Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 16
Samkvæmt útreikningum skriffinna læknadeildar
töldust 26 stúdentar hafa staðizt 1. árs próf. Skyldi
því skera að hausti. Þótti nokkrum nýliðum illt í
efni og flestar greinar velsæmis brotnar. Var nú og
tilhlýðilegt að gera gagnárás, enda engu að tapa
nema hlekkjunum. Lagt var í póstinn bréf til deild-
arráðs dagsett 19. ágúst 1976 þar sem sýnt var fram
á hæpnar forsendur fjöldatakmörkunar:
1. Samkvæmt kennsluskrá skyldi kennsla í líffæra-
fræði hefjast 20. jan. eða 8 dögum fyrir áður-
nefndan deildarfund; kennslan hófst að vísu ekki
fyrr en í febrúar vegna veikinda, en engu síður
hlaut 20. jan. að teljst upphaf síðara misseris. 1.
árs. Kennsla í lífrænni efnafræði var hafin áður
en fundurinn var haldinn. Af lagalegum ástæðum
gat „numerus clausus“ ekki staðizt, því ákvörðun
um beitingu hans var ekki tilkynnt fyrir upphaf
misserisins. Að auki er sennilegt, að tilkynna
þurfi beitingu fjöldatakmörkunar fyrir upphaf
haustmisseris því janúarpróf eru reiknuð til lækn-
isprófs (sjá 42. gr. b).
2. Einungis 21 nemandi náði öllum prófum veturinn
1975-76. 4 útlendingar höfðu fengið metin próf
erlendis frá og einn íslenzkur stúdent hafði lokið
vorprófum 1. árs veturinn 1974-1975. A þeim
hvíldi því augljóslega minna álag þennan vetur en
öðrum 1. árs nemum.
3. Bent var á, að tæplega helmingur íslenskra stúd-
enta hafði setið 2-3 vetaur á fyrsta ári. Þyrftu
þeir ekki að sinna verktímum og væntanlega
hefðu þeir lesið námsefnið áður.
4. Af „26“ 1 .árs kandidötum voru 9 útlendingar og
1 Vestur-íslendingur. 26 -4- 10 = 16. Það er að
segja 16 íslenzkir íslendingar náðu prófunum. Út-
lendingarnir höfðu margir stundað skylt háskóla-
nám erlendis.
Af ofangreindu er ljóst að stúdentar 1. árs gengu
ekki á jafnréttisgrundvelli að prófum í læknadeild,
svo og að heimild reglugerðar skorti til lieitingar
fj öldatakmörkunar.
Bréf þetta var tekið fyrir á aukafundi deildarráðs
15. ágúst 1976 og í fundargerð má finna gullvæga
lýsingu á umræðum um málið: „málið rætt“ (þessa
lýsingu á umræðum má finna víða í fundabókum
læknadeildar!). Að loknum umræðum ályktaði
deildarráð, að „með tilliti til ríkjandi aðstæðna
skuli öllum nemendum í læknadeild, er staðizt hafa
vorpróf eða haustpróf fyrsta árs 1976, heimilt að
halda áfram námi, nema sérstakar ástæður hamli.“
IU7(i—77 Unrúttan í day
Síðast liðið haust hafði læknadeild enga yfirlýs-
ingu gefið um fjöldatakmarkanir skólaárið 1976-
’77 aðra en þá, að þeir einir, sem stæðust lilskilda
lágmarkseinkunn í hverju fagi á janúarprófum,
fengju að þreyta vorpróf. Það kom 1. árs læknanem-
um því mjög á óvart, þegar eftirfarandi tilkynning
var birt þann 27. des. 1976, er aðeins var um það
bil hálfur mánuður þar til janúarpróf skyldu haldin:
„Á deildarfundi læknadeildar 22. des. 1976 var
eftirfarandi samþykkt:
Strax og einkunnir úr prófum fyrsta árs liggja
fyrir, skal deildarráð raða stúdentum er náð hafa
öllum prófum í sæti eftir meðaltalseinkunn þeirra í
öllum prófum fyrsta árs (inngangur að líffæra- og
lífeðlisfræði, efnafræði I, efnafræði 11, eðlisfræði,
líffærafræði hafa vægi % en forspjallsvísindi hafa
vægi 14)- Þeim stúdentum er skipa 36 efstu sætin
skal leyft að halda áfram námi í deildinni. Nái ekki
36 stúdentar öllum prófum skal þeim stúdentum er
fallið hafa í einhverju prófi raðað í lausu sætin eftir
meðaltalseinkunn og mega þeir þá þreyta haustpróf.
Séu fleiri en einn um 36. sætið, skal deildarráð
skera úr um hver það hlýtur með hlutkesti.“
Ekki var það ákvörðunin um beilingu numerus
clausus, sem svo kom á óvart ,heldur að janúarpróf-
in skyldu reiknuð með í meðaleinkunn til notkunar
í numerus clausus. Þegar í stað voru borin fram
mótmæli við deildarforseta læknadeildar, Ölaf
Bjai'nason, um ofangreint atriði, enda stendur í 42.
grein í Reglugerð Háskóla Islands um læknadeild:
„Sé fjöldi stúdenta, sem stenzt 1. árs próf,
meiri en svo að veita megi þeim öllum viðun-
andi framhaldskennslu við aðstæður á hverj-
um tíma, getur deildin takmaikað fjölda
þeirra sem halda áfram námi . . . skal ákvörð-
un hverju sinni tilkynnt fyrir upphaf þess
misseris, er prófið er haldið.“
Einnig mótmæltu nemendur því að hlutkesti skæri
úr um 36. sætið, væru fleiri en einn um það.
10
LÆKNANEMINN