Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 46
Ný rannsókn á blóði í saur Bergljót Halldórsdóttir meinatæknir Eitt algengasta, handhægasta og næmasta próf, sem notað hefur verið almennt á rannsóknastofum lil að rannsaka blóð í saur, er Benzidin prófið. Arið 1967 var hannað að framleiða og nota Ben- zidin í Englandi, eftir að skýrslur lágu fyrir um að 22% af þeim, sem fengust við framleiðslu á Ben- zidini fengu krabbamein í þvagblöðruna. I janúar 1975 var sett á bann um framleiðslu og notkun á Benzidini í Svíþjóð. Fyrir um það bil ári síðan var Benzidin tekið af heimsmarkaðnum og er nú hvergi hægt að fá það keypt. Læknarnir Jan H. Dybdahl og Henrik Anders- gaard við Ulleval sjúkrahúsið í Noregi, hófu á síð- asta ári notkun á prófi fyrir blóði í saur, sem er jafn handhægt og áreiðanlegt og Benzidin prófið er. Prófað er með Diphenylamini og hefur það þá kosti fram yfir Benzidin að það er ekki alveg eins næmt. Sjúklingar þurfa ekki að vera á sérstöku fæði að því undanskildu, að þeir mega ekki borða lifur, nýru, blóðmör né léttsteikt kjöt meðan á prófinu stendur, en þetta hefur alltaf gilt fyrir allar rann- sóknir, sem gerðar hafa verið lil þess að rannsaka blóð í saur, sama hvaða aðferð hefur verið notuð. Rannsóknastofa Landspítalans eins og rannsókna- stofur annars staðar hefur lengi átt í erfiðleikum með að finna próf sem gæti komið í staðinn fyrir Benzidin prófið. Notað hefur verið Hemoccult slide (quajac), en samkvæmt reynslu okkar og annarra, er það ekki nógu næmt. Sl. 3 ár hefur rannsóknastofa Landspítalans notað Hematest, en það er bæði of næmt og óáreiðanlegt, t. d. gefur bananaát falskt positívt svar svo og járn- fumarate og járncarbonat. Með Diphenylamin prófinu hefur ekki komið í Ijós að meðul og fœðutegundir aðrar en þær sem nefndar hafa verið, gætu gefið falskt positívt svar. Norsku læknarnir Dybdahl og Andersgaard gerðu samanburð á næmi Diphenylamin, Benzidin og Hemoccult prófunum, og voru af 100 prufum: 59,5% Benzidin positivar, 46,0% Diphenylamin positivar, 17,5% Hemoccult positivar. I samanburði á næmi Hematest prófsins og Dip- henylamin prófsins fengum við á Landspítalanum af 100 prufum: 77,0% Hematest positivar -þ, 27,0% Diphenylamin positivar -þ. Hér ber að hafa í huga, við niðurstöður úr rann- sóknum á Landspítalanum, að fæstir vita samkvæmt upplýsingum hjúkrunarfólks legudeilda, að banana- át svo og fyrrnefnd járnsambönd gefa falskt posi- tívt svar með Ilematest. Meðan þessar rannsóknir fóru fram komumst við að raun um, að járn tartrat gaf einnig falskt positívt svar með því prófi. Diphenylamin prófið grundvallast á því sama og Benzidin prófið, Ouajac prófið og fleiri svipuð próf, að hemoglobin og niðurbrot þess verkar eins og per- oxidasi. Þegar H202 er til staðar oxyderast kromo- gen og litur myndast. Litasvörun á blóðmagni í saur með Diphenylamin prófinu er mjög greinileg og er gefin upp í plúsum. (+)> +> H—K +++> ( + ) vottur = 1 jós-fjólublár litur, + dálítið = fjólublátt, H—[- mikið = dökk-fjólublátt, -j—r+ mjög mikið = svar-fjólublátt. Alls gerðum við rannsóknir á 200 sýnum. Við lögðum til að Diphenylamin prófið yrði strax tekið upp á rannsóknadeild Landspítalans og sam- anburðar-rannsóknunum, sem læknarnir Dybdahl og Andersgaard gerðu, yrði treyst. Einnig að strax yrði hætt við Hematest prófið, Frarnh. á bls. 54. 38 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.