Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 12

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 12
því að þær eru allar fengnar eins, taldir eru fram sjl. með klíníska sullaveiki. Guðmundur Magnússon3 telur, að 1911 muni um það bil 4f/oo af landsfólkinu vera sollið og fær þá tölu þann veg að telja, að sullsjúklingum hafi fækk- að um þrjá af hverjum fjórum síðan um 1880, að jónassen fær sínar tölur en fækkunin, sem hann miðar við, byggist á framtölum lækna 1896 og 1911 og hefur þá fækkað um 75% frá því 1896, en ekki frá því bók Jónassen’s kemur út árið 1882. Frá þeim tíma hefur þeim fækkað tvítugfalt, sé byggt á þessum tölum. Nú vissi Guðmundur Magnússon, að fleiri sull- sjúklingar voru á landinu 1911 en 68; giskar hann á, að þeir kunni að vera um 300 talsins og kemur það betur heim við töluna 4%c sem hann nefnir. Séu tölur læknanna frá 1882, 1896 og 1911 hlutfallslega réttar og sé sú ágiskun Guðmundar Magnússonar nálægt lagi, að 300 hafi verið sollnir árið 1911, þá hafa sullsjúklingar 1882 verið 6000 en þá var fólksfjöldi í landinu 71175 í árslok10 eða um það bil 84%c Eg hefi tínt saman þessa útreikninga til þess að benda á, að varlega þarf að fara með tölur og gildir það eins þó þær séu raunsannar, en þegar þær byggj- ast allar á ágiskunum að meira eða minna leyti, þá kastar tólfunum. Fleiri hafa reynt að geta sér til um fjöida sulla- veikra á öldinni sem leið. Schleisner0 segir: „Iblandt de 2600 sygdomstiifælde findes 328, det er omtrent 1/8 levertilfælde. Iblandt mine 327 patienter vare de 57, det er mere end 1/6 leverpatienter. Lands- physicus Thorsteinsson som har praktiseret i landet i mere end 20 aar antager at hvert 7de levende indi- vid har denne sygdom, hvilket vistnok ikke er over- drevet“. Jón Finsen11 telur fram 189 tilfelli í Austur- héraði Norðuramtsins og voru þar þá 10144 íbúar og þá sjúkir 13%c. Hann segist auk þess hafa skoðað 561 íbúa á 46 bæj um og voru 13 af þeim sullaveikir eða 23%o. Arthur Leared12 segir í Þjóðólfi 23. des. 1862: „Dr. Hjaltalín, hinn margfróði landlæknir í Reykja- vík, fullyrti við mig þegar ég fyrir skemmstu var á Islandi, að nærri fimmtungur allra dáinna dæu úr sýki þessari (þ. e. sullaveiki)“. Ekki er að efa að rétt er haft eftir landlækni, því að Hjaltalín kemur sjálfur greininni á framfæri og hefur væntanlega snarað henni á íslensku fyrir bret- ann. Þær tölur, sem hér hafa verið nefndar eru allar miðaðar við kliniskt veikt fólk og vantar þá mikið á að allir séu taldir, sem sýktir eru, enda vitað að fjöldi fólks gekk með leynda sulli og hafði ekki mein af, í öllu falli ekki svo mikið, að það leitaði læknis enda óhægra um vik þá en nú. Til þess að vita um alla þá, sem sýktir voru hefði þurft að kryfja alla landsmenn og segja þeir alli'r, Guðmundur Magnússon,3 Jón Finsen,11 og jónas jónassen,0 að ekki verði annan veg fengin örugg vitneskj a um það en með krufningum. Á þeim tíma, sem sullaveikin geysaði, var lítið um krufningar og enn er alltof lílið krufið af líkum landsmanna. Er það kunnugt öllum læknum en verð- ur ekki gert að umræðuefni hér. Þó höfðu einstakir læknar framtak urn þetta. Schleisner0 segir: (Skúli Thorarensen) „har obduceret flere leverpatienter (hvilke obductioner desværre ikke findes anförte i medicinal beretningerne) og altid fandt han hyda- tider saavel i leveren som i andre underlivsorganer, ja han har flere gange fundet disse ved obduction af patienter som vare döde af ganske andre aarsager“. Hér á Schleisner við Skúla á Móeiðarhvoli, sem var læknir í Austurhéraði Suðuramtsins frá 1834 til 1869. Hann stundaði ekki nám við Háskólann, en lauk prófi frá Kirurgisku Akademíunni og hefur e. t. v. af þeim sökum verið röskari við krufningar en tíðkanlegt var á þeim tíma. Svo líður langur tími. Guðmundur Magnússon3 segir 1913, að Sæmundur Bjarnhéðinsson hafi kruf- ið 86 lík holdsveikra í Laugarnesspítala og fundið sulli í 26 af þeirn. Þetta eru fyrstu krufningatölur sem til eru og treysta má. Þar eru 30% eða nærri þriðji hver maður sollinn. Níels Dungal13 segir, að á Rannsóknarstofu Há- skólans hafi verið krufin 3576 lík á árunum 1930- 1956. Af þeim reyndust 3,6% hafa sull eða nærri tíu sinnum fleiri en Guðmundur Magnússon áætlar eftir aldamótin. Þess ber og að gæta, að mikill hluti þessa fólks er úr Reykjavík, sem hefur verið sulla- laus að kalla síðan á dögum Jónassen’s a. m. k. Þegar litið er á aldursflokkana í krufningaskýrsl- 10 LÆICNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.