Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 14
saman fór það að síast inn og margir hafa farið að gæta varúðar um meðferð sollinna innýfla. Aukinn þrifnaður hefur og gert sitt svo og fækkun á hundum eftir að þeir voru skattlagðir. Allt hefur þetta stefnt í rétta átt, en ég held að breyttir búnað- arhættir hafi verið það sem reið haggamuninn. Jónassen9 segir 1882, þegar veikin var enn í al- gleymingi: „I Köbstederne og paa Oerne i Brede- bugten samt i Þykkvibær i Rangárvallasyssel synes Sygdommen kun at forekomme som Undtagelse“. Af liverju sullir voru ekki í Breiðafjarðareyjum er augljóst mál. Þar voru engir hundar. En menn vissu ekki þá hvers vegna veikin var óþekkt í Þykkvabæ, þar sem var gnægð hunda og 500 fjár. Árið 1925 skrifaði Matthías Einarsson grein16 í Læknablaðið: Hvernig fær fólk sullaveiki? Sýnir hann þar fram á, að mesta hættan á sullasmitun fólks sé í kvíum og að kvíaám, sem eru hnappaðar í heimahögum allt sumarið, sé líka hættara við sulla- veiki en því fé, sem rekið er á fjali. Síðara atriðinu hafði jón Finsen11 líka tekið eftir. Hér á landi voru helmingi fleiri konur sullaveikar en karlar og er það ólíkt því, sem er í öðrum sulla- löndum, t. d. Argentínu og Ástralíu, þar eru karlar oftar sýktir. Kvíasmitun skýrir vel þennan mun. Kvenfólkið mjólkaði ærnar. Þá verður líka auðskilið af hverju veikin var óþekkt í Þykkvabæ, þar var aldrei fært frá. Um aldamót er farið að reka lambær á fjall. Það er orðið algengt um 1910 og nú er langt síðan nokkurs staðar hafa verið ær í kvíum. Ef litið er aftur á krufningaskýrslu Dungals13 sést, að sullur finnst varla í nokkrum manni, sem fæddur er eftir 1890. Áður á tíð var öllu fé slátrað heima, en eftir aldamót fara að rísa upp sláturhús og nú er líklega langt síðan nokkrum grip hefur verið slátrað annars staðar. Ræður af líkum, að hundar hafa ekki greiðan aðgang að sollnum innýflum í sláturhúsum og þar á að vera hægt um vik að tortíma sullunum. Er það mikill munur frá því, er þau lágu eins og hráviði á blóðvellinum fyrir hvaða hund, sem vildi nýta þau. Sýnist mér að sláturhúsin ein ættu að geta tryggt það, að taenia echinococcus væri aldauða á landi hér. Kann þá að vera, að breyttir búnaðarhættir hafi tekið af okkur ómakið að útrýma sullaveikinni og er sama hvaðan gott kemur. Ég vil enda þetta spjall mitt með nokkrum orðum úr grein, sem ég skrifaði í Læknablaðið 1962:17 „Mér þykir þá ekki ósennilegt, að tölur læknanna um og eftir miðja öldina síðustu, hafi verið rangar. Ekki þann veg, að þær hafi verið of háar, heldur á hinn veginn, að þær hafi verið allt of lágar. Lands- fólkið hefur verið undirlagt af sníkjudýri, sem hef- ur sogið úr því merginn svo að þrek og afköst hafa verið langt fyrir neðan það, sem eðlilegt hefur verið. Búpeningurinn var líka sýktur af þessari sömu ókind og raunar tveimur sullum öðrum — cysticer- cus tenuicollis og c. coenurus og hefur þá væntanlega verið afurðaminni en hraust fé. Þegar hér við bættist harðbýlt land, erfitt veðurfar og verslunaráþján er ekki að undra þó að héldi við landauðn. Hitt er miklu furðulegra, að til skuli vera í dag íslensk þjóð“. Summary Fragments of the history of hydatid disease in Iceland. The possible way the disease was brought to the country is touched upon. The morbidity of the population is discussed: 1) On basis of estimates of contemporary physicians at the time the disease was most ravaging. 2) On basis of autopsies performed after 1930. 18.5% of those born between 1861 and 1880 were infested, in those born after 1890 the di- sease was practically non existent. The experimental work of Krabbe and Finsen proving that the hydatid disease in man and sheep is identical, caused by taenia echinococcus, is men- tioned. Measures by the government to eradicate the di- sease are reported: 1) Instructing the population about the life cycle of the taenia. 2) Reducing the number of dogs by imposing a tax on them. 3) Treating the dog with vermifuge. 4) Destroying diseased entrails of sheep. Framliald á bls. 16. 12 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.