Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 22
kvæmi hann hjartaflutning sperra allir eyrun. Eins og stendur láta Bretar einungis um 4,5% af fjárveit- ingu til heilbrigðismála renna til meðferðar og rann- sókna á gigtsjúkdómum. Prófessor Watson Buchan- an segir að það fjármagn sem hið opinbera verji til rannsókna á gigtsjúkdómum mundi vafalaust sóma sér vel í metabók Guinnes, sem lægsta upphæð er veilt væri til lausnar nokkurs meiriháttar félags- vanda. Prófessor Erik Ailander hefur reiknað út að af kostnaði vegna gigtsjúkdóma í Bandaríkjunum, Bretlandi og Svíþjóð renni aðeins l-6%c af þessum kostnaði til rannsókna á gigtsjúkdómum. Þetta er hlægilega lág tala og ekki að undra þótt við vitum ekki meira um orsakir þessara sjúkdóma. Alþjóðlefít gigtarár Af ofanskráðu má ráða að ekki hafi þótt vanþörf á að vekja athygli á þessu vandamáli, gigtinni. I því skyni tóku höndum saman Alþjóðasamband gigtar- félaga (International League against Rheumatism ILAR) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og helguðu árið 1977 baráttu við gigt. Tilgangurinn með Gigtarárinu er í fyrsta lagi að auka þekkingu og skilning og glæða áhuga á gigtsjúkdómum, í öðru lagi að bæta aðstöðu til gigtlækninga og bæta gigt- afíneðferð og í þriðja Iagi að hvetja til aukinna vís- indarannsókna á gigtsjúkdómum. Sérstök miðnefnd var sett á laggirnar lil þess að skipuleggja baráttuna og hefur hún aðsetur í Manchester. Nefndin gefur út fréttabréf til þess að kynna baráttuna á Gigtarári í hinum ýmsu löndum og hvetja til enn meiri að- gerða. Annars var gigtsjúkdómafélögum lækna og gigtarfélögum áhugamanna í hverju landi fyrir sig falið að sjá um baráttuna í eigin landi. Gigtsjúkdómafélag íslenzkra lækna var stofnað af Sigurði Samúelssyni prófessor árið 1963. Meðlimir eru 25 læknar, sem flestir eru í einhverjum tengslum við gigtlækningar og hafa áliuga á framgangi þeirra. Félagið er meðlimur í European League against Rheumatism (EULAR) og International League ageinst Rheumatism (ILAR). EULAR og ILAR þinga hvert fyrir sig 4. hvert ár og hafa meðlimir Gigtsjúkdómafélags ísl. lækna sótt þessi þing og lagt þar fram rannsóknir sínar á gigtsj.dómum á Is- landi og komist þannig í nánari tengsl við gigtlækna í öðrum löndum. Félagið er einnig virkur þálttak- andi í samstarfi gigtlækna á Norðurlöndum og héld- um við 16. Norræna gigtlæknaþingið í Reykjavík í fyrra. Annað hvert ár halda Norrænu gigtlæknafé- lögin námskeið, sem sérstaklega eru ætluð ungum læknum í sérnámi og hafa nokkrir Islendingar sótt þessi námskeið og vil ég benda ungum læknum á þau. Námskeiðin eru haldin til skiptis í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Stofnun GigUirféltigs íslands Gigtsjúkdómafélag íslenzkra lækna hóf undirbún- ing að Gigtarári með því að gangast fyrir stofnun Gigtarfélags íslands. Á 16. Norræna gigtlæknaþing- inu í Reykjavík 21.-23. júní 1976 héldu norrænu gigtarfélögin, sem eru áhugamannafélög í hverju Norðurlandanna fyrir sig, aðalfund sinn. Stjórn Gigtsjúkdómafélag íslenzkra lækna fékk nokkra á- hugamenn úr röðum gigtsjúklinga til liðs við sig til að þinga með stjórnum Norrænu gigtarfélaganna og sóttum við til þeirra ráð og leiðbeiningar um stofn- un slíks áhugamannafélags hérlendis. Gigtarfélag ís- lands var síðan stofnað 9. október 1976. Undirtektir voru strax góðar og voru stofnfélagar á fimmta hundrað og eru meðlimir Gigtarfélags Islands nú á annað þúsund. TVtmðsgn frtrðslu um gigt 1 lögum félagsins er tekið fram að hlutverk þess sé að annast fræðslu um gigtsjúkdóma m. a. með því að gefa út leiðbeiningarrit fyrir gigtsjúka, efna til fræðslufunda um gigtsjúkdóma og fá fjölmiðla til að birta fræðslu um eðli þeirra og reyna þannig að auka þekkingu almennings á þeim. Gigtsjúkdómafé- lag íslenzkra lækna hefur slíka fræðslu einnig á stefnuskrá sinni. Það hefur ekki þótt vanþörf á að leggja svona mikla áherzlu á fræðslustarfsemina þar eð vanþekking á eðli og orsökum gigtsjúkra jafnt hjá lærðum og leikum hefur haft í för með sér van- trú á gigtlækningum. Það er of algengt að heyra bæði lærða og leika segja sem svo: „þetta er bara gigt, það er ekkert hægt að gera við gigt.“ Þennan leiða misskilning ætla bæði Gigtarfélag íslands og Gigtsjúkdómafélag íslenzkra lækna að leiðrétta. Fé- lögin hafa þegar hafið upplýsingaherferð í fjöl- miðlum og Gigtarfélag íslands hefur haldið marga fræðslufundi við mjög góða aðsókn og undirtektir 16 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.