Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Page 61

Læknaneminn - 01.10.1975, Page 61
Framhalds- og viöhaldsmenntun íslenskra lœkna Tómas Á Jónasson, lœknir Erindi flutt « umrœðufundi um: ••Yuudumúl viðvíhjundi mcnntun heilbrigðisstétta og shipulagningu heilbrigðismáUi á Norðurlöndum l!)70—ltO“ sem haldin var í Reyhjavíh 3.—(i. ohtáber 1974 á vegum Nordish Federation för Mcdicinsh Fndervisning. 1 erindi þessu verður lýst framhalds- og viðhalds- námi íslenskra lækna og, í samræmi við heiti ráð- stefnunar, bent á þýðingu norræns samstarfs fyrir þessa menntun. Leyfi til almennra lækninga og til sérfræðistarfa ei' hvoru tveggja gefið út af Heilbrigðismálaráðu- neyiinu. Auk héraðsskyldunnar er krafist sjúkrahús- starfs í ] ár til að hljóta almennt lækningaleyfi og ljúka nær allir þessu starfi hérlendis. Til sérfræði- viðurkenningar eru gerðar svipaðar kröfur og á hin- um Norðurlöndunum, en að auki skal umsækjandi hafa samið ritgerð, sem byggð er á eigin athugunum og rannsóknum og fengið hana birta og viðurkennda af Læknadeild Háskóla Islands. Mörg undanfarin ár hafa flestir íslenskir læknar sótt sérfræðimenntun sína til annarra landa, sérstaklega Danmerkur, Sví- þjóðar, Bandaríkjanna og Stóra-Bretlands. Islensk- um læknum hefur verið vel tekið í þessum löndum, margir þeirra fengið stöður við Háskólasjúkrahús í fremstu röð en aðrir orðið að láta sér lynda lakari stofnanir. Þetta fyrirkomulag hefur auðsjáanlega ekki fælt íslenska lækna frá framhaldsnámi því hér a landi eru tiltölulega fleiri sérfræðingar en í öðr- um löndum. Margra ára nám og starf við stóra fiamhaldsmenntunarstofnun, þar sem gerðar eru fyllstu kröfur um vönduð vinnubrögð í læknisstarfi, kennslu og vísindarannsóknum gerir mögulega full- komnari sérfræðimenntun en hægt er að veita hér á landi. Þetta atriði má alls ekki gleymast er við ræð- um hugsanlegar breytingar á tilhögun framhalds- náms hér. Þótt upphaflegur ásetningur viðkomandi sé annar, hendir það marga íslenska lækna að snúa ekki heim að námi loknu og veldur þetta meira tapi á dýr- mætum starfskröftum en við höfum efni á. Má telja að um 30% læknislærðra íslendinga séu að jafnaði við framhaldsnám eða störf í öðrum löndum. Þar við bætist að skort hefur við íslensk sjúkrahús starfskraft sem í öðrum löndum hefur gegnt mikil- vægu hlutverki hvað snertir meðferð sjúkra, sem tengiliður yngri og eldri lækna og í rannsókna- og vísindavinnu. Á síðustu árum hefur orðið vart þeirrar breyting- ar, að nokkrir íslenskir læknar hafa kosið að ljúka hluta sérnáms síns hérlendis. Nokkrar af sérdeildum íslenskra sjúkrahúsa hafa eflst svo að telja verður þær uppfylla kröfur sem gerðar eru til kennslustofn- ana. Eg nefni sem dæmi að nokkrir læknar hafa hlotið verulegan hluta framhaldsnáms síns í rönt- genfræðum á sjúkrahúsi í Reykjavík og lokið síðan náminu í Svíþjóð. Það virðist því orðið tímabært að koma skipulagi á framhaldsmenntun lækna á Islandi. I reglugerð Háskóla Islands er framhaldsmenntun talin hlutverk læknadeildar. Þetta hlutverk hefur læknadeildin ekki ráðið við. Læknafélag Islands heíur nú óskað eft ír samvinnu við læknadeild um skipulagningu á framhaldsnámi hérlendis. Stefnt er að því marki að innan fárra ára verði læknum gert kleift að ljúka sérnámi í heimilislækningum innan- lands. Jafnframt verði sköpuð aðstaða við stærri spítaladeildir til að veita ungum læknum hluta sér- náms. Meðal þeirra skilyrða sem fullnægja þarf til þess LÆKNANEMINN 49

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.