Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 8
lýsingu hans frá 17. des. 1968, sem hann gaf á Al-
þingi, en þar sagðist hann aldrei mundu liða neinar
takmarkanir inn í Háskóla Islands.
Ráðherra mætli ekki en sendi fundinum bréf, sem
fundarmönnum þótti þvælið og fullt af útúrsnún-
ingum. Á fundinum kom einnig fram að ráðherra
væri að leggja af stað kl. 10 um kvöldið frá Keflavík
með Lagarfossi, í þriggja vikna sumarfrí. Það
hvarflaði ekki að fundarmönnum að láta ráðherra
sleppa svo billega, og var því í skyndi pantaður
langferðabíll og á ritvél rektors útbúin yfirlýsing,
sem hljóðaði svo:
„Ég undirritaður, menntamálaráðherra íslands,
lýsi því hér yfir að ég muni þegar í stað beita mér
fyrir því, að dregin verði til baka heimild til að tak-
marka aðgang að læknadeild.“
Þetta átti að fá ráðherra til að undirrita.
Það var lagt af stað til Keflavíkur kl. 9 úm kvöld-
ið og því bara klukkutími til stefnu, og hart lagt að
bílstjóranum að draga ekki af druslunni. Hópurinn
komst að skipshlið fyrir tíu og tveir fulltrúar voru
sendir með yfirlýsinguna um borð, en þeir náðu
ekki tali af Gylfa og hann undirritaði því ekki neitt.
Klukkan tíu lagði skipið frá bryggju undir há-
væru bauli hópsins.
Þegar hér var komið sögu var takmörkunarmálið
orðið mikið blaðamál og vel fylgst með því. Þess
vegna hafði útvarpið reynt að fá Gylfa Þ. Gíslason
með í umræðuþátt um málið, en hann neitaði. Og
samtalsþáttur með fulltrúa nýstúdenta og tveim
læknanemum fékkst ekki fluttur.
En bregðum okkur nú aftur inn á deildarfund.
Áður en ráðherra flúði land 4. júlí, hafði hann sent
deildarfundi bréf þar sem hann hiður læknadeild um
að koma með aðrar tillögur til takmörkunar en lág-
markseinkunn á stúdentsprófi og 16. júlí kemur
fram tillaga á deildarfundi frá Jóni Steffensen, svo
hljóðandi:
1. Læknadeild taki við þeim hópi nýstúdenta sem
aðstaða til verklegrar kennslu í efnafræði leyfi.
Fari fjöldi þeirra fram úr því ræður stúdents-
próf um inntöku í deildina.
2. Enda komi þá jafnframt til framkvæmda fyrri
tillögur læknadeildar, til að koma í veg fyrir
óviðráðanlegann fjölda í henni.
En þær eru:
a. Læknanema sem tvívegis hefur mistekizt að
ná sama prófi er ekki heimill að endurinnrit-
ast í deildina.
b. Læknadeild er heimilt með upphafsprófi, að
takmarka þann fjölda sem áfram heldur
læknanámi, við þá tölu sem hún hverju sinm
telur unnt að veita viðunandi kennslu. Hafi
fleiri staðizt upphafspróf skal prófárangur
skera úr.
Og síðan á deildarfundi 6. ágúst er samþykkt að
breyta áður settum einkunnartakmörkunum þannig:
Að teknir verði svo margir nýstúdentar, sem
aðstaða til efnafræðikennslu leyfði, að því til-
skyldu að tillögur þær til breytinga á reglugerð
H. 1. sem varða læknadeild og liggja til athug-
unar í menntamálaráðuneytinu, gildi haustið
1970 (þ. e. nýja reglugerðin sem gerði ráð fyr-
ir því að taka inn 24 á ári).
Annan ágúst kom menntamálaráðherra aftur úr
sumarfríi með Lagarfossi og tók þá sami hópurinn
á móti honum, og kvaddi hann í Keflavík.
Ástandið hjá stúdentum var þá þannig að 20
höfðu innritazt, en 38 (sem ekki höfðu tilskylda
einkunn) hiðu með innritun.
Þegar menntamálaráðherra frétti um stærð hóps-
ins áleit hann að allir gætu innritast, og er ákveð-
inn fundur með honum 6. ágúst í Arnarhvoli til að
gera út um það mál.
Það mættu margir á þann fund. Auk Gylfa voru
þar fulltrúar læknanema, nýstúdenta, háskólakenn-
ara, og blaðamenn.
Á fundinum upplýsti ráðherra að læknadeild vildi
helst fá Numerus Clausus, en það myndi hann aldrei
samþykkj a.
Einnig sagðist hann mundu fara fram á það við
læknadeild að hún falli frá öllum kröfum sínum um
takmörkun í deildina.
Eins og að framan greinir samþykkti deildarfund-
ur sama dag að inntaka í læknadeild mundi tak-
6
LÆKNANEMINN