Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 11
rannsaka sullaveikina og skrifaði bók8 um rann- sóknir sínar og var hún prentuð 1865. Þar segir á bls. 47: „I efteraaret 1862 sendte distriktslæge Fin- sen i Ofjord mig et glas med bændelorme, som han havde fundet i en ung Hund hvilken han nogle maaneder i forvejen havde fodret med echinococcus udtömt fra et menneske ved operation efter den Recamierske metode. Disse bændelorme fandt jeg at være taenia cucumerina, men i det samme glas fandtes tillige et modent led af taenia echinococcus. Da han dengang ikke kendte denne lille bændelorm, er det rimeligt ?t han har overset den; men det kan næppe være tvivlsomt at den har været der, da han ikke paa det tidspunkt havde undersögt nogen anden hund hvorfra den tilfældigt kunne være komm- et i glasset“. Síðar gerði svo Finsen og Krabbe samskonar til- raun á fimm hundum og sannaðist þá að fullu, að taenia echinococcus og sullur í mönnum var sama dýrið. Krabb'e krufði 100 hunda á Islandi ársgamla og eldri og fann taenia echinococcus í 28 þeirra og aragrúa af orminum í sumum. Var nú að fullu ljóst hvernig menn og fé sýktust af sullum. Taenia echinococcus lifir ofarlega í mjógirni hunda. Hún er örlítil, 4-5 mm á lengd, hefur 3-4 liði aftan við hausinn, en á honum eru fjórar sog- skálar og tveir hakakransar. Þegar aftasti liðurinn hefur náð fullum þroska, er í honum 500-800 egg. Utan um hvert egg er himna en innan í því fóstur — oncosphera -. Komist egg niður í mann, sauðkind, svín eða nautgrip, meltist himnan, oncospheran gref- ur sig inn í slímhúð þarmanna og kemst inn í bláæð. Hjá mönnum staðnæmist hún langoftast í háræðum lifrarinnar, en fyrir kemur, að hún strandar í lunga. Komist hún í gegnum háræðakerfi lungnanna, get- ur hún borist hvert sem er um líkamann. Þegar oncospheran er sest að, byrjar hún að vaxa og verður að vökvafylltri blöðru. Blaðran er gerð ur tveimur lögum, hið ytra er kitinkennt, hið innra er frumulag. 1 frumulaginu myndast svo nýjar blöðr- ur með bandormshausum. Eti hundur sull, meltist blaðran, en hausinn festist í slímhúð garnanna og hringferðinni er lokið. Til er líka önnur þróun á sullum. Setjum svo, að sullur springi og innihaldið fari t. d. inn í kviðar- hol. Hausarnir festast þá í lífhimnu en nú verða þeir ekki að bandormum heldur blása þeir út og mynda nýja sulli, sem vaxa svo öldungis á sama hátt og sá, sem spratt af oncospherunni. Þennan veg getur myndast sullager — echinococcosis —. Á 7. tug 19. aldar var mikið af hundum á íslandi. Krabbe8 telur, að þeir hafi verið 15-20 þúsund, en íbúar landsins um 70 þúsund. Flest ef ekki allt roskið sauðfé og nautgripir voru með sulli og var búpeningur raunar líka sýktur af tveimur öðrum sullum, sem ekki þrífast í mönnum, cysticercus tenuicollis og c. coenurus. Og ekki skorti hunda sullaætið, sollin líffæri þóttu ekki mannamat- ur og var þeim fleygt fyrir hundana. Var engan að sakfella fyrir það meðan ekki var þekkt lífshlaup sullsins. Að sullasýking hafi verið útbreidd hér á landi fyrr á tíð, á því leikur enginn vafi. Ekki er hægt að segja með neinni vissu hve algeng hún hefur verið. Hafa ýmsir reynt að gera sér hugmyndir um útbreiðsluna en allt eru það getgátur. Guðmundur Magnússon3 telur, að 1918 hafi fjöldi sullsjúklinga verið um það bil 4%e af þjóðinni. Þessa tölu byggir hann á ágiskunum Jónassen’s (1882),° en hann segir að í 12 héruðum utan Reykjavíkur með 7382 íbúa hafi verið 121 sulla- veikur eða um það bil 16,4%e. í Reykjavík voru þá 2600 íbúar og þar var aðeins einn maður sulla- veikur. 1 skýrslum lækna um sullaveika á öllu landinu, voru taldir fram 235 sjl. árið 1896, en þá voru lands- búar 74 þúsund, en 68 sjl. árið 1911, en þá var fólksfjöldinn 85 þúsund. Hefði fólkinu ekkert fjölg- að frá 1896 hefði sjúklingafjöldinn 1911 átt að vera 59 eða fjórðungur þess, sem talinn er 1896, að til- tölu við fólksfjölda. Guðmundur Magnússon3 telur að þær tölur, sem læknar nefna í skýrslum sínum séu of lágar, en ætla má, að hlutfallstölurnar séu réttar, að fjórurn sinn- um færri sjúklingar séu 1911 en voru 1896. Að mati Jónassen’s voru sullsj úklingar 16,4%o af íbúum landsins árið 1882. Eftir framtölum lækna 1896 voru þeir 3,2%o en 1911 voru þeir 0,8%o eða tuttugu sinnum færri en 1882. Þó að þessar tölur séu of lágar þá má ætla, að þær séu sambærilegar, læknaneminn 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.