Læknaneminn - 01.10.1975, Blaðsíða 67
Þó er hún þannig skrifuð, að hún þarf ekki að
vera seinlesin, en ef svo, þá má á móti vinna tíma
með því að sleppa oft og tíðum gagnslítilli tíma-
sókn (Þ. V. G. undanskilinn).
b) H. A. Harper: Review of physiological chemistry.
Þessi bók spannar bæði áðurnefnd svið (a og b)
og fjallar mjög vel um allt námsefnið og meira til.
Hún er skrifuð fyrir læknanema og er t. d. mikið
notuð í Svíþjóð. Mikið er rætt um ýmsa efnaskipta-
sjúkdóma og fleira, sem tengir efnafræðina augljós-
ar læknisfræðinni. Persónulega held ég, að þessi
hók henti bezt þessum efnafræðikúrsus ein sér, en
þeir sem tvinna þessar bækur saman m. t. t. a og b
ættu að mínu mati að koma út með nokkuð góða
þekkingu á faginu og það sem er e. t. v. mikilvæg-
ara vel húnir undir prófið!
Georg A. Bjarnason.
Conn and Stumpf: Outlines of Biochemistry
Það virðist vera eitt af höfuðvandamálum við
lífefnafræðinám í læknadeild hvar besta lesefni
fyrir einstaka þætti námsins er að finna. Eg
keld að flestir muni sammála um að Outlines of
Biochemistry sé heppilegasta Ijókin til lestrar sé á
heildina litið. Að vísu er ekki að finna lesefni um
h'karnsvökva, næringu og hormón í bókinni; það
verður að lesa í öðrum bókum. í samanburði við
Lehninger eru Conn and Stumpf reyndar ekki eins
roálglaðir, lýsa lítt tilraunum og teygja ekki lopann
urn of. Bókin er mjög auðlesin og skýringarmyndir
yfirleitt góðar. Ég mæli með Conn and Stumpf við
lestur eftirtalinna efnisflokka. Flest efnisatriði sem
máli skipta koma þar fram:
1- Lífefnafræðilegar aðferðir . Appendix 2
2. Amínósýrur og prótein 4. kafli
*>. Kjarnsýrur................ 5. kafli
4. Ivolhydröt................ 2. kafli
5. Fituefni 3. kafli
6. Ensím og ensímreaktionir . 8. kafli
Vítamín og cóensím 9. kafli
8. Efnaskipli kolhydata 10. 11. og 13. kafli
9. Orkubúskapur ............. 7. og 14. kafli
10. Próteinsmíð ............. 19. kafli
11. Stjórnun efnaskipta 20. kafli
Dalta and Ottaway: Biochemistry
Þessi bók er mjög samþjöppuð og meginhluti text-
ans er aðalatriði. Hún er að sama skapi seinlesin
og síður en svo skemmtileg aflestrar. Datta and
Ottaway er góð bók að því er varðar lestur eftir-
talinna efnisflokka:
1. Efnaskipti fituefna.
2. Efnaskipti amínósýra og próteina.
3. Líkamsvökvar (að hluta).
4. Næringarfræði.
Guðjón Baldursson.
Hugleiðingar um „fíluna"
Framhald af bls. 51.
lega ekki fixeruð preparöt, heldur manneskjur. Það
sem gerir mig að talsmanni fyrir því, að allir nem-
endur H. \. verði skyldaðir til að taka fíluna, er að
ég tel að menntun hafi gildi í sjálfu sér og að öll
menntun eigi fyrst og fremst að gera fólk að betri
manneskjum, en ekki að hálaunuðu yfirstéttapakki.
Ég skora á alla læknanema að gaumgæfa þessi mál
og að láta ekki hræðslu við prófin ráða ferðinni.
Það er neínilega enn eitt merkið um nauðsyn fílunn-
ar í deildinni. Við erum það mörg, að við getum og
eigum að stuðla að betri læknadeild, en ekki bara
enn fullkomnara færibandi. Stjórn Félags Lœkna-
nema! Framgangur ykkar í þessu máli er ykkur til
hinnar mestu vansæmdar. I fyrsta lagi, takið þið af-
stöðu til málsins, án þess að spyrja félagsfund.
Þessa afstöðu básúnið þið svo inni á deildarfundum
og við kennslustjóra háskólans. Þegar þessu öllu er
lokið, og ykkur vantar enn eitt vopnið í baráltunni,
þá loks er haldinn félagsfundur um málið. Og í
öðru lagi, þá hef ég aldrei heyrt þess getið að
neitt ykkar hafi kynnt sér tillögur um nýskipan
kennslu í forspjallsvísindum. Hvernig dettur ykkur
eiginlega í hug, að taka afstöðu til máls, sem þið
þekkið ekki og hvernig dettur ykkur í hug að
bjóða almennum félagsfundi upp á að taka afslöðu
að svo komnu máli?
Og ein athugasemd til. Ég hef fregnað að einhver
góður maður hafi stungið upp á því, að okkur væri
leyft að velja á milli: fílunnar, erfðafræði, sálar-
fræði og tölfræði. Veit aumingja maðurinn ekki, að
þrennt hið síðarnefnda eru skyldukúrsar í deildinni?
læknaneminn
55