Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Page 70

Læknaneminn - 01.11.1969, Page 70
60 LÆKNANEMINN SIGMUNDUR SIGFÚSSON, stud. med.: Norrœn tengsl í Stokkhólmi Dagana 10. til 12. október síðastliðinn voru haldnir í Stokkhólmi fundir í tvennum norrænum samtökum, sem íslenzkir læknanemar eiga aðild að. Annars vegar var þriðji fulltrúafundur Norræna læknanema- ráðsins (Nordisk Medicinarrád, NM) og hins vegar þriðji fræðslufund- ur og aðalfundur Norræna læknakennslusambandsins (Nordisk Federa- tion för Medicinsk Undervisning, NFMU). Fulltrúi Félags læknanema á fundum þessum var Sigmundur Sigfússon (II. hluta). Fulltrúi Lækna- deildar H. 1. á fundum kennslusambandsins var Jónas Hallgrímsson dósent, sem tók sæti íslands í stjórn þess í stað próf. Tómasar Helga- sonar. Á fundi fulltrúa norrænu læknanemafélaganna var m. a. fjallað um aukningu námslýðræðis við norrænu læknadeildirnar, útgáfu- starfsemi læknanema og upplýsingadreifingu meðal stúdenta við ólíkar læknadeildir, menntun læknanema til starfa að verkefnum í þróunarlöndunum og störf og áætlanir Svíanna þar að lútandi. Einna merkust var þó samþykkt um að reyna, að breyta NM úr einberum rabbsamtökum (,,ett kontaktorgan, som bara organiserar prat- möter“) í samtök, sem starfa á virkan hátt að ákveðnum verkefn- um. I þessu skyni voru nýkjörnum aðalritara NM, dönskum, fengnir 4 ritarar frá hinum löndunum (nationale sekretarare) honum til fulltingis. Mauri Johansson, bráðlega cand. med., sem verið hefur eins konar U Thant norrænna læknanema undanfarin ár, lét þarna af störfum aðalritara NM og stjórnarmanns í NFMU. Er nokkur eftirsjá að þessum áhugasama og viðfelldna náunga. Hann reyndist heppilegur tengiliður milli norrænu læknanemafélaganna fimmtán, m. a. vegna góðrar kunnáttu sinnar í finnsku, sænsku og dönsku. Mauri kom til íslands í ágúst 1968 á mót Norræna sumarháskólans. Ræddi hann þá við nokkra framámenn í F. L., sem buðu honum í Naustið og Klúbbinn. Á Stokkhólmsfundinum voru honum þökkuð störf í þágu norrænna læknanema. Töluverðrar gagnrýni gætti engu að síð- ur á lítt virka starfsháttu NM þessi fyrstu tvö ár, einkum af hálfu norsku og finnsku stúdentanna. Unphaflegur grundvöllur Norræna læknanemaráðsins var reyndar aðallega þörfin, sem þótti á. að nor- rænir læknastúdentar kæmu fram með nokkuð samræmd sjónarmið á fundum NFMU eftir umræður í sínum hóp. NM var einnig ætlað að velja einn fulltrúa norrænna læknanema, í siö manna stiórn lækna- kennsíusambandsins. Nefna ber ennfremur, að NFMU styrkir NM fjár- hagslega að verulegu leyti. Nú þótti sem sagt full ástæða til að víkka starfsvið NM út, fara að sinna meir sjálfstæðum verkefnum, láta ekki

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.