Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 43
Geislaltehni s frœ S i Bóklegri kennslu í geislalæknisfræði var tvískipt. Byrri hlutinn var 20 fyrirlestrar í september, en sá síðari 20 fyrirlestrar í janúar og byrjun febrúar. Var septemberkennslan í höndum prófessors Kol- beins Kristóferssonar og fór fram í stórum dráttum þannig, að hann las fyrir okkur úr kennslubók Lucy i'rank Squire, M. D., sýndi okkur stöku sinnum tnyndir og ræddi einnig almennt við hópinn. Ollum hljóta að vera ljósir annmarkar á slíku íyrirkomulagi. Það væri gott fyrir 10 manna hóp, en fyrir 45 manna söfnuð er það fráleitt. Sú var reyndin að sífellt dró úr tímasókn stúdenta; menn þóttust kunna sína engil-saxnesku eftir 3ja ára verk- lega þjálfun og hvað snerti myndasýningar, komu þær illa að notum, einkum sakir fjarlægðar. Kennslan í ársbyrjun var í höndum Asmundar Brekkan dósents. Var fyrirkomulag hennar þannig, að dósentinn sat og þuldi kennslu sína í síbylju, en okkur til uppljómunar og yndisauka voru sýndar skyggnur af Rtg-myndum, sem hann síðan skýrði. Fór sem fyrr, að ekki þyrptust allir að fróðleiks- brunni fræðarans, en dósentinn brást hart við og kvaðst ekki kenna nema viðstaddur væri ákveðinn lágmarksfjöldi stúdenta. Fór svo, að féllu niður 2 fyrirlestrar, enda þótt nokkur hópur stúdenta væri til staðar og án þess að orðum væri á þá eytt. Þess ber að geta að ásamt geislalæknisfræði voru kennd- ar í jan. og febr. 3 greinar, og skyldi kennslu þeirra ljúka með prófi strax í febrúar, en próf í geislalækn- isfræði var ekki fyrr en í maílok. Lögðu því flestir megináherslu á þær greinar 3 þar sem tíminn var naumur og galt þannig geislalæknisfræðin sambúð- ar sinnar við þær. Verklegt nám fór fram á „kúrsusum“ á röntgen- deildum sjúkrahúsanna þriggja. Á Landakoli voru stúdentar almennt ánægðir með líflega og áhugavekjandi kennslu. Það sem mönnum þótti einna helst vanta var brotaklíník. Á háskólaklínikinni hafði prófessor Kolbeinn sjálfur að mestu ofan af fyrir stúdentum og tókst vel. Á Borgarspítalanum, þar sem ég sótti „kúrsus“, gengu stúdentar um deildina framan af morgni, en um hádegisbil áttu þeir u. þ. b. klukkutíma sam- verustund með Ásmundi Brekkan yfirlækni. Prófessor Kolbeinn hefur tjáð sig um það í við- ræðum við stúdenta, að hann sé óánægður með það fyrirkomulag sem er á kennslu, bæði verklegri og hóklegri, í dag. Hefur hann ekki tekið illa í að hetri árangur myndi nást ef stúdentum væri skipt í hópa, sem síðan gengju „kúrsus“ á röntgendeild, sem væri skipulagður ákveðið fyrirfram. Fengju þeir að taka myndir og skýra og hlytu auk þess kennslu í um- ræðuformi hjá læknum deildarinnar. Þessum „kúrs- us“ lyki síðan með munnlegu prófi í skýringum á- kveðinna mynda, en einkunn í geislalæknisfræði væri síðan reiknuð frá útkomu í prófum, sem og frammistöðu á námskeiðinu sjálfu. Að lokum skal kvartað yfir framkvæmd prófsins í geislalæknisfræði nú í vor. Þar sem verkefnið var útskýring mynda hlaut að vera skylda að sjá stúd- entum fyrir myndum til að skýra, en svo var ekki. Þær afmyndir sem stúdentar fengu í hendur voru al- gerlega ófullnægajndi og jafnvel stórlega villandi, auk þess sem aðalmyndunum var þannig fyrir kom- ið að aðstaða til skoðunar þeirra hlaut að teljast vafasöm og mönnum ekki frjálst að skoða þær þeg- ar þeim sýndist, þar sem aðeins 6 máttu vera að í einu. Um kennslu í geisla- og tækjaeðlisfræði skal ekki fjölyrt hér að sinni, en hún var í höndum stud. med. Guðmundar S. Jónssonar, dósents við Læknadeild. Svæfingarlœhnisfrœði Bókleg kennsla í svæfingarfræði fór fram í sept- ember. Stiklaði Olafur Jónsson dósent þar á stóru og spannaði fræðin öll í 12 fyrirlestrum. Augljósl má vera að sá tími er knappur og hefði að ósekju mátt víkja betur að gerð og meðferð tækja og lyfja við svæfingar. Kennslubókin „Anesthetics, Resuscitation and In- tensive Care“ var léleg og er ótrúlegt að skipulegri og betur uppsett bók í svæfingarfræði fyrirfinnist ekki. Verklegt nám var á svæfingar- og gjörgæsludeild- um Borgarspítalans og Landakots. Var námskeiðið á Borgarspítalanum til sóma þeim sem að stóðu, bæði læknum og ekki síður LÆKNANEMINN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.