Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.04.1979, Blaðsíða 46
aS kanna um annað húsnæði í grennd við Lsp. og komu upp hugmyndir um efstu hæð Austurbæjar- barnaskólans, en þar hefði hugsanlega verið hægt að hýsa einnig sjúkraþjálfara- og hjúkrunarnema. Þetta húsnæði fékkst ekki heldur og sama gilli um Gagnfræðaskólann við Vonarstræti og húsnæði Ljósmæðraskólans, sem einnig er illa nýtt. Að þessum málalokum fengnum var ákveðið að leggja á hilluna frekari húsaskoðunarferðir að sinni, en reyna að hressa nokkuð upp á það hús- næði, sem fyrir er. Nokkur herbergi Tjarnargöt- unnar voru máluð í fjörlegum litum endurgjalds- laust af stúdentum, en Hásk. greiddi hráefnið, feng- inn var þangað símasjálfsali til að makar 6. árs stúdenta sem þar lesa, svo og ættingjar ættu kost á einhverju sambandi við þá á veturna, og límd voru í loftin plastpokarennukerfi til að koma í veg fyrir bókaskemmdir og óvelkomin steypuböð. Vonar fráfarandi stjórn að með þeirri næstu muni fæðast frekari hugmyndir til úrbóta. Kandidata blokk S.l. vetur skipaði læknaráð Lsp. nefnd til þess að kanna orsakir þess að illa gekk að manna kandi- datsstöður á Landsp. og jafnframt gera tillögur til úrbóta bæði fyrir spítalann sem stofnun og kandi- data. Þessi nefnd hefur nú skilað endanlegu áliti sem læknaráð hefur samþykkt. Hugmyndirnar voru kynntar á mjög fámennum félagsfundi síðastliðið vor. Megininntakið er að spítalinn auglýsir 12 árs stöður f. kandidata sem skulu vinna 3 mán. á lyfl,- deild, handl.deild, og einni af sét'deildum spítalans. 1 staðinn skuldbindur spítalinn sig til þess að breyta starfsháttum þannig að kandidatar vinni nán- ast einvörðu störf, sem menntun þeirra stendur til, en lætur meinatæknum, riturum, hjúkrunarfólki og sendla um sín störf. Jafnframt skulu kandidatar hafa tíma til þess að viðhalda og auka menntun sína. Daglega skal halda sameiginlega fræðslufundi. Sér- stakur kennari ráðinn til umsjónar. Asamt fra.m- angreindu fléttast ýmis fleiri atriði inn í greinat- gerðina. Nefndin viðhafði þá óvenjulegu jákvæðu starfs- aðferð að hafa samband við aðila málsins m.a. F.L. og F.U.L. I fyrstu mætti nefndin töluverðri tortryggni ofangreindra aðila, sem töldu að spítal- inn myndi einungis tryggja sér starfskrafta, og voru vantrúaðir á að jákvæð atriði samkomulagsins kæmust í framkvæmd. Bent var á að leysa mætti kandidataskortinn með því að kippa starfsaðstöðu þeirra í lag og árs blokk ónauðsynleg. Þegar stjórn- in hafði kannað málið til hlítar og fengið samþykkt- ar ýmsar betrumbætur þótti ekki réttlætanlegt að standa gegn þessari tilraun. Rök málsins með og móti verða ekki rakin á þessum vettvangi. Nú dvelur málið hjá stjórn spítalans, sem lækna- ráðið hefur engin ítök í. Stjórnin gerir ýmsar at- hugasemdir og þykist m.a. sjá fram á aukin útgjöld. Kandidatar verði dekurbörn spítalans. Allt er nú óvíst um framkvæmd hugmyndarinnar. Ef til vill hefur áhuginn eitthvað minnkað, þar sem nóg fram- boð virðist nú vera af kandidötum í svipinn. Þar eð ekkert hafði spurst til málsins í lok febrú- ar skrifaði stjórnin bréf til stjórnarnefndar ríkis- spítalanna og lagði áherslu á skjóta ákvarðanatöku og lýsti yfir stuðningi við tillögu læknaráðs Lsp. Afrit var sent Læknablaði. Bréf barst að bragði frá læknaráði, þar sem stuðningurinn er þakkaður, en jafnframt kvartað yfir því að læknaráðið hafi lílil ítök í stjórnarnefndinni og þoki þar fáum málum áfram. Eftir að læknaráðið hafði samþykkt reglur um ársstöður kandidata fékk málið þá meðferð að það var sent stjórnarnefnd ríkisspítalanna sem skar nið- ur flest þar sem þótti líklegt til þess að auka fjárút- lát. Læknaráðið hafnaði þessum hugmyndum og 36 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.