Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 53
Skýrsla ritstjórnar Læknanemans 1978—’79 Ut hafa komið 4 tölubl. af Læknanemanum frá síðasta aðalfundi, 4. tbl. 1977 og 1., 2. og 3. tbl. 1978. Stóð fyrrverandi ritstjórn að binum þrem fyrsttöldu en núverandi ritstjórn að hinu síðast- talda. Núverandi ritstjórn hefur ekki tekist að vinna upp þann mun, sem orðinn er milli tölublaða argangs og útgáfutíma, en þegar þetta er ritað í mars ’79 er 4. tbl. ’78 í prentun og mun við útgáfu þess Læknaneminn vera um 3 mánuðum á eftir aætlun, sem verður að teljast viðunandi samanborið við önnur íslensk tímarit. Ákveðinn grunnur hefur verið lagður að 1. og 2. tbl.. 1979. A síðasta aðalfundi var gerð sú reglugerðarbreyt- lng að ritnefndarmenn, utan ritstjóra, skyldu kosn- lr tn tveggja ára í senn. Árangurinn af þessari breyt- ®gu verður að telja góðan, enn sem komið er. Of snemmt er þó að fullyrða um hvort þetta sé heppi- legasta skipan ritnefndar. Töluverð hætta er á að starfsþreytu taki að gæta ef ritnefndarmenn þurfa að sitja lengi og einnig gefur þetta fyrirkomulag færri einstaklingum tækifæri til að móta og vinna blaðið. Ekkert er því þó lil fyrirstöðu að endur- nýjun ritnefndar verði örari en reglugerðin segir til um. Rekstur blaðsins hefur gengið vel á árinu og eiga þar mestar þakkir skilið fj ármálastjóri og auglýs- ingastjóri. Mikillar tregðu gætir enn sem fyrr hjá lækna- nemum að skrifa greinar í blaðið og er hér með skorað á alla læknanema að setjast niður og senda nokkrar línur til blaðsins. Einnig mættu læknanem- ar vera iðnari við að koma hugmyndum og áhuga- verðum efnum á framfæri við ritnefnd og þá sér í lagi skemmtilegum sjúkratilfellum. Finnbogi Jakobsson, Páll E. Ingvarsson. Fræifslunefnd Haldnir voru fjórir fundir með ýmsu efni svo sem: notkun index medicus, ulcus pepticum, svæf- lngar, liðholsástungur og abcess tæmingar. Ekki var hægt að segja að troðningur væri eða að bið- raðir mynduðust fyrir utan fundarstaði (enda gát- um við ekki boðið upp á ,,Grease“). En hér ræður lögmálið um framboð og eftirspurn eins og best sást þegar gott efni var á boðstólum sbr. magasárs- fundinn með völdum mönnum. Annars voru kvik- myndasýningar vinsælt efni og virtist það mælast nokkuð vel fyrir að fá einhvern af lærifeðrum okk- ar til að „komentera“ á efni myndanna. Fundar- menn voru á bilinu sex til sextíu. F.h. fn. Agúst Oddsson. Skýrsla fulltrúaráðs F.L., veturinn 1978—’79 Starfsemi fulltrúaráðs var með svipuðum hætti og undanfarin ár. Þátttaka á þær skemmtanir sem boðið var upp á, var mjög góð. Fyrsta hóf vetrarins átti sér stað um miðjan nóv- ember, í Hreyfilshúsinu. Sá stjórn F.L. um vínveit- ingar þá með miklum sóma. Þann 16. des. var síðan haldin jólagleði í Fóstbræðraheimilinu. Á báðum þessum samkomum sá diskótekið DOLLY um mús- ikina við góðar fótaundirtektir gesta. Fjárhagsafrakstur þessara spriklsamkoma var framar bestu vonum. Því var ákveðið að halda þorrablót ásamt vísindaleiðangri þann 20. janúar. Var þorrablótsmaturinn niðurgreiddur. Vísindaleiðangurinn var dagsferð til Selfoss og Hveragerðis. Fyrst var skoðuð nýja heilsugæslu- stöðin á Selfossi og þaðan haldið í Mjólkurbú Flóa- manna. Þar kynntust læknanemar hvernig hinar helstu mjólkurafurðir eru galdraðar fram úr hinum margvíslegustu geymum. Að lokum var dælt í mannskapinn miklu magni af þessum ljúffengu af- urðum ásamt kaffi. Til Hveragerðis var síðan hald- ið með troðna vömb. Á þeim fræga gufustað litu stud. medar inn í þau frægu leirböð náttúrulækn- ingarmanna. Einnig var litið við á Ási og heilsað upp á vistmenn. Þátttaka var ein full rúta, eða um 40 manns. Um 8 leytið komu 50 manns úr bænum. Skíðaskálinn í Hveradölum tók svo við að þenja mallakúta svangra læknanema. Glaumur og gleði ríkti síðan til 2 e. m. Árshátíð F.L. og nema í sjúkraþjálfun var haldin í Þórskaffi 22. febrúar. Lét fólk vel af mat og víni.. Heiðursgestur var Guðmundur Georgsson. Flutti hann langa og góða tölu. Kenndi þar margra góðra læknaneminn 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.