Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 40
fullnægjandi, enda er bið eftir spítalaplássi oft löng. Þess skal getið, að þeir sem þurfa á bráðainnlögn að halda eru strax lagöir inn. Skoðunaraðstaða inniliggjandi sjúklinga á augndeild er bágborin og háir það mjög starf- semi deildarinnar, sem og önnur þrengsli. Þá má þess og geta að mjög skortir á sérhæfingu starfsfólks bæði á legudeildinni og skurðstofu augndeildar. Tveir aðstoðarlæknar eru nú starfandi á augndeildinni í námsstöðum. Verk- leg kennsla læknanema í augnsjúkdómum fer fram á deildinni og annast hana þeir fjórir sérfræðingar, sem starfa þar. 5.4. Göngudeild var stofnuð við augndeildina haustið 1973. Er hún til húsa á fyrstu hæð að Oldugötu 17, í húsnæði, sem St. Jósefs- systur eiga. Fer þar fram eftirtalin starfsemi á vegum augndeildarinnar: 1. Glákuklinik, sem er opin frá kl. 9-13. Er þar fylgzt með glákusjúklingum. Fyrsta starfs- árið voru þar til meðferðar 360 einstaklingar með gláku, en skoðanir voru samtals 1278 (8). Starfsemin hefur aukizt mjög mikið það sem af er árinu 1975. Þann 1. sept. s. 1. voru gláku- sjúklingar, sem komu reglulega á deildina í eftirlit orðnir 442. 2. Augnþjálfun — orthtoptics — er fólgin í því að lækna starfræna sjóndepru og þjálfa augu rangeygra barna til samstarfs. Samvinna er þegar hafin með göngudeildinni og ungbarna- vernd Reykjavíkurborgar um, að leita skipu- lega að skjálg, grófum sj ónlagsgöllum og starf- rænni sjóndepru meðal 3—4 ára barna. Einnig hefur slík samvinna verið tekin upp við Akranes og Selfoss. Finnist barn með fyrr- nefnda sjóngalla er það tekið til meðferðar á göngudeildinni. Augnþjálfunin er starfrækt allan daginn og vinna þar tveir augnþjálfar. Alls voru skoðuð 573 börn árið 1974 og 178 börn gengu reglu- lega í meðferð (8). Fer þessi starfsemi sívax- andi. 3. Sjónsviðsmœling fyrir lækna og sjúkrahús. Er sérþjálfuð kona við þessar mælingar. 4. Kennsla lœknastúdenta. 5. Handleiðsla aðstoðarlœkna, sem eru í sér- námi á augndeildinni. Öll starfsemi, sem fer fram í göngudeild augn- deildar er nýmæli hér á landi. 5.5. Vaktþjónusta augnlœkna í Reykjavík er tví- þætt. A augndeildinni er alltaf sérfræðingur á vakt og auk þess er sérstök bakvaktar- þjónusta augnlækna fyrir slysadeild Borgar- spítalans. 5.6. Aðslaða til augnskoðunar á öðrum sjúkra- húsum í Reykjavík er bágborin og tækja- kostur nánast enginn. Stendur þetta þó til bóta á Landsspítalanum. Nokkrar heilsu- gæzlustöðvar úti á landi hafa komið sér upp augntækjabúnaði, er mikið af þeim gjafir frá Lionsklúbbum. 5.7. Augnlœknajerðalög eru farin af 6 starfandi augnlæknum, aðallega að sumrinu, í sum héruð nokkrum sinnum á ári. 5.8. Einjalt sjónpróf skólanemenda fer fram í skólum landsins og hafa skólalæknar fyrir- mæli um það, hvenær á að senda barn til augn- læknis. Mikið skortir á að samræmi sé í vinnuaðferðum skólalækna og hjúkrunarfólks hvað sjónpróf snertir. 5.9. Leit að blinduvaldandi sjúkdómum. Rannsókn- arstöð Hj artaverndar mælir augnþrýsting með- al allra, sem skoðaðir eru. Nýhafin er leit að starfrænni sjóndepru meðal 3—4 ára barna í Reykjavík. Sjá 5.4. 5.10. Þáttur almennra lœkna í augnlækningum er lítill. Þó má geta þess að æ fleiri héraðslæknar mæla augnþrýsting meðal sjúklinga sinna. 6. Ráii til úrbóta 6.1. Mörg vandamál, sem þarf að leysa. Verður nú á grundvelli þeirrar þekkingar, sem fyrir er um blinduvaldandi augnsjúkdóma og núver- andi ástand sjónverndarmála rætt um ýmiss atriði, sem koma mættu að gagni í framtíðinni og orðið gætu til þess að koma sjónverndar- málum okkar í betra horf. 6.2. Blindraskráning. Til þess að fá sem gleggsta hugmynd um fjölda blindra hér á landi, þarf 34 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.