Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 20

Læknaneminn - 01.11.1977, Qupperneq 20
1. A/New jersey (svínaveira). Fyrir bólusetningu höfðu 46 einstaklingar minna magn mótefna en tal- izt getur verndandi. Eftir bólusetningu hafa mótefni 17 þessara einstaklinga hækkað marktækt (37%), en þar af hafa mótefni hjá 14 mönnum hækkað upp fyrir H. I. títer 40 (30%), en hann er talinn vernd- andi, eins og áður er vikið að. Styrkur mótefna meirihlutans, eða 29 manna (63%) er óbreyttur. I þeim hópi sem hafði miðlungsháan títer mól- efna fyrir bólusetningu eru 27 einstaklingar. Er mótefnamagn þeirra allra gegn svínainflúenzu ó- breytt eftir bólusetningu. I hópnum með hæstan títer mótefna, hefur styrk- ur mótefna aðeins eins einstaklings hækkað mark- tækt, en styrkur mótefna annarra er óbreyltur. 2. A/Victoria (nýjasti A-stofninn). í hópi þeim sem hefur lægstan títer mótefna gegn inflúenzu af völdum A/Victoria, eru 28 einstaklingar og er mót- efnamagn þeirra allra óbreytt eftir bólusetningu. 1 miðlungsháa hópnum hækka heldur engin mót- efni, en mótefni fjögurra einstaklinga lækka mark- tækt. Skýringin er sennilega sú að þessir einstakl- ingar hafi nýlega fengið inflúenzu af völdum skyldr- ar veiru og eru mótefni frá þeirri sýkingu því enn lækkandi. i hópnum með hæstan títer mótefna, hækka mót- efnin ekki heldur, en mótefnamagn í blóði fjögurra manna lækka marktækt. 3. B/Hong Kong. 1 þeim hópi sem minnst hefur af mótefnum gegn B/Hong Kong veiru voru 10 ein- staklingar og hækka mótefni þriggja þeirra mark- tækt, í öllum tilfellum upp fyrir 40, en mótefna- styrkur annarra helzt óbreyttur. í miðlungsháa hópnum hækka mótefni þriggja manna (7%), en mótefni annarra eru óbreytt (93%). í hópnum með hæstu mótefnin hækka mótefni eins einstaklings (4%), mótefni 23 manna eru ó- breytt (79%), en mótefni 5 manna lækka marktækt (17%), væntanlega vegna þess að hér hafi inflú- enza af B stofni verið á ferðinni nýlega. I þessum heildarhópi (81 maður) var enginn sem fékk við bólusetninguna marktæka hækkun mótefna gegn A/Victoria stofninum, 18 marktæka hækkun gegn A/New Jersey stofninum (22%) (þar af 14 upp fyrir 40) og 7 gegn B/Hong Kong stofninum (9%) (þar af 3 up fyrir 40). Þeir sem sýna mark- tæka hækkun mótefna hafa flestir lágan títer í upp- hafi. [ ijósi þessara niðurstaðna vakna ýmsar spurn- ingar: 1) Er þessi lögun af bóluefninu léleg? 2) Er bóluefnið frá þessari verksmiðju aimennt [élegt? 3) Geta hafa orðið mistök við geymsiu og/eða fiutning bóluefnisins? 4) Fór eitthvað úrskeiðis við bólu- setninguna á elliheimilunum? (Það er ólíklegt, þar sem bólusett var á þrem stöðum.) 5) Er inflúenzu- bólusetning almennt gagnslaus fyrir þá, sem hafa gömui mótefni fyrir? Til þess að reyna að svara m. a. þessum spurn- ingum, er í ráði að gera nákvæma könnun á vegum Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði á bólusetn- ingu með inflúenzubóluefni frá nokkrum lyfjaverk- verksmiðjum veturinn 1977-1978. Verkefnið var unnið á Rannsóknastofu Háskólans í veirufræði undir umsjón Margrétar Guðnadóttur prófessors. HEIMILDIR: 1. Sjá grein um rannsókn þessa í ritinu „Um veirur, veiru- sýkingar á íslandi og varnir gegn þeim, 11“ (í undirbún- ingi). 2. Palmer, D. F., Coleman, M. T., Dowdle, W. R. & Schild, G.: Advanced laboratory techninques for influenza dia- gnosis, U. S. Department of Health, Education and Wel- fare, Public Health Service, Center for Disease Control, Atlanta, Georgia 1975, 25-62. Umrteifa Ljóst er samkvæmt niðurstöðum þessum, að harla lítill árangur hefur orðið af þessari bólusetningu. 14 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.