Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 36
sem ákvað að efnismagn skyldi mælt sem mole, en skilgreiningin er: „Eitt mole af efni er það magn af efninu, sem hefur sama massa og molekúlþyngdin er“. I lífrænum kerfum er þetta mun nytsamari eining en þær eldri, því að það er vitað, að líffræðileg virkni t. d. lyfja er bundin þéttleika mólekúla lyfs- ins í líkamanum, þ. e. mol/1, en ekki massaþéttleik- anum g/1. Þetta þýðir, að miklu auðveldara er að gera sér grein fyrir quantitatífum mun á virkni þeirra efna, er um ræðir, sem fer eftir mole- en ekki massahlutföllum efnanna í lausninni eins og áður segir. I eftirfarandi töflu eru talin upp nokkur efni og gildi, sem liggja innan normal remmumarka í líkamanum, í massa- og Sl-einingum: Efni Remma í massaein. Remma í Sl-ein. Natríum 140 meq/1 = 140 mmol/1 Calcium (sem Ca++) 5,0 meq/1 = 2,5 mmol/1 Calcium 10,0 mg/100 ml = 2,5 mmol./l Þvagsýra 5,0 mg/100 ml — 0,30 mmol/1 Creatinine 1,0 mg/100 ml = 88 mymol,/l Cholesterol 150 mg/100 ml = 3,88 mmol/1 Bilirubin 1,0 mg/100 ml = 1,7 mymol/l Glúkósi 100 mg/100 ml = 5,56 mmol/1 Járn (sem Fe+++) 100 myg/100 ml = 17,9 mymol/1 Albumin 4,0 g/100 ml = 620 mymol/1 Það sést af þessari upptalningu, að hreytingin verður einföldust í sambandi við eingildar jónir, vegna þess að meq/1 og mmol/1 eru tölulega eins. 1 öðrum tilfellum þarf að læra ný normalgildi. Ut af hinum sjö grunneiningum SI kerfisins er síðan hægt að skilgreina fjöldann allan af öðrum einingum, t. d. Stœrð Nafn T ákn Tengsl við grunn- ein. SI kerfisins Kraftur Newton N ÍN = lkg m/s2 Orka Joule J 1J = lNm Afl Watt W 1W = lj/s Þrýstingur Pascal Pa lPa = lN/m2 = lkg/m s2 í þessu taka læknar fyrst og fremst eftir tveim breytingum. Orkuþörf líkamans og þá um leið, hve mikil orka felst í hinum ýmsu fæðutegundum, verður í framtíðinni gefin í Joules, en ekki kaloríum. Hin breytingin er sá nýi skilningur, að blóðþrýstingur sé ekkert öðruvísi en annar þrýstingur, og beri því að mæla hann í Pascals, þ. e. N/m2. Hér mun þó við ramman reip að draga, því að menn eru fast- heldnir á mmHg sem mælieiningu fyrir þrýsting, en 1 mmHg = 133,32 Pa. Þótt ekki sé nema gott eitt um það að segja, að færa allar mælieiningar í samræmt kerfi, eru vissir annmarkar á framkvæmd þess. Til að geta gefið moleremmu efnis, þarf að þekkja gerð mólekúls af efninu úl í æsar, en fæst af t. d. próteinum líkamans eru svo vel þekkt. Þar til úr rætist, er hugmyndin að tákna remmu þessara efna með þeim einingum, sem nú eru notaðar, þ. e. massi / rúmmál. Remma ensíma í líkamsvökvum hefur til þessa ver- ið metin sem fall af virkni þeirra við staðlaðar að- stæður og síðan gefin upp sem einhverjar einingar. Eining ensímvirkni er aftur fall af gerð og remmu substratsins, hitastigi og plJ vökvans, sem efna- hvarfið fer fram í, gerð og remmu buffersins og því, hvort til staðar eru efni, sem auka eða hindra virkni viðkomandi ensíms. Það skal því engan undra, þótt sama ensímið sjáist mælt í mörgum einingum, t. d. eru notaðar a. m. k. 5 mismunandi einingar fyrir alk. fosfatasa og a. m. k. 8 fyrir lactate dehydro- genasa. Það markmið, sem stefnt er að til að einfalda málið, er að skilgreina eina mælieiningu og vinna síðan að því, að hún útrými öllum hinum. Eining þessi nefnist Alþjóðleg Eining (International Unit) og er skilgreind sem það magn ensíms, sem hvatar breytingu á einu micromole af substrati á mínútu við staðlaðar aðstæður. Þessi hugmynd hljómar vel, en framkvæmdin hefur enn ekki tekist sem skyldi, ]jví að menn eru ekki á eitt sáttir, hvað séu staðlaðar aðstæður, en vandamál af því tagi standa venjulega ekki lengi í veginum. Þriðji flokkur klíniskra mælinga, sem ekki er hægt að túlka beint í SI kerfinu, eru mælingar, sem ekki Framhald á bls. 57. 30 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.