Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 48
gætu gerst áskrifendur að Læknablaðinu á hagstæo-
um kjörum. Málið hefur hlotið mjög góðar undir-
lektir hjá læknafélögunum og mun niðurstaða um
verð skýrast fljótt. Þegar ljóst er um kjörin verður
látinn ganga listi fyrir þá sem áhuga hafa.
Lœknafélagið liefur einnig boðið læknanemum að
kaupa bókina „Lægeforeningens medicin fortegnelse“
(danska sérlyfjaskráin) á kr. 2000, en bók þessi
mun kosta um 10.000 kr. í bóksölunni. Þessa dag-
ana ganga listar fyrir þá sem áhuga hafa á þessu.
Lyfjafréttir: Stjórn F.L. reit lyfjanefnd í heil-
brigðismálaráðuneytinu bréf þar sem farið var
fram á að Lyfjafréttum væri dreift til læknanema á
3.-6. ári, þeim að endurgjaldslausu. Stjórnin bauðst
til að sjá um dreifingu ritsins. Svar hefur ekki bor-
st enn.
Samstarf við stúdentaráð
Allmargir fundir hafa verið haldnir með stúd-
entaráði og fulltrúum deildarfélaganna. Hefur
stjórnin sent fulltrúa sinn á alla þessa fundi. Ymis
mál hafa verið rædd á fundum þessum og hafa þeir
verið mjög gagnlegir til að kynnast viðhorfum ann-
arra deildarfélaga í sameiginlegum málum.
Lánamálin fengu drjúgan tíma á fundum þessum.
Var þar m.a. unnið að undirbúningi fundar þess,
sem haldinn var í desember með fjármálaráðherra
og fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Onnur veiga-
mikil mál, sem rædd voru á fundum þessum voru
prófdómendur, reglugerðarmál, námskynning,
kennsluskrá og fílan. Hefur þarna verið skipst á
skoðunum og lagt áráðin að koma fram hagsmun-
um stúdenta.
Námskynning
Námskynning í framhaldsskólunum var skipulögð
og haldin á vegum stúdentaráðs. Farnar hafa verið
ferðir í marga helstu framhaldsskóla landsins en
suma á eftir að heimsækja. Þar hafa verið kynntar
allar deildir háskólans, svo og nokkrir aðrir skól-
ar. Hefur kynning Jressi verið í fyrirspumarformi.
Læknanemar hafa tekið ]»átt í öllum þessum ferð-
um og kynnt þá sæluvist, sem okkur er búin í deild-
inni.
Lög F.L.
Læknadeild gaf ekki út sérstaka kennsluskrá s.l.
haust. Þessu var grimmilega mólmælt. Afleiðingin
er m.a. sú að lög F.L. hafa ekki komið út á þessu
ári. Nauðsynlegt er að kippa þessu hið snarasta í
lag.
Meinvörp
Gefin voru út 6 meinvörp á árinu, og auðvitað
með allra nýjustu fréttum hverju sinni.
T vískötlunarsamningur
Síðastliðið sumar héldu ca. 15 læknanemar til
sumarstarfa í SvíJ»jóð. Höfðu menn meðferðis vott-
orð um mikilvægi starfsins fyrir nám í læknisfræði
frá þáverandi deildarforseta. Til er tvísköttunar-
samningur milli landanna, sem kveður á um að
námsmenn, sem vinna störf, sem eru nauðsynleg
fyrir nám þeirra og vinna skemur en 100 daga, skuli
undanþegnir skatti. I fáum orðum dugði vottorð
deildarforseta ekki alls staðar, svo leitað var til há-
skólarektors, sem gaf fullnægjandi vottorð. Nú hef-
ur stjórnin farið þess á leit við núverandi deildar-
forseta að hann gefi fullnægjandi vottorð. Tók hann
þeirri málaleitan vel.
Ráðningar - Nýjar reglur
1 stjórninni var nokkuð rætt um óánægju, sem
upp kom í tengslum við ráðningar félagsmanna í
sumar. í áframhaldi af því var ákveðið að gera
heildarendurskoðun á reglum um ráðningar.
Þriggja manna nefnd vann í málinu. Leitast var við
að setja ákvæði um einstök atriði, sem jafnan hafa
valdið deilum og festa í reglugerð ákvæði um
hvernig raða skuli forgangsröð.
Haldinn var sérstakur félagsfundur ]»ann 18.01.
’79 um reglugerðina. Reglugerðardrögin voru
samjrykkt með nokkrum breytingum. Að Jjví loknu
var dregið um forgangsröð. Þótti að því mikið
hagræði að fá um ]»að vitneskju strax í janúar
hverjar líkur væru á vinnu í júní hér á landi.
A þessu ári komu engin klögumál fyrir stjórnina
vegna brota á reglugerð um ráðningar.
Rétt er að hvetja menn til að gera stjórninni við-
vart ef reglugerðinni er mjög misboðið svo unnt
sé að setja rannsóknardómstól í málinu?
38
LÆKNANEMINN