Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 40

Læknaneminn - 01.11.1977, Blaðsíða 40
Um 4. árið Kreytingar ci hennslu í medivin oy hirurgiu Talsverðar breytingar voru gerðar á kennslufyrir- komulagi í kirurgi og medicin síðastliðið kennsluár. I fyrsta lagi var breytt til þannig, að fyrirlestrar og kúrsusar á fjórða ári rákust minna á en áður. I öðru lagi var fyrirlestrum í medicin og kirurgiu á síðari önn breytt frá því í fyrra. Kennsluárið 1975-76 voru fyrirlestrar fluttir dag- lega meðan kúrsusar í medicin og kirurgiu stóðu yf- ir. Ef stúdentar ætluðu sér að sitja fyrirlestra misstu þeir að vísu talsverðan tíma frá verklega náminu. Kennsluárið 1976-77 var ákveðið að hafa fyrir- komulagið þannig að fækka sem mest fyrirlestrum meðan á kúrsusum í med. og kir. stæðu yfir. Þess í stað átli að flytja sem mest af fyrirlestrunum áður en haustkúrsusinn í med./kir. byrjaði og einnig áður en seinni med./kir. kúrsusinn hæfist. Auk þess átti að halda fyrirlestra tvo daga í viku meðan á kúrsus stæði, þ. e. þriðjudaga og fimmtudaga og áttu þeir fyrirlestrar að hefjast kl. 14 eða 15 til þess, að þeir dagar nýttust sem bezt í verklega nám- inu. Þetta fyrirkomulag átti einnig að gefa stúdent- um betra tóm til að lesa með fyrirlestrunum, en áð- ur, þegar kúrsusar og fyrirlestrar voru í gangi sam- tímis, varð oft lítið úr lestri. Þetta fyrirkomulag hefur að flestra dómi reynzt mun árangursríkara en eldra fyrirkomulag. Kúrsusarnir hafa nýtzt mönnum mun betur og tíminn sem fór í „hreina fyrirlestra“ nýttist mörgum vel til lestrar. Einhverra hluta vegna hefur fjórða árið nýtzt mörgum stúdentum illa til lestrar í kir. og med. und- anfarin ár. Ymsar skýringar hafa verið á þessu svo sem: 1. Ekkert próf í lok ársins í kir. og med. 2. Niðurröðun kúrsusa og fyrirlestra hefur verið slík, að stúdentar hafa stundað kúrsusana en sleppt miklu af fyrirlestrum og lestri. 3. Yfirferð í med. og kir. of ýtarleg og of hröð til þess að stúdentar nái tökum á efninu. Fleiri skýringar eru einnig, svo sem sú, að stúd- entar séu orðnir „pústlausir" eftir þriggja ára sprett. Vera má að allar þessar skýringar eigi rétt á sér. Undanfarin ár hafa verið teknir fyrir sjúkdómar í ákveðnum líffærum eða líffærakerfum og þeim verið gerð fullnægjandi skil bæði af lyflækni og kirurg strax á fjórða ári. Síðan hafa ekki verið fleiri fyrirlestrar um þessi sömu kerfi aftur seinna í náminu. Til dæmis hafa verið teknir lungnasjúk- dómar, hjartasjúkdómar og meltingarsjúkdómar á fjórða ári. Fyrirlestrar í gigtsjúkdómum, efnaskipta- sjúkdómum o. fl. hafa hins vegar eingöngu verið haldnir á sjötta ári og stúdentar hafa ekki fengið neina kennslu í þeim undirgreinum á fjórða ári. Þetta hefur mörgum þótt mjög bagalegt. Ennfremur má teljast mjög varasamt að hefja kennslu lækna- nema í medicin og kirurgiu með nákvæmum og mörgum fyrirlestrum um afmarkaðar undirgreinar þessara greina áður en stúdentar hafa náð tökum á undirstöðuatriðum í almennri med. og kir. Enda hafa mjög margir, sem hafa byrjað á þessu stigi námsins að lesa stórar og þykkar bækur, gefist upp á þeim og lesið frekar léttari og efnisminni bækur. Það er því mun skynsamlegra, eins og reyndar tíðkast víða erlendis í læknaskólum, t. d. í Svíþjóð, að kenna fyrst á fjórða ári undirstöðuatriðin í helztu undirgreinum med. og kir., þar með talið þeim undirgreinum, sem eingöngu hafa verið kennd- ar á sjötta ári. Þannig öðlast stúdentar mikið betri grundvallarskilning á efninu og mun betra verður að bæta síðan við þá þekkingu síðar í náminu. Hugmyndir í þessa átt voru ræddar í kennslumála- nefnd og meðal kennara fjórða árs síðastliðinn vet- ur og fengu góðan hljómgrunn. Voru bæði kennarar og fulltrúar stúdenta á því máli að þetta yrði til 32 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.