Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 44
öðru starfsfólki deildarinnar. Mátti helst undan því
kvarta að námskeiðið er of stutt og mætti auk þess
hugsa sér að nýta ágæta gj örgæsludeild betur en
gert var.
Mér skilst að stúdentar á Landakoti hafi verið
ánægðir með kennslustundirnar, sem voru ein dag-
lega og fjölluðu um svæfingar í héraði, en hins veg-
ar hafi þeir almennt verið óánægðir með, að aðeins
annar svæfingarlæknanna sinnti stúdentum að
marki.
Konráð S. Konráðsson.
Klínísht nám á Landspíttdumnn
veturinn 1976-77
Það hljóta að hafa talist mikil tíðindi sem gerð-
ust þegar verið var að raða 4. árs stúdentum í lækn-
isfræði niður á verklega kúrsa haustið ’76. Þá kom
nefnilega í Ijós að stór hluti umrædds árgangs gat
með engu móti hugsað sér að vera í verklegu námi
í lyfja- og handlæknisdeild Landspítalans, heldur
vildu menn fara annað hvort á Landakot eða Borg-
arspítalann. Hér er greinilega um mikilvægt mál að
ræða sem vissulega er þess virði að rannsakað verði
ofan í kjölinn. Ekki er laust við að ýmsar spurning-
ar vakni hjá mönnum vegna þessa. Hvað er það á
Lanspítalanum sem fælir stúdenta frá að vera þar í
sínu verklega námi? Skyldi hafa kvisast út að verk-
leg kennsla sé lélegri þar en á hinum spítölunum?
Þessum spurningum ættu allir viðkomandi að velta
fyrir sér og reyna að finna svör við.
Færri stúdentar voru núna á Landspítalanum en
síðastliðið ár. Kom þetta þannig út að ekki voru
nema einn til tveir stúdentar á hverri deild í einu.
Verður því ekki sagt annað en að olnbogarýmið
hafi verið nokkuð gott.
Hópnum var skipt í tvennt, sá helmingurinn sem
undirritaður tilheyrði var á lyfjadeild fyrir áramót
en handlæknisdeild eftir.
A lyfjadeild var okkur skipt niður á gangana
fjóra, voru einn til tveir stúdentar á gangi. Ekki er
því að leyna að nokkur urðu hjá manni vonbrigði
með framkvæmd á skipulagi kennslunnar. Kom iðu-
lega fyrir að eftir að stofugangur var yfirstaðinn
var ekki um að ræða fleiri verkefni fyrir stúdenta
þann daginn. Þó hafði maður lesið í kennsluskránni
um haustið: 1) stofugangur, 2) skoðun sjúklinga
með kennara, 3) klíník, 4) göngudeild o. s. frv.
Ekki mega menn þó leggja þessi orð mín út á hinn
versta veg, ég er ekki að halda því fram að skipu-
laginu hafi í engu verið fram fylgt, heldur sé ég
ýmsa vankanta á framkvæmd þess.
Á stofugangi má sennilega segja að mesta kennsl-
an hafi farið fram. Flestir læknarnir sem ég átti
samskipti við voru allvel vakandi fyrir því að reyna
að kenna stúdentum eitthvað á stofugangi. Eins
voru þeir allir fúsir til þess að leyfa manni að fylgj-
ast með störfum á göngudeild. Það sem vantaði að-
allega til að skipulaginu væri fylgt er í fyrsta lagi
skoðun sjúklinga með kennara, sem hlýtur að telj-
ast vera ein megin uppistaða klíniskrar kennslu á
lyfjadeild. Segja má að maður hafi lítið orðið var
við þennan þátt. I öðru lagi tel ég að of lítið hafi
verið af svonefndri kiínik, það er því þegar stúdent
skoðar ákveðinn sjúkling og segir síðan hinum stúd-
entunum ásamt kennara hvers hann hafi orðið vís-
ari. Síðan eru umræður um tilfellið. Fyrir áramót
var aðeins einn kennari sem hafði klínik, það var
Sigmundur Magnússon. Hafði hann klínik einu
sinni í viku hverri. Tók hann ætíð fyrir einhver
hematologisk tilfelli. Eru menn að ég held almennt
ánægðir með þennan þátt Sigmundar. Betra hefði
verið ef fleiri sérfræðingar hefðu siglt í kjölfarið.
Held ég þó að þetta hafi verið eitthvað skárra eftir
áramótin.
Á handlæknisdeild var einnig um að ræða skipt-
ingu stúdenta niður á fjóra ganga. Má segja að hér
hafi stúdentar átt betur með að finna sér verkefni
en á lyfjadeildinni. Misjafnlega fannst manni þó
kennslan skipulögð á deildunum, kennararnir eyddu
mismiklum tíma í stúdentana. Hér var um að ræða
klínik á hverjum degi og verður það að teljast mjög
gott.
I stuttu máli: Það sem ég hef helst fundið að
klínisku kennslunni á Landspítalanum er að marg-
ir kennaranna skipta sér ekki nógu mikið af stúd-
entunum. Frumkvæðið hfýtur að verða að koma frá
kennurunum, eða hefðum við kannski átt að koma
með kennsluskrána á morgnana og segja: „Jæja, í
dag er það 1) stofugangur, 2) skoðun sjúklings með
kennara o. s. frv.?“ Það er ekki nóg að semja gott
36
LÆKNANEMINN