Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1975, Page 51

Læknaneminn - 01.10.1975, Page 51
Um ensím til sjúkdómsgreimngar Hróðmar Helgason, lœknanemi Alkaliskur fosfatasi (AF) Alkalískur fosfatasi (o-phosphoric monoester phosphohydrolase) er ensím sem er að finna í ýms- um vefjum líkamans. Það aktífitet eða virkni sem mælist í serum, er í raun það heildarmagn sem hin ýmsu líffæri mynda. Sérstaklega ber þó að nefna bein og lifur sem aðalmyndunarstaði, þótt umtalsvert magn myndist einnig í slímhúð meltingarvegar, rauðum blóðkornum, milta, nýrum og fylgju. Ekki er nákvæmlega vitað hvert hlutverk AF er í þessum vefjum, en þó er þeim það sameiginlegt að þar fer fram mikill flutningur ýmissa efna og efnasambanda. Hafa verið leiddar líkur að því að AF taki ein- hvern þátt í þeim ferlum sem þar liggja að baki. I lifur myndast ensímið í epitelfrumum gallganga (cholangiocytar). Aður var talið að AF myndaðist etngöngu í osteoblöstum, sem losuðu svo ensímið út í blóðrásina og síðan væri það skilið út með galli. Mælingar með rafdrætti og öðrum biokemískum rannsóknum hafa hins vegar leitt í Ijós, að um er að ræða nokkur mismunandi ísóensím sem koma frá hinum ýmsu myndunarstöðum. í beinum myndast AF i osteoblöstum og er líklegt að þar gegni ensím- ið veigamiklu hlutverki við beinmyndun. Hydro- lyserar AF þar lífræn fosföt og eykur þannig fram- boð á ólífrænu fosfati, þannig að hydroxyapatít (Cxo (P04)6 (0H)2) getur fallið út sem litlir kristall- flr í beinamatrixinu. I fylgju er talið að ensímið rnyndist í trophoblast hluta fylgjunnar. Mæling á AF er kínetísk og er mæld virkni ensímsins með því að láta viðkomandi serum saman við substrat t. d. p-nitrófenylfosfat. Síðan er mælt hve mörg m Mól af p-nítrófenóli myndast á tíma- einingu, venjulega % eða 1 klst. Aðferð sem kennd er við Bessey-Lowry-Brock notar sem einingu það þegar eitt m Mól af p-nitrófenóli losnar á % klst við hitastig 37°C og pH = 9,8-10,1. Normalgildi þegar þessi aðferð er notuð er 1,0 - 2,5 ein. All- margar aðferðir eru til og eru þær í grundvallar- atriðum eins en nota mismunandi substrat, hitastig eða pH. Helstu eru: Bodansky Ng 1,5-4 ein, King- Armstrong Ng 3-13 ein, Shinowara-Jones-Reinhart Ng 2,2-6,5 ein/lOOml. Nú eru mest notuð siálfvirk mælitæki sem gefa upp alþjóðlegar einingar per ml. Normalgildi þar er 40-120 alþj. millieinincar ner ml. Klínískt notagilili Þegar sjúkdómar fara að herja á þau líffæri sem AF myndast í, brenglast bæði myndun og útskilnað- ur ensímsins. Langoftast veldur það aukinni virkni ensímsins i serum og er minnkuð virkni því sem næst óþekkt. Þó ber að nefna sjaldgæfan arfgengan efnaskiptagalla, hypophasphatasia. Þar er um að ræða hækkun á Ca++ í serum en eðlilegt fosfat. Annað sjúkdómsástand sem stundum veldur lækkun á AF er langvarandi krónískur næringarskortur. Lifrarsj úkdómar Við stíflugulu (extrahepatic biliary obstruction) t. d. steinn í ductus choledochus eða æxli við duc- tus, sem veldur rennslishindrun á galli, verður mikil hækkun á AF. Getur hækkunin orðið allt að því tiföld. Orsök þessarar hækkunar er talin vera sú, að við rennslishindrun á galli hætti ensímið að skiljast út með gallinu og leki til baka inn í lifrar- sinusana og þaðan inn í blóðrásina. Einnig er talið að við rennslishindrun á galli aukist þrýstingur í gallgöngunum og það leiði aftur á einhvern hátt til aukinnar myndunar á AF í cholangiocytunum. Á meðan stíflan er til staðar heldur virkni ensímsins í serum áfram að aukast uns ákveðnu hámarki er náð, ca. tífaldri hækkun. Við prímer biliary cirrhosis, þar sem um er að ræða örvefsmyndun utan um gallgangakerfið innan læknaneminn 41

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.