Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 70

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 70
Frá ráðningastjóra í apríl og maí reyndist ókleift að sinna öllu framboði, sem var á vinnu þennan tíma. Kom það einkum til af tvennu, skipulagi og stirðleika nýju reglugerðarinnar og áhugaleysi manna á síðasta ári gömlu reglugerðarinnar. Þessir menn tóku fáar stöð- ur á fyrrgreindu tímabili og aðeins tvær og hálfa í júní og júlí. (Skilgreining: „staða“ þýðir mánaðar- staða fyrir einn mann.). Sumarfrí þeirra stúdenta, er fóru á sjötta ár hófst um miðjan júní og lauk 31. ágúst, þ. e. tveir og hálfur mánuður. 35 (af 37) þeirra lýstu vilja á vinnu í að meðaltali einn og hálfan mánuð og fengu það. Þessir 35 hafa að með- altali unnið tæplega tvo mánuði hver frá áramótum. Sumarfrí þeirra stúdenta, er fóru á fimmta ár var þrír og hálfur mánuður, hófst í byrjun júní og lauk 14. september. Þeir höfðu allir nema þrír, eða 36 lýst áhuga á að vinna sem mest af þessum tíma. Þeir hafa fengið að meðaltali tvær og hálfa stöðu hver. Einn læknanemi, Orn Elíasson, sem stundar nám í Frakklandi, fékk tvær stöður fyrir milligöngu ráðningastjóra, og að minnsta kosti tveir stúdentar, sem eru við nám á Norðurlöndum, fengu stöður úti á landi án þess að snúa sér til Félags læknanema. Þessir menn eru allir í síðasta hluta. Nokkurrar svartsýni gætti um vinnuhorfur fyrir framangreinda hópa í vor. Verður að telja, að vel hafi úr rætzt, þar sem 146 stöður féllu til stúdenta yfir sumarmánuðina, þótt 44 nýir kandídatar út- skrifuðust á þessu ári. Sumarið 1974 fengu stúdentar 180 mánaðar- stöður. Reynt var eftir því, sem kostur var að fylgja þeim reglum, sem aðalfundur F. L. s. 1. vor setti um ráðn- ingar, en mjög erfitt reyndist að gera það til hlítar eða þannig að öllum líkaði. Ekki er mikil breidd milli þeirra, sem mest höfðu og minnst, með fáum undantekningum. Anægjulegt var, hversu vel menn stóðu saman um ráðningamálin, bæði stúdentar og vinnuveitendur þeirra, og vil ég þakka öllurn samstarfið. Einnig hef ég átt gott samstarf við þá kandídata, sem um ráðn- ingamál hafa fjallað. Aðeins tveir menn, einn á 6. ári og einn á 5. ári, sniðgengu félaga sína í þessum efnum og réðu sig beint án samráðs við félagið. Verður slík hegðun mönnum varla til framdráttar, þegar fram í sækir. jafn fáir vinnuveitendur tóku ekki lillit til þeirrar áskorunar, sem send var öllum hlutaðeigandi aðilum s. 1. vetur, þar sem menn voru hvattir til að láta óhlutdrægni ríkja í samskiptum sínum við læknastúdenta. Allmargir stúdentar unnu við hjúkrunar- og rannsóknarstörf víða um land, og höfðu þeir for- gang um þessi störf, er fóru á 4. ár. Eitthvað vantaði á, að næg slík vinna fengist strax í vor fyrir þá, sem áhuga höfðu, en þegar líða tók á sumarið snerist dæmið hins vegar við og fór að bera á skorti á fólki til að anna eftirspurn um vinnuafl. Hér kann ástand- ið almennt á vinnumarkaði í vor að hafa haft áhrif, en einnig kom til, að helztu sumarleyfismánuðirnir eru ætíð júlí og ágúst. Munu um 40 stúdentar hafa unnið við slík störf í sumar. Á næstunni verða sendir út gíróseðlar til að inn- heimla 400 krónur af hverri stöðu til greiðslu á kostnaði við störf ráðningastjóra samkv. reglum félagsins. Að lokum vil ég geta þess, að ráðningastjóri, að- stoðarráðningastjóri, og nokkrir aðrir stúdentar hafa unnið með kennslustj óra að skipulagi og niður- röðun á kúrsusa, og var það talsvert starf og á stund- um flókið, því að sumir árstímar eru mun setnari en aðrir og víða þurfa slúdentar að koma við á leið sinni í gegn um deildina. Um 180 til 190 læknanem- ar eru á námskeiðum á Landsspítala, Borgarspítala, Landakotsspítala, Kleppsspítala og Vífilsstaðaspítala í vetur og sækja heim fleiri staði. Helgi Guðbergsson. 58 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.