Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 61

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 61
Framhalds- og viöhaldsmenntun íslenskra lœkna Tómas Á Jónasson, lœknir Erindi flutt « umrœðufundi um: ••Yuudumúl viðvíhjundi mcnntun heilbrigðisstétta og shipulagningu heilbrigðismáUi á Norðurlöndum l!)70—ltO“ sem haldin var í Reyhjavíh 3.—(i. ohtáber 1974 á vegum Nordish Federation för Mcdicinsh Fndervisning. 1 erindi þessu verður lýst framhalds- og viðhalds- námi íslenskra lækna og, í samræmi við heiti ráð- stefnunar, bent á þýðingu norræns samstarfs fyrir þessa menntun. Leyfi til almennra lækninga og til sérfræðistarfa ei' hvoru tveggja gefið út af Heilbrigðismálaráðu- neyiinu. Auk héraðsskyldunnar er krafist sjúkrahús- starfs í ] ár til að hljóta almennt lækningaleyfi og ljúka nær allir þessu starfi hérlendis. Til sérfræði- viðurkenningar eru gerðar svipaðar kröfur og á hin- um Norðurlöndunum, en að auki skal umsækjandi hafa samið ritgerð, sem byggð er á eigin athugunum og rannsóknum og fengið hana birta og viðurkennda af Læknadeild Háskóla Islands. Mörg undanfarin ár hafa flestir íslenskir læknar sótt sérfræðimenntun sína til annarra landa, sérstaklega Danmerkur, Sví- þjóðar, Bandaríkjanna og Stóra-Bretlands. Islensk- um læknum hefur verið vel tekið í þessum löndum, margir þeirra fengið stöður við Háskólasjúkrahús í fremstu röð en aðrir orðið að láta sér lynda lakari stofnanir. Þetta fyrirkomulag hefur auðsjáanlega ekki fælt íslenska lækna frá framhaldsnámi því hér a landi eru tiltölulega fleiri sérfræðingar en í öðr- um löndum. Margra ára nám og starf við stóra fiamhaldsmenntunarstofnun, þar sem gerðar eru fyllstu kröfur um vönduð vinnubrögð í læknisstarfi, kennslu og vísindarannsóknum gerir mögulega full- komnari sérfræðimenntun en hægt er að veita hér á landi. Þetta atriði má alls ekki gleymast er við ræð- um hugsanlegar breytingar á tilhögun framhalds- náms hér. Þótt upphaflegur ásetningur viðkomandi sé annar, hendir það marga íslenska lækna að snúa ekki heim að námi loknu og veldur þetta meira tapi á dýr- mætum starfskröftum en við höfum efni á. Má telja að um 30% læknislærðra íslendinga séu að jafnaði við framhaldsnám eða störf í öðrum löndum. Þar við bætist að skort hefur við íslensk sjúkrahús starfskraft sem í öðrum löndum hefur gegnt mikil- vægu hlutverki hvað snertir meðferð sjúkra, sem tengiliður yngri og eldri lækna og í rannsókna- og vísindavinnu. Á síðustu árum hefur orðið vart þeirrar breyting- ar, að nokkrir íslenskir læknar hafa kosið að ljúka hluta sérnáms síns hérlendis. Nokkrar af sérdeildum íslenskra sjúkrahúsa hafa eflst svo að telja verður þær uppfylla kröfur sem gerðar eru til kennslustofn- ana. Eg nefni sem dæmi að nokkrir læknar hafa hlotið verulegan hluta framhaldsnáms síns í rönt- genfræðum á sjúkrahúsi í Reykjavík og lokið síðan náminu í Svíþjóð. Það virðist því orðið tímabært að koma skipulagi á framhaldsmenntun lækna á Islandi. I reglugerð Háskóla Islands er framhaldsmenntun talin hlutverk læknadeildar. Þetta hlutverk hefur læknadeildin ekki ráðið við. Læknafélag Islands heíur nú óskað eft ír samvinnu við læknadeild um skipulagningu á framhaldsnámi hérlendis. Stefnt er að því marki að innan fárra ára verði læknum gert kleift að ljúka sérnámi í heimilislækningum innan- lands. Jafnframt verði sköpuð aðstaða við stærri spítaladeildir til að veita ungum læknum hluta sér- náms. Meðal þeirra skilyrða sem fullnægja þarf til þess LÆKNANEMINN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.