminn - 01.11.1969, Side 60
52 LÆKN ANEMINN magamyndavél er minna notuð, og sumsstaðar var hlaupið yfir það stig og tekið strax upp tref jaglers- áhald með myndavél. Þróun þessara tækja mun ekki stöðnuð, því nýtt tæki er nú á markaðnum og þykir gefa góða raun. Þetta er svipað því, sem lýst er að ofan, en bætt við mjóu slíðri fyrir gorm-töng, sem gerir notanda kleift að klípa vefjasýnishorn úr grunsamlegri slímhúð. Með sama áhaldi hefur verið notuð sú aðferð við frumuskoðun, að sprauta vökva af miklum krafti á grunsamlegan stað til þess að fá betri flögnun á frumum til rannsóknar. Rétt er að nefna eitt tækið ennþá: tref jaglersáhald til spegl- unar á vélinda. Vélindisspeglun er mikilvæg rannsóknaraðferð, sem ekki er gerð nema í brýnustu nauðsyn vegna þess, hve óþægileg hún er fyrir sjúklinginn. Með þessu nýja tæki verður rannsóknin óþæg- indalítil og hættuminni, og því mögulegt að nota hana mun oftar. Hér á Islandi var byrjað að nota Gastrocamera í október 1966. Fyrstu tækin voru gefin af Kiwanis-klúbbunum í Reykjavík, en síðan hafa fleiri tæki bætzt við, GTF-A kom 1967, og hafa þessi tæki verið notuð allmikið á spítöl- um og utan, og skoðaðir nokkuð á annað þúsund sjúklingar. Því miður liggja ekki fyrir nið- urstöður skoðana hérlendis, en uppgjör á þeim er í undirbúningi og kemur vonandi fram áður en langt um líður. Það, sem sagt verður hér á eftir um notagildi magaspeglunar og Ijósmjmdunar, byggir því á niðurstöðum annarra ásamt reynslu okkar. Ástæður til magaspeglunar. Ástæða til magaspeglunar og/ eða ljósmyndunar er fyrst og fremst fyrir hendi, þegar niður- staða röntgenskoðunar er óákveð- in. Rannsóknin kemur ekki í stað röntgenskoðunar, og er notuð sem viðaukarannsókn. Sagt hefur ver- ið, að notagildi magaspeglunar á hverjum spítala sé í öfugu hlut- falli við hæfni röntgendeildarinnar á sama stað. Með jafnmiklum rétti mætti segja, að þörf fyrir maga- speglun aukist, ef röntgenlæknir- inn og aðrir hafa grunsemdir um magakrabba ofarlega í huga. Tíðni magakrabbans gerir það hugarfar eðlilegt og nauðsynlegt hér á landi, og þessvegna er meiri ástæða til að notfæra sér þessa tækni hér en víða í nágrannalöndunum. Hér á eftir eru taldar upp nokkr- ar ástæður til magaspeglunar og ljósmyndunar: a) Röntgenskoðun jákvæð. 1) Til staðfestingar eða útilok- unar á grun, sem röntgen- skoðun gefur, t.d. um sepa, vafasaman ,,defect“ eða slímhúðaróreglu, sem gæti gefið krabbamein til kynna. 2) Til ákvörðunar á útbreiðslu krabbameins. 3) Til mats á magasári, hvort það sé illkynja eða góð- kynja. 4) Til að fá ljósmynd til geymslu og síðari nota, við samanburð, kennslu o.s.frv. b) Röntgenskoðun neikvæð. Allstór hópur sjúklinga hefur verulegar kvartanir frá maga án þess, að nokkuð sjáist at- hugavert við röntgenskoðun. Flestir þessara sjúklinga hafa starfræna truflun, en þó má hjá sumum þeirra finna vef- rænan sjúkdóm við ljósmynd- un. Við skoðun með maga-

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.