Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 13

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 13
um Dungals sést, að af þeim sem dáið liafa 61 til 70 ára eru 10% sollnir en 16,1% af þeim, sem deyja 71 til 90 ára. Enn má sjá af þessum skýrslum að af þeim, sem fæddir voru 1861 til 1870 og krufnir eftir 1930 fannst sullur í 22% en í 15% af þeim, sem fæddir voru næsta áratug á eftir. Af þessum 20 ara hópi voru 18,5% með sulli eða nærri fimmti hver maður. Þetta er ekki fólkið með kliniska sullaveiki heldur hitt, sem hvergi hefði komið til framtals hefði jrað ekki verið krufið. Krufningatölurnar eru óyggjandi. Þær eru engar getgátur, en þær ná til fárra af þeim, sem bjuggu í landinu þegar sullaveikin var í algleymingi. Hitt er getgáta mín og þó ekki út í bláinn, að mér finnst að ef tekið er mið af krufningum Sæmundar Bjarn- héðinssonar og Níelsar Dungals, að meirihluti lands- fólksins - mikill meirihluli - hafi verið sullaveikur áður en snúist var til varnar gegn þeim vágesti. Þegar Krabbe og Finsen höfðu sýnt svo ekki varð um villst hvernig sullir bárust í menn og skepnur, var hafin herferð gegn veikinni og var Krahhe þar fremstur í flokki. Hefði verið hægt að hindra, að hundar kæmust í sulli — og það átti að vera auðvelt ~ þá hefði sullasýking horfið með þeirri hunda- kynslóð sem þá lifði, því ekki mun taenia echinococc- us þrífast í öðrum dýrum hér en hundum. Að tillögu Krabbe var lagt fyrir Alþingi 1867 frumvarp lil laga um hundahald, sem miðaði að því að fækka hundum. Skyldi hverjum bónda, sem ælti búfénað eða þurfti að verja tún eða engjar heimilt að hafa tvo hunda en fyrir hvern sem fram- yfir væri skyldi greiða 2 ríkisdali á ári. Urðu miklar umræður um frumvarpið og lyktaði með því, að hreppsnefndum skyldi falið að ákveða hve margir hundar væru nauðsynlegir hverjum bónda og skyldi ekki greiða skatt af þeim. Bætt var við ákvæði um að hreinsa skyldi hunda á kostnað eigenda og grafa skyldi sollin líffæri eða brenna. Stjórnin féllst á breytingu á skattgreiðslunni, en ekki á hundahreinsunina. Var þá allt við sama, því hreppsnefndir létu hvern bónda um það, hvað hann þættist þurfa marga hunda. Sat við þetta í 13 ár, en 1890 voru sett lög um hundaskatt. Var þá hverjum þeim, sem bjó á meiru en einu hundraði úr jörð utan kaupstaða, gert að greiða 2 kr. af hverjum heimilishundi en aðrir skyldu greiða 10 kr. Sýslunefndum var heimilað að setja reglur um hundahreinsun. Löngu síðar var svo víða lagt hann við hunda- haldi í kaupstöðum. 1924 samþykkti Alþingi heimildarlög fyrir bæjar- stj órnir og hreppsnefndir, til þess að banna eða tak- rnarka hundahald í kaupstöðum og kauptúnum.14 Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti reglugerð um að banna hundahald á kaupstaðarlóð Reykjavíkur frá 25. sept. 192415 og er það bann enn í gildi. Akranes, Hvammstangi og Keflavík fylgdu fast á eft- ir og síðan flestir kaupstaðir. Ekki varð Krabbe þó fyrstur til að benda á leiðir til útrýmingar sullaveiki. Það gerði læknir frá Lundúnum, Arthur Leared,12 sem kom hingað 1862. Þann 23. des. það ár birtist í Þjóðólfi grein eftir hann. Sagði hann, sem raunar var satt, að öruggast væri að farga öllum hundum á Islandi en hann sá að land, sem byggði afkomu sína á fjárbúskap gat ekki verið hundlaust. Taldi hann næstbest að grafa eða brenna alla sulli og hreinsa hundana. Var sú hugmynd rétt en alla tíð hefur það verið vafaatriði og deilumál hvort hundahreinsun kæmi að gagni og ekki hefur það verið sannað svo mér sé kunnugt, að taenia echinococcus gangi niður af hundum, enda ekki hægt um vik að finna 4 mm langan orm í þeirri súpu. Líklega hefur þessum tillögum verið tekið fálega, a. m. k. segir ritstjóri blaðsins: „Grein þá um sulla- veikina á Islandi og ráð við henni, sem hér kemur eftir dr. Leared í Lundúnum, þann er kom hér snöggvasl í sumar, hefur hr. landlæknir dr. j. Hjaltalín, beðið oss að taka í Þjóðólf eftir ósk höfundar og þykir eigi um það synjandi, þó að oss uggi að úrræði þau, sem upp á er stungið muni verða torsótt til framkvæmdanna“. Eftir að baráttan hófst gegn sullaveikinni tók sóttin að réna, en þó gekk það hægt framan af. Þó er svo komið nú, að henni hefur væntanlega verið útrýmt. Hefur margt komið til, að sá árangur hefur náðst. Þegar þekkl var lífshlaup bandormsins og sýkingarhættir veikinnar, var farið að fræða fólk um þau mál. Framan af munu ýmsir hafa lagt á það hóflegan trúnað, sem þeim var sagt en smám læknaneminn 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.