Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 75

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 75
Krufningaferð n» > Það var þreyttur og ferðalúinn hópur, sem kom til Liverpoolborgar kl. fjögur að sunnudagsmorgni í júlí sl. Oft hafa margir verið hressari. Gekk ferðin þangað eins og í reyjara, og verður hún þess vegna ekki endurtekin hér á þessum vettvangi. Leifarnar af sunnudeginum, en þær voru mismun- andi miklar eftir einstaklingum, notuðu menn svo til að líta í kringum sig á staðnum, sem dvelja átti a næsta mánuðinn. Reyndist garðurinn hinn glæst- asti og umhverfið rólegt og fagurt, þ. e. a. s. til- valinn staður til að læra líffærafræði. Byrjuðu allir að undirbúa sig fyrir námið: Raða upp bókum og snyrta lil á skrifborðunum. A mánudagsmorgun voru allir mættir eldhressir > i fyrirlestur. Menn skipuðu sér í hópa og völdu sér viðfangsefni, sem flest máttu muna sinn fífil fegri. Síðan var byrjað að skera og skoða af kappi. Gekk svo linnulaust, þar til birtu fór að bregða. Þannig gekk nú lífið þessar fjórar vikur. A kvöldin glöggv- uðu menn sig á því, sem farið var í þann daginn og undirhjuggu sig þá gjarnan fyrir næsta dag. Fyrir kom einnig, að einhverjir horfðu á sjónvarp eða fengu sér hressandi og heilnæma kvöldgöngu fyrir svefninn, enda hverfið hið fegursta. Þó var sá galli a gjöf Njarðar, að menn urðu oftar að heina athyglinni að hundaskít, sem lá á gangstéttunum ems og krækiber á lyngi, en að fegurð húsa og garða. Varð manni oft hugsað með söknuði til » þeirrar borgar á jarðarkúlunni, sem ein hefur barizt JHeð oddi og egg gegn þessum svarta bletti heims- fflenningarinnar, þegar skór og fætur voru farnir að þvngjast meira en þreytan ein gat réttlætt. Á kvöld- göngum þessum komu menn gjarnan við á svonefnd- um „pöbhum“ og horfðu á innfædda drekka bjór. Höfðu menn af því mikla skemmtan, enda sáust þarna ýmiss sérvizkuleg tilþrif og athafnir, sem ekki eiga sér hliðstæðu í mörlenzku menningarlífi. Kom m. a. talsvert á óvart, hversu mikið þeir gátu drukkið af þvílíkum óþverra. Væri jafnvel réttara að tala um að þeir hefðu „veitt“ mjöðnum úr kerj- unum á áfangastað, (sbr. áveita). Kvöld eitt var öilum hópnum boðið að bragða á ostum og dreypa á mildurn guðaveigum (cheese and wine) með félögum úr Rotaryklúbbi innfæddra. Kynntust þar margir ágætisfólki. Var þetta fólk óþreytandi við að bjóða okkur í ferðalög um nær- sveitirnar og gera okkur önnur gyllilroð, sem ein- ungis kóngafólk á skilið að njóta. Skaut oft þessari hugsun upp í kollinum: Hvað höfum við eiginlega gert, sem verðskuldar þvílíkar móttökur? Hafði einn það á orði eftir að hafa setið veizlu einnar fjölskyldunnar, að hann hefði aðeins heðið eftir að vera leystur út með einum Fíat 127! Verður að segjast, að fórnfýsi og hjálpsemi þessa fólks, sem á sér ekki hliðstæðu, átti einna mestan þátt í að blása því lífi og fjöri í ferðina, sem gerir hana eftirminnilega, en auðvitað fékk hann ekki Fíatinn. Ekki verður svo skilið við pistil þennan, að ekki sé minnst á hópa af frönskumælandi kanadamönn- um, stúlkum og piltum, sem dvöldu fáeina daga í senn á sama garði og við. Þetta var ungt fólk á líku reki og við, hið hressasta í viðmóti. Myndaðist ósjálfrátt ákveðin og fastmótuð dagskrá þessa fáu daga, sem hver hópur dvaldi þarna, og má með sanni segja að við höfum óbeðin tekið að okkur móttöku á þessu fólki. A dagskránni bar ávallt hæst knatt- spyrnuleikinn, sem var haldinn að kveldi fyrsta dags hvers hóps á staðnum. Söfnuðust allir garðs- húar saman, íslendingar og kanadamenn, við völl- inn, sem lá á bak við garðinn, og hvöltu hvorir sitt lið. Urðu þarna til hin skemmtilegustu og eftir- minnilegustu kynni þessara þjóðerna. Þó vildi oft verða misbrestur á skemmtuninni á leikvellinum sjálfum, því að í ljós kom að kanadískir höfðu ekki í annan tíma leikið þá tegund knattspyrnu, sem við eigum að venjast, enda sýndu niðurstöðutölur það læknaneminn 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.