Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 51

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 51
Um ensím til sjúkdómsgreimngar Hróðmar Helgason, lœknanemi Alkaliskur fosfatasi (AF) Alkalískur fosfatasi (o-phosphoric monoester phosphohydrolase) er ensím sem er að finna í ýms- um vefjum líkamans. Það aktífitet eða virkni sem mælist í serum, er í raun það heildarmagn sem hin ýmsu líffæri mynda. Sérstaklega ber þó að nefna bein og lifur sem aðalmyndunarstaði, þótt umtalsvert magn myndist einnig í slímhúð meltingarvegar, rauðum blóðkornum, milta, nýrum og fylgju. Ekki er nákvæmlega vitað hvert hlutverk AF er í þessum vefjum, en þó er þeim það sameiginlegt að þar fer fram mikill flutningur ýmissa efna og efnasambanda. Hafa verið leiddar líkur að því að AF taki ein- hvern þátt í þeim ferlum sem þar liggja að baki. I lifur myndast ensímið í epitelfrumum gallganga (cholangiocytar). Aður var talið að AF myndaðist etngöngu í osteoblöstum, sem losuðu svo ensímið út í blóðrásina og síðan væri það skilið út með galli. Mælingar með rafdrætti og öðrum biokemískum rannsóknum hafa hins vegar leitt í Ijós, að um er að ræða nokkur mismunandi ísóensím sem koma frá hinum ýmsu myndunarstöðum. í beinum myndast AF i osteoblöstum og er líklegt að þar gegni ensím- ið veigamiklu hlutverki við beinmyndun. Hydro- lyserar AF þar lífræn fosföt og eykur þannig fram- boð á ólífrænu fosfati, þannig að hydroxyapatít (Cxo (P04)6 (0H)2) getur fallið út sem litlir kristall- flr í beinamatrixinu. I fylgju er talið að ensímið rnyndist í trophoblast hluta fylgjunnar. Mæling á AF er kínetísk og er mæld virkni ensímsins með því að láta viðkomandi serum saman við substrat t. d. p-nitrófenylfosfat. Síðan er mælt hve mörg m Mól af p-nítrófenóli myndast á tíma- einingu, venjulega % eða 1 klst. Aðferð sem kennd er við Bessey-Lowry-Brock notar sem einingu það þegar eitt m Mól af p-nitrófenóli losnar á % klst við hitastig 37°C og pH = 9,8-10,1. Normalgildi þegar þessi aðferð er notuð er 1,0 - 2,5 ein. All- margar aðferðir eru til og eru þær í grundvallar- atriðum eins en nota mismunandi substrat, hitastig eða pH. Helstu eru: Bodansky Ng 1,5-4 ein, King- Armstrong Ng 3-13 ein, Shinowara-Jones-Reinhart Ng 2,2-6,5 ein/lOOml. Nú eru mest notuð siálfvirk mælitæki sem gefa upp alþjóðlegar einingar per ml. Normalgildi þar er 40-120 alþj. millieinincar ner ml. Klínískt notagilili Þegar sjúkdómar fara að herja á þau líffæri sem AF myndast í, brenglast bæði myndun og útskilnað- ur ensímsins. Langoftast veldur það aukinni virkni ensímsins i serum og er minnkuð virkni því sem næst óþekkt. Þó ber að nefna sjaldgæfan arfgengan efnaskiptagalla, hypophasphatasia. Þar er um að ræða hækkun á Ca++ í serum en eðlilegt fosfat. Annað sjúkdómsástand sem stundum veldur lækkun á AF er langvarandi krónískur næringarskortur. Lifrarsj úkdómar Við stíflugulu (extrahepatic biliary obstruction) t. d. steinn í ductus choledochus eða æxli við duc- tus, sem veldur rennslishindrun á galli, verður mikil hækkun á AF. Getur hækkunin orðið allt að því tiföld. Orsök þessarar hækkunar er talin vera sú, að við rennslishindrun á galli hætti ensímið að skiljast út með gallinu og leki til baka inn í lifrar- sinusana og þaðan inn í blóðrásina. Einnig er talið að við rennslishindrun á galli aukist þrýstingur í gallgöngunum og það leiði aftur á einhvern hátt til aukinnar myndunar á AF í cholangiocytunum. Á meðan stíflan er til staðar heldur virkni ensímsins í serum áfram að aukast uns ákveðnu hámarki er náð, ca. tífaldri hækkun. Við prímer biliary cirrhosis, þar sem um er að ræða örvefsmyndun utan um gallgangakerfið innan læknaneminn 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.