Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 20
1. A/New jersey (svínaveira). Fyrir bólusetningu
höfðu 46 einstaklingar minna magn mótefna en tal-
izt getur verndandi. Eftir bólusetningu hafa mótefni
17 þessara einstaklinga hækkað marktækt (37%),
en þar af hafa mótefni hjá 14 mönnum hækkað upp
fyrir H. I. títer 40 (30%), en hann er talinn vernd-
andi, eins og áður er vikið að. Styrkur mótefna
meirihlutans, eða 29 manna (63%) er óbreyttur.
I þeim hópi sem hafði miðlungsháan títer mól-
efna fyrir bólusetningu eru 27 einstaklingar. Er
mótefnamagn þeirra allra gegn svínainflúenzu ó-
breytt eftir bólusetningu.
I hópnum með hæstan títer mótefna, hefur styrk-
ur mótefna aðeins eins einstaklings hækkað mark-
tækt, en styrkur mótefna annarra er óbreyltur.
2. A/Victoria (nýjasti A-stofninn). í hópi þeim
sem hefur lægstan títer mótefna gegn inflúenzu af
völdum A/Victoria, eru 28 einstaklingar og er mót-
efnamagn þeirra allra óbreytt eftir bólusetningu.
1 miðlungsháa hópnum hækka heldur engin mót-
efni, en mótefni fjögurra einstaklinga lækka mark-
tækt. Skýringin er sennilega sú að þessir einstakl-
ingar hafi nýlega fengið inflúenzu af völdum skyldr-
ar veiru og eru mótefni frá þeirri sýkingu því enn
lækkandi.
i hópnum með hæstan títer mótefna, hækka mót-
efnin ekki heldur, en mótefnamagn í blóði fjögurra
manna lækka marktækt.
3. B/Hong Kong. 1 þeim hópi sem minnst hefur
af mótefnum gegn B/Hong Kong veiru voru 10 ein-
staklingar og hækka mótefni þriggja þeirra mark-
tækt, í öllum tilfellum upp fyrir 40, en mótefna-
styrkur annarra helzt óbreyttur.
í miðlungsháa hópnum hækka mótefni þriggja
manna (7%), en mótefni annarra eru óbreytt
(93%).
í hópnum með hæstu mótefnin hækka mótefni
eins einstaklings (4%), mótefni 23 manna eru ó-
breytt (79%), en mótefni 5 manna lækka marktækt
(17%), væntanlega vegna þess að hér hafi inflú-
enza af B stofni verið á ferðinni nýlega.
I þessum heildarhópi (81 maður) var enginn sem
fékk við bólusetninguna marktæka hækkun mótefna
gegn A/Victoria stofninum, 18 marktæka hækkun
gegn A/New Jersey stofninum (22%) (þar af 14
upp fyrir 40) og 7 gegn B/Hong Kong stofninum
(9%) (þar af 3 up fyrir 40). Þeir sem sýna mark-
tæka hækkun mótefna hafa flestir lágan títer í upp-
hafi.
[ ijósi þessara niðurstaðna vakna ýmsar spurn-
ingar: 1) Er þessi lögun af bóluefninu léleg? 2) Er
bóluefnið frá þessari verksmiðju aimennt [élegt? 3)
Geta hafa orðið mistök við geymsiu og/eða fiutning
bóluefnisins? 4) Fór eitthvað úrskeiðis við bólu-
setninguna á elliheimilunum? (Það er ólíklegt, þar
sem bólusett var á þrem stöðum.) 5) Er inflúenzu-
bólusetning almennt gagnslaus fyrir þá, sem hafa
gömui mótefni fyrir?
Til þess að reyna að svara m. a. þessum spurn-
ingum, er í ráði að gera nákvæma könnun á vegum
Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði á bólusetn-
ingu með inflúenzubóluefni frá nokkrum lyfjaverk-
verksmiðjum veturinn 1977-1978.
Verkefnið var unnið á Rannsóknastofu Háskólans
í veirufræði undir umsjón Margrétar Guðnadóttur
prófessors.
HEIMILDIR:
1. Sjá grein um rannsókn þessa í ritinu „Um veirur, veiru-
sýkingar á íslandi og varnir gegn þeim, 11“ (í undirbún-
ingi).
2. Palmer, D. F., Coleman, M. T., Dowdle, W. R. & Schild,
G.: Advanced laboratory techninques for influenza dia-
gnosis, U. S. Department of Health, Education and Wel-
fare, Public Health Service, Center for Disease Control,
Atlanta, Georgia 1975, 25-62.
Umrteifa
Ljóst er samkvæmt niðurstöðum þessum, að harla
lítill árangur hefur orðið af þessari bólusetningu.
14
LÆKNANEMINN