Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 17
A prófum í janúar féll 50% nemenda út úr deild-
inni, en próf þessi var ekki hægt aS endurtaka. Þá
var 51 nemandi eftir á árinu. Nemendur þessir boð-
uðu kennslustjóra læknadeildar, Jón G. Stefánsson,
á sinn fund. Sagði hann m. a., að' fjöldatakmörkun-
um yrði örugglega framfylgt. Kennslustjóri gat ekki
fært nein rök fyrir nemendafjöldanum 36, en sagði
þó, aS takmarka yrSi nemendafjöldann vegna
þrengsla í verklegri kennslu á síSari árum námsins.
Einnig sagði kennslustjóri, aS hlutkesti yrSi örugg-
lega beitt, en janúarpróf yrðu líklega ekki reiknuS
með. Nemendur vildu ekki una þessu og leituðu því
álits Jónatans Þórmundssonar lagaprófessors. í á-
litsgerð um þetta mál taldi hann hæpið að beita
numerus clausus í ár, þar eð ágallar væru á undir-
búningi hans. Svo sem aS áðurnefnd tilkynning frá
27. des. ’76 sé of seint fram komin, sbr. 42. grein
Reglugerðar H. f. um læknadeild. Einnig taldi hann,
að þó hluti prófa væri haldinn í maí, breytti það
engu, heldur mætti ætlast til að ákvörSun sem þessi
væri tilkynnt fyrir upphaf haustmisseris, bæði varð-
andi próf, sem haldin væru á því misseri svo og á
vormisseri. Einnig var Jónatan spurður álits um
hvort yfirlýsing kennslustjóra um að janúarpróf
yrðu líklega ekki reiknuð með, breytti einhverju um
ólögmæti áðurnefndrar tilkynningar, og svaraði
hann því neitandi.
Nemendur lögðu næst máliS og álitsgerS Jóna-
tans fyrir deildarráð læknadeildar og var málið tek-
ið fyrir á fundi þess þann 27. mars ’77. Fyrir fund
þennan hafði deildarráð læknadeildar leitað álits
lögfræSings H. I., Jóhannesar L. L. Helgasonar.
Taldi hann þetta vera álitamál, en persónulega taldi
hann læknadeild heimilt að beita fjöldatakmörkun-
um í ár, þar sem aðeins væri tekinn til viSmiðunar
árangur vorprófa. Stuttu síðar var samþykkt á fundi
deildarráðs að birta eftirfarandi auglýsingu um
staðfestingu fjöldatakmarkana:
.,Tilkynning vegna 1. árs prófa í lœknadeild.
Svo sem áður hefur veriS tilkynnt mun 36
stúdentum af þeim sem ná 1. árs prófum
verða heimilað að hefja nám á 2. ári n. k.
haust. Vegna tilmæla 1. árs nema og að höfðu
samráði við lögmann Háskóla íslands verður
árangur vorprófa eingöngu lagður til grund-
vallar vali þeirra, sem heimilað verður að
halda áfram námi.
Reykjavík, 4. 5. ’77
Deildarforseti.“
Næst bar það til tíðinda, aS á fundi deildarráðs,
þann 1. júní ’77, voru bornar til atkvæða tvær til-
lögur Félags læknanema. I fyrsta lagi, að erlendir
nemendur yrðu ekki taldir með í fjöldatakmörkun-
um. I öðru lagi, aS hlutkesi yrði ekki látið skera úr
um 36. manninn. Tillögur þessar voru felldar með
fjörum atkvæðum gegn tveim. Útlendingar þessir
ætla allir að halda áfram námi í heimalandi sínu
eftir annað ár hér. Fannst nemendum hróplegt ósam-
ræmi í því, að tillaga þessi var felld og orðum
kennslustjóra læknadeildar um að verklegt nám á
síðari árum ylli því, að ekki væri unnt að leyfa fleiri
nemendum en 36 að hefja nám á öðru ári.
Um þetta leyti þreyttu 51 nemandi vorpróf og
náðu 31 þessum þrem prófum. Þetta kemur fram í
bréfi frá skrifstofu læknadeildar til þeirra nemenda,
sem ekki náðu prófum. Þar segir einnig, að þeir
tuttugu nemendur, sem féllu í einu eða fleirum af
þessum prófum, skuli keppa um þau fimm sæti, sem
eftir séu. Einnig er nemendum bent á í bréfi þessu,
að þeir hafi heimild til að endurtaka próf, sem þeir
hafa náð, til að hækka meðaltalseinkunn sína, en sú
einkunn ákveði hverjir fái að hefja nám á öðru ári.
Stuttu eftir vorpróf ákváðu nokkrir 1. árs nem-
endur að hittast til skrafs og ráðagerða um áfram-
haldandi aðgerðir gegn numerus lausus. Ákveðið
var í samráði við háskólarektor að leita stuðnings
háskólaráðs, og var því sent eftirfarandi bréf:
„Háskólaráðsfundur fimmtudaginn 7. júlí ’77.
Félag læknanema fer þess á leit að háskólaráð
beiti sér fyrir því, að fjöldatakmörkunum í lækna-
deild verði ekki framfylgt í ár.
FélagiS æskir þess einnig, að háskólaráð fari þess
á leit við læknadeild, aS hún:
1. geri grein fyrir ástæðum til beitingar fjöldatak-
markana í ár.
2. geri grein fyrir rökum að baki nemendafjöldans
36.
3. geri grein fyrir ástæðum þeim, sem lágu að baki
því, að deildarráS hafnaði tillögu Félags lækna-
LÆKNANEMINN
11