Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 70

Læknaneminn - 01.11.1969, Síða 70
60 LÆKNANEMINN SIGMUNDUR SIGFÚSSON, stud. med.: Norrœn tengsl í Stokkhólmi Dagana 10. til 12. október síðastliðinn voru haldnir í Stokkhólmi fundir í tvennum norrænum samtökum, sem íslenzkir læknanemar eiga aðild að. Annars vegar var þriðji fulltrúafundur Norræna læknanema- ráðsins (Nordisk Medicinarrád, NM) og hins vegar þriðji fræðslufund- ur og aðalfundur Norræna læknakennslusambandsins (Nordisk Federa- tion för Medicinsk Undervisning, NFMU). Fulltrúi Félags læknanema á fundum þessum var Sigmundur Sigfússon (II. hluta). Fulltrúi Lækna- deildar H. 1. á fundum kennslusambandsins var Jónas Hallgrímsson dósent, sem tók sæti íslands í stjórn þess í stað próf. Tómasar Helga- sonar. Á fundi fulltrúa norrænu læknanemafélaganna var m. a. fjallað um aukningu námslýðræðis við norrænu læknadeildirnar, útgáfu- starfsemi læknanema og upplýsingadreifingu meðal stúdenta við ólíkar læknadeildir, menntun læknanema til starfa að verkefnum í þróunarlöndunum og störf og áætlanir Svíanna þar að lútandi. Einna merkust var þó samþykkt um að reyna, að breyta NM úr einberum rabbsamtökum (,,ett kontaktorgan, som bara organiserar prat- möter“) í samtök, sem starfa á virkan hátt að ákveðnum verkefn- um. I þessu skyni voru nýkjörnum aðalritara NM, dönskum, fengnir 4 ritarar frá hinum löndunum (nationale sekretarare) honum til fulltingis. Mauri Johansson, bráðlega cand. med., sem verið hefur eins konar U Thant norrænna læknanema undanfarin ár, lét þarna af störfum aðalritara NM og stjórnarmanns í NFMU. Er nokkur eftirsjá að þessum áhugasama og viðfelldna náunga. Hann reyndist heppilegur tengiliður milli norrænu læknanemafélaganna fimmtán, m. a. vegna góðrar kunnáttu sinnar í finnsku, sænsku og dönsku. Mauri kom til íslands í ágúst 1968 á mót Norræna sumarháskólans. Ræddi hann þá við nokkra framámenn í F. L., sem buðu honum í Naustið og Klúbbinn. Á Stokkhólmsfundinum voru honum þökkuð störf í þágu norrænna læknanema. Töluverðrar gagnrýni gætti engu að síð- ur á lítt virka starfsháttu NM þessi fyrstu tvö ár, einkum af hálfu norsku og finnsku stúdentanna. Unphaflegur grundvöllur Norræna læknanemaráðsins var reyndar aðallega þörfin, sem þótti á. að nor- rænir læknastúdentar kæmu fram með nokkuð samræmd sjónarmið á fundum NFMU eftir umræður í sínum hóp. NM var einnig ætlað að velja einn fulltrúa norrænna læknanema, í siö manna stiórn lækna- kennsíusambandsins. Nefna ber ennfremur, að NFMU styrkir NM fjár- hagslega að verulegu leyti. Nú þótti sem sagt full ástæða til að víkka starfsvið NM út, fara að sinna meir sjálfstæðum verkefnum, láta ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.