Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 68
Pistill stjórnar F. L
Mörg mál, er varða læknanema, hafa verið í
deiglunni frá því núverandi stjórn F. L. tók við.
Mun ég í þessum pistli greina frá þeim, sem ég
tel markverðust.
AF LÆKNISSKOÐUNARMÁLINU: Eitt af
fyrstu verkum þessarar stjórnar (fyrir utan að
hækka félagsgjöldin og kauptaxtann) var að rita
rektor og forseta læknadeildar bréf, þar sem við
bentum á 33. gr. reglugerðar H. L, sem kveður á
um læknisskoðun stúdenta. Töldum við þetta mál
þarfnast endurskoðunar. Þar var háskólaráð okkur
sammála og skipaði undirritaðan og deildarfor-
seta í endurskoðunina. Þegar þetta er ritað er verið
að ganga frá tillögum til háskólaráðs. Þær fela í sér
m. a. að almenn ákvæði um læknisskoðun falli nið-
ur, en í staðin verði stúdentum gert að skila berkla-
vottorði tvisvar á námstímanum. Fyrir læknanema
verður sérákvæði, þar sem lagt er til, að á 2.
námsári gangist þeir undir nákvæma berklarannsókn
og ónæmisaðgerð gegn berklum. Rannsóknin á svo
að endurtakast á 4. námsári. I vetur verður þessi
rannsókn framkvæmd á læknanemum 2. til 6.
námsárs.
Undirritaður vonast til, að í framtíðinni verði
fleiri rannsóknir og ónæmisaðgerðir teknar upp.
AF EMBÆTTAVEITINGUM: Stöðuveitingar í
læknadeild voru mjög margar s. 1. vor. Ekki hafði
stjórn F. L. afskipti af nema einni þeirra, þ. e. pró-
fessorsstöðu í kvensjúkd. og fæðingarhjálp. Vegna
frábærs slarfs S. S. M. við skipulagningu á námi í
þessari grein ákvað stjórn F. L. að taka opinbera
afstöðu með honum. Menntamálaráðherra var til-
kynnt þetta bréflega og munnlega. Af hálfu ráðu-
neytis gerðist ekkert í þessu máli næstu tvo mánuði,
en þá virtist hafin pólitísk orusta, sem embættisveit-
ingin myndi grundvallast á. Stjórn F. L. tók lítillega
þátt í slagnum, sem endaði með því að S. S. M. var
settur í embættið.
Sem framhald af þessu máli, hyggst stjórn F. L.
reyna að fá stúdentaráð til samstarfs um baráttu
fyrir atkvæðisrétti stúdenta varðandi embættaveiting-
ar innan H. I.
AF MATSÖLU LANDSSPÍTALANS: í sumar
hafði skrifstofa ríkisspítalanna samband við undir-
ritaðan og tilkynnti að hér eftir fengju þeir lækna-
nemar einir mat á Lsp., sem læsu þar á lesstofunni
eða sæktu kúrsusa. Eg áskildi mér rétt til að óska
eftir undanþágum og þeim sem flestum. Loks tókst
það samkomulag, að þeir stúdentar, sem sækja
fyrirlestra á Lsp.lóðinni fengju heimild til matar-
kaupa á því tímabili, sem fyrirlestrarnir færu fram.
Þetta þýðir í reynd að læknanemar á 3. ári og
upp úr geta keypt mat á Lsp. mest allan veturinn.
Nokkur töf varð á að stúdentar gætu keypt
matarmiða og var orsökin sú að listar yfir stúdenta
á hinum ýmsu stigum námsins, voru ekki tilbúnir
fyrr en fyrst í októher.
AF FÍLUNNI: Um aðdraganda þessa máls hefur
verið ritað í Meinvörp og einnig greint frá á al-
mennum félagsfundi, svo ég sé ekki ástæðu til að
rekja það hér. Þann 5. nóv. barst bréf frá rektor,
þar sem greint var frá því, að háskólaráð hefði
hafnað beiðni stjórnar F. L. um undanþágu fyrir
læknanema frá prófi í „fílunni“. Þær ástæður, sem
gefnar voru í viðræðum við rektor voru, að fyrir
dyrurn stæði endurskoðun á námi í „fílunni“ og ef
læknanemar fengju undanþágu núna yrði það til
þess að „fílan“ legðist niður án þess að tækifæri
hefði gefist til að endurbæta námið. Til greina
kom að læknanemar hunzuðu „fíluna“ og létu reyna
á það hvort H. I. neitaði mönnum um prófskírteini,
en ekki reyndist næg samstaða á 6. ári, þannig að
við svo búið varð að gefast upp.
56
LÆKNANEMINN