Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 65

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 65
LÆKN ANEMINN 57 18. ÞING IFM8A. Dagana 18.-31. ágúst s.l. var háð 18. þing IFMSA. Að þessu sinni var það haldið í ísrael, í hinni helgu borg Jerúsalem. 1 nýju glæsilegu háskólahverfi Hebreska háskólans, þar sem stúdentar eru um 10.000, glímdu 44 læknanemar frá 18 þjóðum við lausn þeirra viðfangsefna, er fyrir þinginu lágu. Það, sem setti svip sinn á þetta þing, voru ann- ars vegar harðar deilur um IFMSA, starf og stefnu, en hins vegar f jarvera fulltrúa allmargra aðildarlanda. Nokkrum mánuðum fyrr höfðu New Hadassah-Hebrew University Medical Centre, Jerúsalem. læknanemafélög í Efnahagsbandalagslöndunum komið saman til fxmd- ar og ákveðið að gerast aukameðlimir í IFMSA, en auka í þess stað samskipti sín á milli. Voru því aðeins mættir fulltrúar frá Italíu og Luxemburg á þessu þingi og það sem aukaaðilar, þ.e. höfðu ekki at- kvæðisrétt. Einnig var eina Arabalandið, Líbanon, fjarverandi vegna vals á fundarstað. Fyrstu dagana var starfað í 4 nefndum, en þar eð fundir voru samtímis í tveimur, valdi ég menntamálanefnd og stefnuskrárnefnd. Varð ég fyrir nokkrum vonbrigðum með, hvað lítið hafði verið starfað að menntamálum á síðasta ári, en þar er fjárskorti mest um að kenna eins og svo víða. Meðal verkefna, sem ekki reyndist unnt að ráðast í á síðasta starfsári, er könnun á inntöku í læknadeildir. 1 stefnuskrárnefnd var gengið frá uppkasti að nýrri stefnuskrá og stofn- skrá IFMSA. Er þar m.a. gert ráð fyrir svæðaskiptingu eftir heims- álfum. Að nefndarstörfum loknum hófst þinghaldið. Kom brátt í ljós, að djúpstæður ágreiningur er innan IFMSA. Fram til þessa hafa sam- tökin nær eingöngu starfað að mennta- og hagsmunamálum, reyndar einnig lítillega að mannúðarmálum, en aldrei blandað sér í pólitík. Á síðari árum hefur í kjölfar andófs stúdenta víða um heim, komið fram

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.