Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 14
loftvegi sem opnast og lokast til skiptis. Orsakir þessa geta verið slím, slímhúðarfellingar eða slapp- ir berkjuveggir, sem haldast illa opnir. Þegar hósti breytir ekki þessum slímhljóðum, er sennilega um aðrar orsakir að ræða en aukna slímmyndun. Rhonchi (,,wheezes“) eru samfelld hljóð sem oft heyrast bæði í innöndun og útöndun, þó venjulega séu þeir meira áberandi í útlöndum. Utbreiddur misskilningur hefur verið að rhonchi myndist við hringiðu á svipaðan hátt og hljóð myndast í org- elpípu. Tíðni slíkra hljóða fer eftir lengd pípunnar sem þeir myndast í. Væri orgelpípu-kenningin rétt ættu hátíðni rhonchi að myndast í smærri loftveg- um og hátíðni rhonchi í þeim stærri. Það er talið fullvíst að þessi kenning fái ekki staðist. Lengstu berkjur eru innan við 30 cm á lengd, en tíðni sumra lágtíðni rhonchi er slík, að þannig hljóð mynduð- ust aðeins í pípum sem væru nokkrir metrar á lengd. Það sem afsannar „orgelpípukenninguna“ best eru tilraunir með áhrif heliums á tíðni rhonchi. Blanda af súrefni og helium er léttari en venjulegt andrúmsloft þót hún sé meira seigfljóandi. Það verður minni loftvegamótstaða fyrir slika loft- blöndu en venjulegt andrúmsloft, þar sem hring- iða er fyrir hendi. Sé blöndu af helium og súrefni blásið gegnum orgelpipu hækkar tóntíðni hennar, en slík loftblanda hefur engin áhrif á tóntíöni rhon- chi. Það sem taliö er mynda hljóðin við rhonchi er titringur (vibration) likt og myndast í munnstykki á klarinett eða óbó. Veggir berkjanna sveiflast þannig að þeir ýmist snertast eða opnast. Tíðni tónsins fer eftir massa og teygjanleika veggjanna sem mætast, en ekki eftir lengd loftsúlunnar í loft- vegunum. Það er þess vegna ekki sjálfgefiö að hátíðni rhonchi myndist í stuttum loftvegum en lág- tíðni í löngum.. Rhonchi hefur lengi verið skipt í tvo flokka. „Rhonchi sibilantes“ eru pípandi eða flautandi hátíðni hljóð. Þeir koma oft greinilegar í ljós við hraða útöndun og heyrast gjarnan hjá sjúklingum með asthma eða aðra sjúkdóma með aukna loftvegamótstöðu. „Rhonchi sonores“ eru samfelld lágtíðni hljóð, oft líkt við korr eða hrot- ur. Það er heldur sjaldgæfara að heyra rhonchi sonores en sibilantis, þó að stundum megi heyra báðar tegundir í sama lunganu. Sjúklingum með rhonchi sonores er yfirleitt ekki eins þungt og sjúklingum með rhonchi sibilantes, finnst „lausara niðri í sér“. Hins vegar heyrast þessi hljóð við samskonar sjúkdóma og rhonchi sibilantes. Báðar tegundir rhonchi geta breyst á stuttri stund og hósti getur haft veruleg áhrif til að minnka þá. Núningshljóð. Hjá heilbrigðum nuddast pleura parietalis og visceralis hljóðlaust saman við öndun. Við sjúkdóma þar sem pleura verður þykk og hruf- ótt á yfirborði geta myndast gróf og marrandi nún- ingshljóð við öndunarhreyfingar. Dálítið má líkja eftir þessum hljóðum með því að þrýsta öðrum lófa þétt yfir eyra og strjúka svo létt og hægt með fingrum hinnar handarinnar yfir handarbakið, Núningshljóð liggja nærri yfirborðinu rétt eins og þau byrji við endann á hlustpípunni. Þau heyrast venjulega bæði í innöndun og útöndun. Stundum heyrast þau þó aðeins við innöndun og þá venjulega seinast í innöndun. Algengast er að heyra núnings- ldjóð antero-lateralt og neðan til yfir brjóstkassa, en þar er mest hreyfing á lunganu við öndun. Stundum er erfitt að greina núningshljóð frá hljóð- um, sem geta myndast í öndunarvöövum eða við það, að húðin hreyfist undir hlustpípunni. Rhon- chi sonores geta einnig líkst núningshljóðum, en leiki þar vafi á, er gott að láta sj. hósta, því að við það breytast rhonchi sonores venjulega, en hóstinn hefur engin áhrif á núningshljóð. Það er ekki mikil hætta á að núningshljóðum sé ruglað saman við önnur hljóð, þegar haft er í huga að 1) þau heyrast helst yfir antero-laterala eða laterala hluta lungans neðan til, 2) þau heyrast bæði við inn- og útöndun, 3) þau virðast eiga upptök sín nærri yfir- borðinu, 4) þau breytast ekki við hósta, 5) þeim fylgir oft sársauki og 6) að oft má einnig finna þau við þreifingu. ,,Mediastinal crunch“.* Hamman lýsti fyrstur sér- kennilegu hljóði „crunch“ sem hann heyrði yfir neðanverðu bringubeini og fylgdi hjartslættinum. Hann taldi þetta öruggt einkenni á lofti í medi- astinum. Síðan hefur verið haldið fram, að þetta * Crunch má líkja við hljóð, sem heyrist þegar maður borðar þurrt corn flakes. Framh. á bls. 15. 8 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.