Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 29
Um 1 áriö
Efnafrœði lh
Fagið er að miklu leyti upprifjun á efnafræði
menntaskólanna en undirstöðufag fyrir lífefnafræð-
tna. Þetta var í fyrsta skipti sem bókin var kennd.
Hún hentar læknisfræði betur en sú fyrri, þar sem
hún skýrir hin ýmsu fyrirbæri efnafræðinnar með
orðum og minni stærðfræði. Bókin er aðgengileg,
„kafar að vísu ekki mjög djúpt“ en skýrir vel það
sem hún tekur fyrir, stundum jafnvel um of.
Kennarinn, Ingvar Arnason, fór hvorki út fyrir
efni bókarinnar né skýrði það neitt betur. Var
kennsla hans nánast ekkert annað en þýðing og út-
dráttur úr kennslubók. Hann notaði glærur sem
auðvelt var að skrifa niður glósur af, ef fylgzt var
tneð. Glósurnar eru mjög aðgengilegar til upprifj-
unar og lesturs fyrir próf.
Kennslan í efnafræði gat oft verið svæfandi og
leiðigjörn, þar sem léleg loftræsting er í salnum og
kennarinn ekki beint upplífgandi. Það var svo sem
ágætt að fá eina yfirferð um kennslubókina í tím-
um, en heldur hefðum við kosið að efninu væri þar
gerð nánari skil.
Dæmatímar voru mjög gagnlegir, ekki eingöngu
það að nemendur gátu leitað eftir hjálp kennara við
úrlausn dæma, heldur gafst einnig tækifæri að bera
upp aðrar spurningar tengdar náminu. Mikilvægt er
að reikna öll heimadæmin sjálfur, velta þeim fyrir
sér og reikna sem flest önnur. Fyrirkomulag dæma-
tímanna var mjög gott, en þó byggist það algerlega
á því hvernig kennarinn er, hversu vel tekst til.
Tilraunirnar eru til þess ætlaðar að kynna nem-
endum meðferð tækja sem notuð eru í rannsóknar-
stofum og nokkrar aðferðir sem tíðkast við efna-
rannsóknir og greiningu. Prófið byggist a. m. 1. á
dæmum, hliðstæðum dæmunum í bókinni og glós-
um kennarans. Mikilvægt er að lesa vinnuskýrslur
og kennslubók í verklegri efnafræði vel fyrir
próf.
Efnayreininfi
Bókin er mjög þunglesin því hún gerir ráð fyrir
góðri undirstöðukunnáttu í efnafræði, sú undirstaða
fæst varla fyrr en líða tekur á vetur. Nauðsynlegt er
að skilja ný grundvallarhugtök sem fram koma, svo
sem ekvivalent og er eftirleikurinn þá auðveldari.
Fæstir lásu bókina því kennslan byggðist algjörlega
á fjölrituðum fyrirlestrum kennarans, Jóns Ollars
Ragnarssonar. Fyrirlestrar þessir voru mjög að-
gengilegir og skýrði Jón Öttar þá mjög vel út í tím-
um. Prófið var erfiðara en í almennri efnafræði og
byggðist nær eingöngu á dæmum. Mikilvægt var að
hafa reiknað öll heimadæmi sjálfur og sem flest önn-
ur dæmi sem við eiga. Einnig er mikilvægt svo sem
í almennri efnafræði að fara vel í verklegar æfingar.
Inntfuntjur að lífeðlis- of/ líffterafrœði
Anatómía
Bókin er óhentug, samræmist ekki kennslu, sem
byggðist algerlega á fyrirlestrum Hannesar Blön-
dals. Fyrirlestrar voru mjög góðir, efnið sett skil-
merkilega fram. Teikningar Hannesar eru einkar
skýrar og einfaldar. Hannes Blöndal tók aðeins
helztu undirstöðuatriði og sleppti nokkrum köflum
bókarinnar í yfirferð sinni. Námsefnið var ekki
skýrt fyrr en í próf var komið. Góðar glósur eru
nauðsynlegar þar sem á prófinu er spurt um atriði,
sem fjallað var um í tímum en lítið rætt um í bók-
inni.
FósturfrœSi
Bókin er góð og vel sett fram. Kennsla Hannesar
Blöndals bygðist á henni og gerði liann bókinni góð
skil. Fyrirlestrarnir voru einna líkastir framhalds-
þáttum þar sem rakin var þróun fósturs, spennandi
myndasaga.
læknaneminn
21