Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 40
Um 4. árið
Kreytingar ci hennslu í medivin oy
hirurgiu
Talsverðar breytingar voru gerðar á kennslufyrir-
komulagi í kirurgi og medicin síðastliðið kennsluár.
I fyrsta lagi var breytt til þannig, að fyrirlestrar og
kúrsusar á fjórða ári rákust minna á en áður. I
öðru lagi var fyrirlestrum í medicin og kirurgiu á
síðari önn breytt frá því í fyrra.
Kennsluárið 1975-76 voru fyrirlestrar fluttir dag-
lega meðan kúrsusar í medicin og kirurgiu stóðu yf-
ir. Ef stúdentar ætluðu sér að sitja fyrirlestra misstu
þeir að vísu talsverðan tíma frá verklega náminu.
Kennsluárið 1976-77 var ákveðið að hafa fyrir-
komulagið þannig að fækka sem mest fyrirlestrum
meðan á kúrsusum í med. og kir. stæðu yfir. Þess í
stað átli að flytja sem mest af fyrirlestrunum áður
en haustkúrsusinn í med./kir. byrjaði og einnig
áður en seinni med./kir. kúrsusinn hæfist. Auk þess
átti að halda fyrirlestra tvo daga í viku meðan á
kúrsus stæði, þ. e. þriðjudaga og fimmtudaga og
áttu þeir fyrirlestrar að hefjast kl. 14 eða 15 til
þess, að þeir dagar nýttust sem bezt í verklega nám-
inu. Þetta fyrirkomulag átti einnig að gefa stúdent-
um betra tóm til að lesa með fyrirlestrunum, en áð-
ur, þegar kúrsusar og fyrirlestrar voru í gangi sam-
tímis, varð oft lítið úr lestri. Þetta fyrirkomulag
hefur að flestra dómi reynzt mun árangursríkara en
eldra fyrirkomulag. Kúrsusarnir hafa nýtzt mönnum
mun betur og tíminn sem fór í „hreina fyrirlestra“
nýttist mörgum vel til lestrar.
Einhverra hluta vegna hefur fjórða árið nýtzt
mörgum stúdentum illa til lestrar í kir. og med. und-
anfarin ár. Ymsar skýringar hafa verið á þessu svo
sem:
1. Ekkert próf í lok ársins í kir. og med.
2. Niðurröðun kúrsusa og fyrirlestra hefur verið
slík, að stúdentar hafa stundað kúrsusana en
sleppt miklu af fyrirlestrum og lestri.
3. Yfirferð í med. og kir. of ýtarleg og of hröð
til þess að stúdentar nái tökum á efninu.
Fleiri skýringar eru einnig, svo sem sú, að stúd-
entar séu orðnir „pústlausir" eftir þriggja ára sprett.
Vera má að allar þessar skýringar eigi rétt á sér.
Undanfarin ár hafa verið teknir fyrir sjúkdómar
í ákveðnum líffærum eða líffærakerfum og þeim
verið gerð fullnægjandi skil bæði af lyflækni og
kirurg strax á fjórða ári. Síðan hafa ekki verið
fleiri fyrirlestrar um þessi sömu kerfi aftur seinna
í náminu. Til dæmis hafa verið teknir lungnasjúk-
dómar, hjartasjúkdómar og meltingarsjúkdómar á
fjórða ári. Fyrirlestrar í gigtsjúkdómum, efnaskipta-
sjúkdómum o. fl. hafa hins vegar eingöngu verið
haldnir á sjötta ári og stúdentar hafa ekki fengið
neina kennslu í þeim undirgreinum á fjórða ári.
Þetta hefur mörgum þótt mjög bagalegt. Ennfremur
má teljast mjög varasamt að hefja kennslu lækna-
nema í medicin og kirurgiu með nákvæmum og
mörgum fyrirlestrum um afmarkaðar undirgreinar
þessara greina áður en stúdentar hafa náð tökum á
undirstöðuatriðum í almennri med. og kir. Enda
hafa mjög margir, sem hafa byrjað á þessu stigi
námsins að lesa stórar og þykkar bækur, gefist upp
á þeim og lesið frekar léttari og efnisminni bækur.
Það er því mun skynsamlegra, eins og reyndar
tíðkast víða erlendis í læknaskólum, t. d. í Svíþjóð,
að kenna fyrst á fjórða ári undirstöðuatriðin í
helztu undirgreinum med. og kir., þar með talið
þeim undirgreinum, sem eingöngu hafa verið kennd-
ar á sjötta ári. Þannig öðlast stúdentar mikið betri
grundvallarskilning á efninu og mun betra verður
að bæta síðan við þá þekkingu síðar í náminu.
Hugmyndir í þessa átt voru ræddar í kennslumála-
nefnd og meðal kennara fjórða árs síðastliðinn vet-
ur og fengu góðan hljómgrunn. Voru bæði kennarar
og fulltrúar stúdenta á því máli að þetta yrði til
32
LÆKNANEMINN