Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 50

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 50
Að sœkja um sumarvinnu í Svíþjóð Peter Appelros læknanemi Inngangur Undanfarin ár hafa æ fleiri læknanemar unnið erlendis í sumarfríinu. SíðastliSið sumar störfuðu níu 4-árs-nemar sem aðstoðarlæknar í Svíþjóð, og þar að auki unnu a. m. k. fimm af 4. og 5. ári í Noregi. Vegna þessarar auknu aðsóknar væri e. t. v. tímabært að gefa nokkur ráð um hvernig fara á að til þess að komast í slíka stöðu. Kröfur til unisæhjanda Almennt séð hafa þeir rétt á að fá vinnu sem að- stoðarlæknar sem hafa: 1) Slundað klíniskt nám í a. m. k. fjögur misseri. Svíar telja íslenzka læknanema hafa gert það í lok 4. námsárs. 2) Tekið lokapróf í viðkomandi grein. Eftir 4. ár mega menn vinna á röntgen-, HNE-, augn-, og húðdeild eða á rannsóknastofu (t. d. í meinafræði, sýkla- og ónæmisfræði, klíniskri lífeðlisfræði eða meinefnafræði (klin. kemi)). Eftir 5. ár mega menn þar að auki vinna á fæðingar- og kvensjúkdóma- deild og geðdeild. Oljóst er, hvort leyíilegt sé að vinna á svæfingar-, barna- eða taugadeild án þess að hafa próf í lyflækningum, enda hefur enn ekki reynt á það að ráði. 3) Nœga sœnskukunnáttu. Vegna langs dönsku- náms hefur öllum íslendingum hingað til nægt að taka fáeina einkatíma í sænsku og síðan taka minni- háttar próf hjá einhverjum af sænskukennurum há- skólans. Utnsóhnin Bezt er að hafa tímann fyrir sér. Sænskir lækna- nemar byrja oft að sækja um sumarvinnu í desem- ber. íslendingarnir ættu þess vegna einnig að sækja um sem allra fyrst, lielzt ekki seinna en í febrúar, enda eykur það líkur á að fá stöðu. Það nægir að sækja um eina stöðu. Iðulega er mjög auðvelt að fá stöðu í afleysingum yfir sumar- mánuðina. Við sem sóttum um í vor fengum jákvætt svar í u. þ. h. 80% tilfella. Svar við umsóknum kemur fljótlega, oftast eftir 2-3 vikur, þannig að það er nógur tími til stefnu til að sækja á aðra staði, ef einhver er svo óheppinn að fá neitun. Með þessu móti ætti ekki að þurfa að endurtaka sig það „kauphallarbrask“, sem nokkuð bar á sl. ár, þegar menn sem höfðu sótt til fjölmargra staða „gáfu“ félögunum stöður sem þeir ekki gátu nýtt sjálfir. Slíkt er mjög illa séð bæði hjá vinnuveitendum og Socialstyrelsen (það embættisverk sem þarf að við- urkenna allar stöðuveitingar á sjúkrahús), enda þurfa þeir þá að taka fyrir sama mál í tvígang. Jákvætt svar frá vinnuveitanda felst í formlegu boði um stöðu (erbjudande). Því fylgir átagande, sem er siðferðislega bindandi staðfesting á því að umsækjandi taki við stöðunni. Ef maður enn vill fá starfið, á maður að fylla út, skrifa undir og senda til baka þetta „&takande“, helzt innan viku (f. a. af tillitssemi við aðra umsækjendur um sömu stöðu). Að lokum, ef Socialstyrelsen gefur samþykki sitt, fær viðkomandi „förordnande“ sem aðstoðarlæknir, og er það endanleg staðfesting vinnuveitanda á ráðningu. Iiíii i!i ald unisóhntir 1) Almenn atriði.. Nafn, fæðingardagur og -ár, menntun, fyrri störf, óskir um á hvaða tímabili mað- ur vill vinna. Ráðlegt er að bíða með húsnæðisóskir o. þ. h. praktísk vandamál, þar til maður hefur feng- ið „erbjudande“. 2) Einkunnir á prófum í háskólanum, vottorð um kúrsusa, ásamt upplýsingum um hvaða prófum og kúrsusum sé enn ólokið á námsárinu (þetta skjal fæst hjá Nínu ísberg á skrifstofu læknadeildar). 3) Vottorð um sœnskukunnáttu. 4) Stúdentsprófseinkunnir. 42 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.