Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 41
bóta. Fulltrúar kennaranna höfðu einnig talsveröan áhuga á því að koma inn prófi í lok fjóröa árs, sem mundi þá ef til vill gilda eina einkunn og væri t. d. krossapróf. Fulltrúar stúdenta voru hins vegar mjög ókátir yfir þessari tillögu, þar sem vitaö mál væri aö kúrsusar í maímánuði myndu nýtast ákaflega illa, ef próf væri í lok maí. Skilningur stúdentanna var sa, að ekki stæði til að breyta efnisvali fyrirlestra á miÖju kennsluári 1976-77, en að lokum fór svo aö 4. árs stúdentar fengu fyrirlestra í gigtsjúkdómum, smitsjúkdómum ásamt hjartasjúkdómum og held ég að meirihlutinn hafi verið ánægður með þá ný- breytni. í þessum viðræðum fulltrúa kennslumálanefndar og fulltrúa kennara kom fram að heppilegast væri í framtíðinni að stúdentar fengju fyrirlestra í undir- stöðuatriðum allra undirgreina med. og kir. á fjórða ári, þar með talið þeirra undirgreina, sem eingöngu hafa verið kenndar á sjötta ári. Síðan væri hægt að rifja eitthvað af þessu upp á sjötta ári og bæta þá við þar sem þurfa þætti og fara ýtarlegar út í vissa hluti og kynna stúdentum nýjungar. Þessar tvær meginbreytingar, sem gerðar voru á kennslufyrirkomulaginu í kir. og med. á fjórða ári síðastliðið kennsluár, hafa bætt mikið fjórða árið að mínu mati. Kennslan í med. og kir. verður hins vegar ekki komin í verulega gott horf fyrr en hún er orðin samfelld, þ. e. ekki slitin í sundur með eitt ár á milli, en þar lil þeir björlu tímar koma er þetta líklega það skársta sem völ er á. Ragtiar Jónsson. II. & K. — IINE — Angnsjúhtlómar A seinna misseri 4. árs eru m. a. kennd 3 svoköll- uð „smáfög“, þ. e. húð- og kynsjúkdómafræði (H. K.), háls-, nef- og eyrnalæknisfræði og augnlæknis- fræði. Á sl. vetri fór kennslan fram á einum mánuði, í öllum greinunum samtímis frá miðjum jan. til miðs febrúar, og lauk námskeiðunum með prófum. Þegar rætt skal um kennslu í þessum greinum, eiga þær ýmislegt sameiginlegt. Að vissu leyti eru þetta „smáfög“, þ. e. a. s. ef eingöngu er litið á þann tíma, sem þeim er gefinn á stundaskrá. En ef hins vegar er nánar rýnt, kemur í Ijós, að þetta eru í raun engin smáfög. Bæði er þekkingarmagn mikið innan þessara greina, þótt það sé í mörgum tilfellum hásérfræðilegs eðlis, en hitt er jafn satt, að mjög stór hluti sjúklinga, sem til almennra lækna leita, koma með kvartanir, sem unnið er úr innan þessara greina. Fyrir læknastúdent, sem mennta á fyrst og fremst sem almennan lækni, eiga þetta því ekki að vera nein smáfög. En þannig virðist það nú vera hjá þeim, sem ákv. hvað ög hversu mikið á að kenna læknastúdentum, enda hvarflar það oft að manni, að uppi séu ólíkar skoðanir á því, hvert skuli vera „lokaproduktið“ eftir 6 ár í læknadeild, allavega ef litið er á framkvæmdina, þótt reglugerðir séu á einu máli um markmiðið. (Sbr. Spjall í 3. tbl. Lækna- nemans ’75, þar sem svipuð skoðun kemur fram.) En áfram með smjörið . . . Það á þó við um kennslu í áðurnefndum greinum, öfugt við það sem venjan er í læknadeild Hl, að kennarar leitast við og tekst frábærlega vel að aðlaga og móta kennslu m. t. t. hins stutta tíma, sem í boði er. Þ. e. a. s. gerð er raunhæf námsáætlun, stundaskrá o. s. frv. fyrir tím- ann sem framundan er og ekki út af brugðið. Farið er nákvæmlega í þau atriði, sem skipta máli fyrir almennan lækni óháð s.k. „eiginintressu“ viðkom- andi fyrirlesara. Aðalatriðin skaga vel út úr myrk- viðum smáatriðanna, og próf í þessum greinum eru augljóslega til þess ætluð að sannreyna, að megin- drættir námsefnisins séu stúdentinum Ijósir, nokk- uð sem læknanemum virðist ekki alltaf vera tilgang- ur prófa á sínum bæ. Þetta á þó eingöngu við um fyrirlestrakennslu, því að eins og hún er nú annars góð, þá er hin verklega í lágmarki. Eða, hversu vel á læknastúdent að læra að þekkja, hvað þá heldur meðhöndla algengustu sjúkdóma í hálsi, nefi og eyr- um á 2 (les: tveimur) morgnum, þar sem hann fær í hæsta lagi að kíkja upp í eyrun á tveimur sam- stúdentum, nema svo vel beri í veiði, að sá þriðji bætist við? - Eða, hversu vel á læknastúdent að læra að þekkja algenga húðkvilla á tveimur morgnum á sjúkradeild, þar sem eingöngu liggja sjúklingar með fótasár eða psoriasis, nema svo vel láti að einn sé með eitthvað annað? Eins og áður er vikið að er þetta þeim mun meira undravert, ef litið er á reynslu þeirra sem stunda s.k. almennan praksis, en þeim ber saman um, að mjög stór hluti sjúklinga þeirra hafi sjúkdóma sem falla innan þessara greina. LÆKNANEMINN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.