Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 21
Eigin rannsóknir sýna að fjölómettaðar fitusýr-
ur örva michrosomal oxun á epinephrine í adreno-
chrome.2 Adrenochrome örvar hins vegar perox-
un fjölómettaðra fitusýra í fjölda myndefna eSa
ovirk brot fitusýra. Þessi efnahvörf virSast hvötuS
uf tveimur hvatakerfum og má hemla virkni þeirra
hvors um sig. Propranolol hemlar þannig adreno-
chrome myndun án þess aS hindra adrenochrome
orvaSa peroxun fjölómeltaSra fitusýra. Vítamín E
hemlar peroxun fjölómettaSra fitusýra án þess aS
hindra andrenochrome myndun.2
Þessar athuganir eru enn á byrjunarstigi en úr
þessari átt má líklega vænta gagnlegra upplýsinga
um eSli þeirra vefjaskemmda, sem catecholaminar
geta valdiS.
Docosahexaenoicsýra og hjartsláttartíðni
Docosahexaenoicsýra, 22:6n3, er fyrir hendi í
töluverSu magni í heila og auga, en hlutverk
22:6n3 í himnustarfsemi er óþekkt.s Ekkert er
heldur vitaS um örlög þessarar fitusýru, oxun,
ummyndanir í iinnur efni o.þ.h. Þessi fitusýra er í
fosfoiipidum hjartavöSva, einkum í PE, og virSist
hafa eitthvert hlutverk í starfsemi hjartans. Tengsl
virðast vera milli magns þessarar fitusýru í fosfoli-
pidum hjartans og hjartsláttartíðni viðkomandi
spendýrs. Er magn 22:6n3 mest í músarhjarta, sem
hefur hæsta hjartsláttartiðni þeirra dýra, sem við
höfum rannsakað, en minnst í hvalshjarta, sem hef-
ur lægsta hjartslátttartíðni, mynd 2.
Líklegt er að 22:6n3 tengist á einhvern hátt stjórn-
un á jónaleiðni frumuhimnu og er verið að rann-
saka hvort og hvernig slíkt getur átt sér stað.n
Rnnnsóhnir á hjörtum mannu
•'samanburður var gerður á fituefnum úr hjarta-
sýnum. Annars vegar voru rannsökuð sýni úr
mönnum er höfðu látist af slysförum og hins vegar
sýni úr mönnum sem höfðu dáið skyndilegum hjarta-
dauða og höfðu ýmist mikil eða lítil kransæða-
þrengsli. Skyndilegur hjartadauði er hér skilgreind-
ur sem instant dauði eða dauði innan klukkustund-
ar og oflast innan fárra mínútna frá aðkenningu aS
hjartaslagi eða infarct.1
Sýni úr mönnum, sem létust af slysförum og
höfðu eðlilegan hjartavöðva og lítil kransæða-
þrengsli voru höfð til viðmiðunar og talin sýni úr
heilbrigðu hjarta. Post-mortem breytingar á fitu-
efnum hjartavöðva voru ekki fall af þeim tíma, sem
leið frá dauða að sýnistöku en vissir lipidar hafa
klofnað í fitusýrur og smærri einingar áður en
unnt var að ná fyrstu sýnum. Þrátt fyrir þessa erf-
iðleika má sjá ýmsar áhugavekjandi breytingar á
magni og tegundum fituefna í tengslum við skyndi-
legan hjartadauða.
Stöðugleiki fosfolipida háður fitusýrusamsetningu
Samsetning óbundinna fitusýra (free fatty acids,
FFA) í hjartasýnum sýnir að stór hluti (80%) af
þessum fitusýrum er fram kominn vegna klofnunar
fosfolipida. FFA hafa mun meira af fjölómettuðum
fitiusýrum, einkum 20:4n6 og 22:6n3, en þeir fos-
folipidar sem eftir eru í hjartavöðvanum, en glycer-
idar hafa lítiS af þessum fitusýrum. Hlutfall fitu-
sýranna 22:6n3 og 20:4n6 er almennt hærra í FFA
en í PC og PE hjartavöðvans og gefur til kynna að
þeir fosfolipidar klofni hraðasl niður, sem mest
hafa af 22:6n3. Athuganir þessar benda til þess að
stöðugleiki fosfolipida eða viðnám þeirra gegn
klofnun af völdum fosfolipasa A2 sé háð fitusýru-
samsetningu fosfolipida. Fosfolipidar með langar og
mjög ómettaðar fitusýrur virðast klofna hraðar
niður en fosfolipidar með mettaðar eða minna
ómettaðar fitusýrur. Marktæk aukning á fjölómett-
uðum fitusýrum í fosfolipidum getur þannig haft
áhrif á stöðugleika fosfolipida og viðnám frumu-
himnu gagnvart skaðvöldum, svo sem ofgnótt cate-
cholamina, ischemiu og orkuskorti.
Fosfolipidar breytast með aldri í mannshjarta
Fitusýrusamsetning fosfolipida breytist í hjört-
um manna með aldri á svipaðan hátt og hjá rott-
um. Athuganir á samsetningu heildar fosfolipida
sýna marktæka lækkun á linoleic-sýru, 18:2n6, með
aldri eða um 35% lækkun frá unglingsárum að
áttræðu. Einnig verður nokkur aukning á 22:6n3 á
miðjum aldri, en eftir áttrætt minnkar heildar-
magn fosfolipida per gram hjartavöðva. Athug-
un fer nú fram á breylingum á einstökum fosfoli-
pidum meS aldri. Ahugavert væri að kanna hvort
slíkar hreytingar í himnulipidum tengjast breyting-
læknaneminn
13