Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 22
um á starfshæfni hjartans með aldri, streituvið- brögðum o.þ.h. fíreytingar á fituefnum hjartavöð'va samfara eða undanfari skyndilegs hjartadauða? I hjörtum manna, sem dóu skyndilegum hjarta- dauða og höfðu mikil kransæðaþrengsli, (gráðu 5 og 6) mátti greina eftirfarandi mismun á lipid- um samanborið við viðmiðunarhóp: 1. Fosfolipidar í hjörtum með eðlilegan vöðva en mikil kransæðaþrengsli innihéldu minna af 18:2n6 en fosfolipidar í hjörtum með eðlilegan vöðva og án kransæðaþrengsla. Líkist þetta nokk- uð streituaðlögun tilraunadýra. 2. Glyceridar voru meiri í hjörtum, sem höfðu mik- il kransæðaþrengsli. Omettun á fitusýrum þess- ara glycerida jókst með auknu magni glycerida. Kannað verður hvort þessir óeðlilegu glyceridar hafi myndast úr fosfolipidum fyrir tilstilli fos- folípasa C í ischemiskum, orkusnauðum vöðva. 3. Magn óbundinna fitusýra í hjartavöðva var mun minna (1.8±0.5 mg/g) heldur en viðmiðunar- hóps án kransæðaþrengsla. 4. Þessir menn höfðu oft nýtt eða gamalt hjarta- drep (infarct). Hjá mönnum, sem dóu skyndilegum hjartadauða en höfðu lítil kransæðaþrengsli mátti greina eftir- farandi tilfelli: a. Mjög hátt magn óbundinna fitusýra (FFA) þ.e. 14.2±2.3 mg/g. Þetta er um 10 mg/g meira en hjá viðmiðunarhópi (slysadauðum) og um það bil þúsund sinnum meira en vænta má í lifandi, starfandi hjarta (ca. 10 ytxg/g). Af fitusýrusam- setningu má ráða að þessar fitusýrur koma frá glyceridum, sennilega með blóði og fyrir dauð- ann. Slíkt magn óbundinna fitusýra getur stöðv- að eðlilega orkuvinnslu og orkuflutninga í vöðvafrumunni. Þessir menn höfðu eðlilega fos- folipida og ekkert hjartadrep. b. Aukið magn óbundinna fitusýra (6.2±0.2 mg/ g), sem koma frá fosfolipidum og glyceridum. Óeðlilega lítið magn af PE og mjög lítið af 22:6n3 í fosfolipidum (PE). Hugsanlegt að himnuskemmdir hafi átt sér stað fyrir dauðann samfara niðurbroti á PE og röskun á jóna-leiðni. Ekkert hjartadrep. c. Eðlilegt magn óbundinna fitusýra (3.3±0.3 mg/ g), óeðlileg samsetning glycerida, ekkert hjarta- drep, engin tengsl sjáanleg við hjartadauða. Þessar athuganir benda til marktækra breytinga á magni og fitusýrusamsetningu lipida í hjarta- vöðva samfara kransæðaþrengslum. Skyndilegur hjartadauði án verulegra kransæðaþrengsla eða hjartadreps tengist einnig þessum breytingum á lipidum. Arrhythmiur eða tíðnilruflanir, sem leiða til skyndilegs hjartadauða, geta átt margar orsakir, þeirra á meðal má telja: a) orkuskort í hjartavöðva vegna kransæðaþrengsla, ischemiu og hjartadreps b) röskun á orkuvinnslu og/eða orkuflutningum í hjartavöðva vegna of mikils magns óbundinna fitusýra (hugsanlega af völdum catecholamina og streitu), c) himnuskemmdir og niðurbrot vissra fosfolipida, er tengjast stjórnun jóna-flæðis (hugs- anlega af völdum catecholamina), d) aðrar ástæð- ur. Margt er mönnum ráðgáta um orsakir og eðli svokallaðra kransæðasjúkdóma og er ekki að vænta einfaldra skýringa. Ljóst er að fleiri þættir sjúk- dómanna en æðaþrengslin skipta máli og er þá nær- tækt að leita breytinga í hjartavöðvunum sjálfum. Hvaða breytinga í vöðvunum eru undanfari krans- æðasjúkdóma og hjartadauða og hvernig eiga þessar breytingar sér stað og hvers vegna? Þegar við þekkj- um svörin við þessum spurningum verða fyrirbyggj- andi aðgerðir væntanlega mögulegar. III. Helstu niSurstöSur Rottuhjörtu: Fitusýrusamsetning fosfolipida í hjartavöðva breytist í rottum samfara aldri, streitu og fæðu- fitu. Með aldrinum minnkar magn linoleic-sýru (18:2n6) verulega en tilsvarandi aukning verður á arachidonic-sýru (20:4n6) í fosfatidyl choline og docosahexaenoic-sýru (22:6n3) í fosfatidyl ethan- olamine. Norepinephrine-streita í rottum veldur á skömm- um tíma marktækum breytingum á fosfolipidum hjartans. Eftir 15 daga NE-göf eru fosfolipidar í hjörtum ungra dýra svipaðir og hjá gömlum dýrum. Þorskalýsi í rottufóðri veldur marktækum breyt- ingum á efnasamsetningu vissra fosfolipida en ekki 14 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.