Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 38

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 38
Um 3. áriö Lílfœratnein afrœði Kennslunni var skipt í fyrirlestra og verkkennslu. Fyrirlestrar voru 6 á viku og jafnframt skyldi hver stúdent vera viðstaddur 4 krufningar á haustönn. A vorönn var auk fyrirlestra verkkennsla í meina- vefjafræði. Fyrirlestrakennsla Samkvæmt kennsluskrá skyldi stuðst við: 1. Robbins og Angell: Basic Pathology. 2. Escourolle og Poirier: Manual of basic neuro- pathology. En þegar til kom var fyrri bókin al- veg fullnægj andi. Deila má um hvernig fyrirlestrar eigi að skiptast á milli einstakra kafla meinafræðinnar. Hitt finnst mér þó Ijóst að auka beri mjög hlut hinnar almennu meinafræði. Aðeins 12 af 116 áætluðum fyrirlestr- um voru ætlaðir kennslu í almennri meinafræði. Einnig finnst mér skorta á að kennarar tengi sér- hæfðu meinafræðina hinni almennu. Þar sem víðar var Hannes Blöndal undantekning. Flestir kennararnir opinberuðu fróðleik sinn á glærum, mismunandi að gæðum. Glærusýning þarf ekki að vera slæm sem aðalkennsluform sé ákveð- inna atriða gætt. Á glærunum mega bara vera aðal- atriði, þar sem tíminn er svo naumur. Uppsetning textans er mikilvæg, s. s. stórar spássíur og skýrar og skilmerkilegar fyrirsagnir o. fl. Þá ættu stúdentar að fá afrit af glærunum svo skriftir minnkuðu og meiri tími gæfist til umræðna og aukinnar fjöl- breytni, s. s. umfjöllunar ákveðinna sjúkratilfella. Ókleift er að tala um alla kennarana sem einn væri. Sumir eiga þeir lof skilið en aðrir minna af slíku. Eg ræði því stutt en sannlega um þá hvern og einn. Olafur Bjarnason: Notar glærur en bregður líka stundum mynd á tjaldið. Á glærunum eru aðalatriði og á hverri þeirra mjög mikið efni. Ilins vegar mætti bæta uppsetninguna, sem oft vill verða anzi kássukennd. Oftast er tími til annars en skrifta lítill og bjargar þá að prófessorinn hefur litlu við að bæta hið mikla efni glæranna. Yæntanlega kemur ÖI- afur með glærur sínar endurbættar í vetur. Ólafur gerði annars því efni sem honum bar góð skil utan sjúkdóma í blóðmyndandi vef og eitlum, sem naum- ast voru nefndir, en bar þó 4 fyrirlestra samkvæmt kennsluskrá. Jónas Hallgrínisson: Hann varð einn allra kenn- aranna til að fjölrita glærur sínar og dreifa þeim reglulega til stúdenta. Samantekt hans og uppsetning var ágæt og er þörf lexía ýmsum hinna kennaranna. Einnig notaði Jónas myndir við kennsluna, sem féllu vel að efninu. Verra var að rnikið af þeim tíma sem við þetta hagræði vannst, fór í háfleygt eintal Jónasar um lífið og dauðann. Jónas tók að sér fjórðung þess sem Þorgeir Þor- geirsson átti að kenna og leysti það vel af hendi. Bjarki Magnússon: Við kennsluna notar hann oft- ast glærur, sem oft bera glögg merki fljótaskriftar. Hann þverskallast við að dreifa glærum sínum til stúdenta og vitnar stíft í slæma reynslu af slíku frá fyrri árum. Bjarki gerir talsvert af því að tína til raritet og annað sem ekki finnst í litla Robbins, og tíunda fyrir stúdentum. Engum getur því dulizt að það er lærimeistaranum vart samboðið að styðjast við þessa bók í kennslunni. Af áætluðum tíma til yfirferðar um lungnasjúkdóma fór næstum þriðj- ungur í slíkan sparðatíning, en veigameiri atriði biðu aukatíma að vori. Prófverkefnið hjá Bjarka var þó vel Lil fundið úr vel afgreiddu efni. Vonandi verður hann nær jörð- inni í kennslu sinni framvegis. Páll Þórhallsson: Yfirferð hans var hæg en mark- 30 LÆICNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.