Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.11.1969, Blaðsíða 60
52 LÆKN ANEMINN magamyndavél er minna notuð, og sumsstaðar var hlaupið yfir það stig og tekið strax upp tref jaglers- áhald með myndavél. Þróun þessara tækja mun ekki stöðnuð, því nýtt tæki er nú á markaðnum og þykir gefa góða raun. Þetta er svipað því, sem lýst er að ofan, en bætt við mjóu slíðri fyrir gorm-töng, sem gerir notanda kleift að klípa vefjasýnishorn úr grunsamlegri slímhúð. Með sama áhaldi hefur verið notuð sú aðferð við frumuskoðun, að sprauta vökva af miklum krafti á grunsamlegan stað til þess að fá betri flögnun á frumum til rannsóknar. Rétt er að nefna eitt tækið ennþá: tref jaglersáhald til spegl- unar á vélinda. Vélindisspeglun er mikilvæg rannsóknaraðferð, sem ekki er gerð nema í brýnustu nauðsyn vegna þess, hve óþægileg hún er fyrir sjúklinginn. Með þessu nýja tæki verður rannsóknin óþæg- indalítil og hættuminni, og því mögulegt að nota hana mun oftar. Hér á Islandi var byrjað að nota Gastrocamera í október 1966. Fyrstu tækin voru gefin af Kiwanis-klúbbunum í Reykjavík, en síðan hafa fleiri tæki bætzt við, GTF-A kom 1967, og hafa þessi tæki verið notuð allmikið á spítöl- um og utan, og skoðaðir nokkuð á annað þúsund sjúklingar. Því miður liggja ekki fyrir nið- urstöður skoðana hérlendis, en uppgjör á þeim er í undirbúningi og kemur vonandi fram áður en langt um líður. Það, sem sagt verður hér á eftir um notagildi magaspeglunar og Ijósmjmdunar, byggir því á niðurstöðum annarra ásamt reynslu okkar. Ástæður til magaspeglunar. Ástæða til magaspeglunar og/ eða ljósmyndunar er fyrst og fremst fyrir hendi, þegar niður- staða röntgenskoðunar er óákveð- in. Rannsóknin kemur ekki í stað röntgenskoðunar, og er notuð sem viðaukarannsókn. Sagt hefur ver- ið, að notagildi magaspeglunar á hverjum spítala sé í öfugu hlut- falli við hæfni röntgendeildarinnar á sama stað. Með jafnmiklum rétti mætti segja, að þörf fyrir maga- speglun aukist, ef röntgenlæknir- inn og aðrir hafa grunsemdir um magakrabba ofarlega í huga. Tíðni magakrabbans gerir það hugarfar eðlilegt og nauðsynlegt hér á landi, og þessvegna er meiri ástæða til að notfæra sér þessa tækni hér en víða í nágrannalöndunum. Hér á eftir eru taldar upp nokkr- ar ástæður til magaspeglunar og ljósmyndunar: a) Röntgenskoðun jákvæð. 1) Til staðfestingar eða útilok- unar á grun, sem röntgen- skoðun gefur, t.d. um sepa, vafasaman ,,defect“ eða slímhúðaróreglu, sem gæti gefið krabbamein til kynna. 2) Til ákvörðunar á útbreiðslu krabbameins. 3) Til mats á magasári, hvort það sé illkynja eða góð- kynja. 4) Til að fá ljósmynd til geymslu og síðari nota, við samanburð, kennslu o.s.frv. b) Röntgenskoðun neikvæð. Allstór hópur sjúklinga hefur verulegar kvartanir frá maga án þess, að nokkuð sjáist at- hugavert við röntgenskoðun. Flestir þessara sjúklinga hafa starfræna truflun, en þó má hjá sumum þeirra finna vef- rænan sjúkdóm við ljósmynd- un. Við skoðun með maga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.