Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 37

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 37
Slappað af eftir erfiSa nótt. Hann heitir „The Cork Screw Wine Bar“ og er stað- settur í miðborginni. Þar skemmtu mönnum Bernie og félagar í grúppu sem kallaði sig „The Acme No- velty Band“. Allir í bandinu áttu það sameiginlegt að kunna sama og ekkert á hljóðfæri og spiluðu þeir nokkurs konar jazz. Samt er það álit okkar að sjald- an eða aldrei höfum við kynnzt eins skemmtilegum furðufuglum, sérstaklega vakli sviðsframkoman ká- tínu okkar. Komum við þarna 4 sunnudagskvöld í röð og vorum óneitanlega farin að setja svip okkar á staðinn, orðin fræg að endemum og ómissandi vín- og bjórkaupendur. Þar kom að síðasta sunnudags- kvöldið var okkur boðið að troða upp með sérstakt íslenzkt prógram. Það gerðu tveir úr hópnum, sungu og spiluðu (að vísu ekki íslenzkt lag) við mikinn fögnuð og hlátrasköll. Texta lagsins ætla ég ekki að birta hér, enda mun bezt fara á því! Við kvöddum þennan stað og skemmtikrafta hans með miklum söknuði og héldum þeim lokahóf inni á einu herbergi heimavistarinnar. Segir ekki af út- liti þess ágæta herbergis daginn eftir, en fleiri hóf þessu lík munu hafa verið haldin á hinum ýmsu herbergjum meðan á dvölinni stóð. Við lok krufningarkúrsins kom síðan það sem all- ir.höfðu kviðið fyrir í 4 vikur, sumsé prófið sem sá ágæti próf. Harrison lagði fyrir okkur. Það var fremur þungt og segir fátt af árangri manna þar, enda engar niðurstöður komnar frá læriföður vor- um, Hannesi Blöndal, þegar þetta er ritað. Bíða menn að vonum spenntir eftir þeim. Síðasta kvöldið þar ytra var síðan haldið mikið gildi til heiðurs próf. Harrison, Mr. Pearson og ann- arra rótarymanna. Þar voru haldnar nokkrar ræður á báða bóga, flestar leiðinlegar tækifærisræður eins og vill brenna við, við svona „sósíal“ tækifæri, þakkir og önnur kurteisi viðhöfð. Við kvöddum síðan allt þetta velgjörðafólk okk- ar með nokkrum söknuði með loforðum um að sýna ísland í bak og fyrir ef það kæmi nokkru sinni hing- að á Frón. Heim var haldið á sunnudegi, 7. ágúst, sumir höfðu reyndar farið fyrr. Þegar horft er til baka má segja að ferðin í heild hafi tekizt afbragðs vel. Mikil samheldni var með hópnum og hafði það að sjálfsögðu allt að segja. Engin meiri háttar spellvirki unnin og umgengni al- mennt góð. Allavega komu engar stórar kvartanir fram. Það er trúa mín að þessi ferð verði öllum sem tóku þátt í henni ógleymanleg, og orðið mjög til þess að auka félagsanda innan hópsins, svo ekki sé minnzt á það fræðilega gagn sem menn höfðu af henni. Kunnum við öllum beztu þakkir sem gerðu okkur lífið ljúft þar ytra. Gjört hinn 20. dag seplembermánaðar 1977. LÆIÍNANEMINN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.